Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Side 16

Skessuhorn - 04.01.2017, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201716 Sú skemmtilega hefð hjá Björgunar- sveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ um áramót að koma friðarkertum fyrir í klettunum meðfram þjóðveginum undir Ólafsvíkurenni var endurvak- in nú í ár. En þetta hefur ekki ver- ið gert í nokkurn tíma. Lýsti björg- unarsveitarfólk upp leiðina á mjög fallegan hátt og skapaði skemmti- lega stemningu þegar ljósið endur- kastaðist af grýlukertum og svört- um hamrinum. þa Friðarkerti lýstu upp Ólafsvíkurenni Samband íslenskra kristniboðs- félaga í samstarfi við Póstinn safn- ar nú notuðum frímerkjum. Heiti verkefnis er: „Hendum ekki verð- mætum!“ Söfnunin stendur til 31. janúar 2017 og er tekið við frí- merkjum og umslögum á pósthús- um um land allt. Skorað er á ein- staklinga og fyrirtæki að skila not- uðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum pósthúsum. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við frímerkjum á af- rifum og stökum frímerkjum. Ágóðinn fer til menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu auk menntunar barna í flóttamannabúðum í Mið-Austur- löndum í gegnum skólasjónvarp. Árið 2016 skilaði frímerkjasöfn- un Kristniboðssambandsins um 3,8 milljónum króna. Þeir fjármunir voru m.a. notaði til að byggja fram- haldsskóla í Pókot í Keníu, styðja fátæk börn í Addis Abeba, höfuð- borg Eþíópíu og kenna fullorðnum að lesa í Suður-Eþíópíu. mm Notuðum frímerkjum safnað til hjálparstarfs 52 nemendur voru brautskráð- ir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 21. desember síðastliðinn. Við at- höfnina flutti Dröfn Viðarsdótt- ir annál, Elínborg Egilsdóttir ný- stúdent flutti ávarp fyrir hönd út- skriftarnema og Sævar Freyr Þrá- insson fyrrum nemandi skólans flutti ávarp. Hrefna Berg Péturs- dóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2016. Við athöfnina fluttu útskriftarnemarnir Hjördís Tinna Pálmadóttir, Hrefna Berg Pétursdóttir, Margrét Brandsdóttir, Ólafía Laufey Pétursdóttir og Sig- urlaug Rún Hjartardóttir nokkur lög. Þær fluttu einnig nokkur jóla- lög fyrir athöfnina ásamt Birgi Þór- issyni sem lék undir á píanó. Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lok- in og óskaði þeim gæfu og velfarn- aðar. Viðurkenningar: Eftirfarandi nemendur hlutu verð- laun og viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga. Alexandra Bjarkadóttir fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Verkalýðsfélag Akraness); fyrir ágætan árangur í íþróttum (Omnis Verslun) og fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið). Atli Vikar Ingimundarson fyrir góð störf að félags- og menning- armálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Bakir Anwar Nassar fyrir ástund- un og framfarir í námi (Norður- ál). Dóra Marín Karvelsdóttir fyrir ágætan árangur í frönsku (Íslands- banki á Akranesi). Elínborg Egilsdóttir fyrir ágæt- an árangur í raungreinum (Gáma- þjónusta Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmál- um (Minningarsjóður Karls Krist- ins Kristjánssonar). Elmar Gísli Gíslason fyrir góð störf að félags- og menningarmál- um (Minningarsjóður Karls Krist- ins Kristjánssonar). Finnur Ari Ásgeirsson fyrir góð störf að félags- og menningarmál- um (Minningarsjóður Karls Krist- ins Kristjánssonar). Harpa Rós Daníelsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku og þýsku (FVA). Hjördís Tinna Pálmadóttir fyrir ágætan árangur í íslensku og sögu (Penninn Eymundsson Akranesi); fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Elkem Ísland) og fyrir ágætan ár- angur í þýsku (Þýska sendiráðið). Hrefna Berg Pétursdóttir fyr- ir ágætan árangur í félagsgreinum (Rótarýklúbbur Akraness); fyrir ágætan árangur í íslensku (Lands- bankinn á Akranesi) og fyrir ágætan árangur í dönsku og þýsku (FVA). Ólafía Laufey Steingrímsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku og félagsgreinum (Soroptimistasystur á Akranesi) og fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið). Óli Heiðar Arngrímsson fyr- ir ágætan árangur í rafiðngreinum (Meitill og GT Tækni). Sólrún Sigþórsdóttir fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Íslands- banki á Akranesi). Þórey Petra Bjarnadóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (Norður- ál) og fyrir ágætan árangur í stærð- fræði (Skaginn). fva/grþ/ Ljósm. Myndsmiðjan/ Guðni Hannesson. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Hrefna Berg Pétursdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2016. Hér er hún ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.