Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Page 18

Skessuhorn - 04.01.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201718 Ásgeir Ragnarsson, Grundarfirði: „Íþróttaafrekin standa upp úr“ „Íslenska landsliðið í fótbolta stóð sig frábærlega á árinu og við megum vera stolt af því. Svo var ég mjög ánægður með golfar- ana Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Þær stóðu sig mjög vel,“ segir Ásgeir Ragnarsson framkvæmda- stjóri flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf. Ásgeir leik- ur sjálfur golf og segist hafa fylgst vel með árangri þeirra. Hann bætir því við að vel hafi gengið hjá fyrirtækinu á árinu. „Við höfum verið svo heppin með veður. Sumarið var yndislegt og haustið hefur verið gott. Það var bara fyrst núna í kringum jólin sem einhverjar ferðir hafa raskast, veðurfarið hefur verið gott og þetta eru fyrstu lægðirnar sem eru að raska ró okkar. Allt hefur gengið vel á árinu og við höfum ekki lent í neinu tjóni.“ Hann segir þó íþróttaafrekin standa upp úr. „Ég varð vitni að því þeg- ar Ísland vann Austurríki og það er eitthvað sem hægt er að lifa á alla ævi, það er ekki víst að svona augnablik komi aftur. Svo er mjög ánægjulegt að sjá hvað stelpurnar eru að standa sig vel.“ Aðspurður um árið 2017 segir hann nýja árið leggjast vel í sig. „Við vorum nýverið vitni að því að tvö sjávarútvegsfyrirtæki hérna á svæðinu unnu mál gegn Landsbankanum. Þetta voru góðar fréttir bæði fyrir bæjarfélögin og fyrirtækin hér í kring, sem eru að þjónusta þessi fyrirtæki. Það eina sem maður sér nei- kvætt núna er sjómannaverkfallið. Það hefur mikil áhrif á okkar rekstur og við vonum að það leysist fljótt á nýju ári. Það lifa allir á sjávarútvegi á þessu svæði, öll þjónustufyrirtækin hérna. Þann- ig að maður vonar að verkfallið leysist sem fyrst - allra vegna.“ Halldóra Jónsdóttir, Akranesi: „Panamaskjöl og kosningar standa upp úr“ Halldóra Jónsdóttir á Akranesi segir Panamaskjölin og kosn- ingarnar bæði hér heima og í Bandaríkjunum standa upp úr á árinu sem var að líða. „Það er ótrúlegt að Donald Trump skyldi verða 45. forseti Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem maður hefði ekki getað ímyndað sér, þegar maður þekkir til hans skoðana og athafna. Svo fannst mér hryðjuverk víða um heim setja svip sinn á þetta ár, eins og til dæmis við ströndina í Nice í Frakklandi, ásamt fleiri atburðum sem hafa vakið hjá manni óhug og staðið upp úr.“ Halldóra segir að hér heima finnist henni vaxandi ferðamannastraumur standa upp úr og það sé hið besta mál. „Og ævintýri karlalandsliðsins á Evr- ópumótinu í fótbolta og „húh-ið“ Það er eitthvað sem maður gleymir ekki, þetta mun maður muna í tengslum við þetta ár,“ rifjar hún upp. Halldóra er forstöðumaður Bókasafns Akra- ness og segir hún að breytingar hafi verið á afgreiðslutíma safnsins. „Það voru einnig tímamót í starfsemi safnsins þegar keypt var sjálfsafgreiðsluvél sem tengist breyttum starfshátt- um. Vélin miðar að því að viðskiptavinurinn geri þessi auð- veldu verk og að við fagfólkið séum betur fær um að veita sér- hæfðari þjónustu.“ Þá nefnir hún að sumarlestur barna hafi gengið mjög vel í sumar. „Þetta var í ellefta sinn sem við stóð- um fyrir því og það lásu 146 börn að meðaltali átta bækur á meðan á lestrinum stóð. Við áttum gott samstarf við fyrirtæki í bænum sem gera þetta enn skemmtilegra enda eru marg- ir sem styðja þetta verkefni hjá okkur. Ég hef góða trú á því að niðurstöður næstu Písakönnunar verði okkur í hag ef þetta heldur áfram,“ útskýrir Halldóra. Hún segist jafnframt vera stolt af samstarfsfólki sínu. „Það vinnur gott verk og er stöð- ugt að huga að því verkefni sem okkur ber í vinnunni, að efla læsi barna.“ Á persónulegri nótum segir Halldóra að samverustundir með fjölskyldunni standi upp úr á árinu 2016. „Og veiðiferðir, bæði á sjó og landi með skemmtilegum veiðifélögum.“ Hún segir veðurfarið á árinu 2016 hafa verið mjög undarlegt. „Það vakti mann til umhugsunar um hvernig við umgöngumst jörð- ina. Ég held að þetta sé svolítið sem við jarðarbúar þurfum að huga vel að. Ég óttast viðhorf Donalds Trump í þessum efnum en hann virðist halda að það hafi ekkert að segja að vanda sig í umhverfismálum.“ Nýtt ár leggst vel í Halldóru. Hún heldur að árið verði mjög gott og telur margt benda til þess. „Það er loksins að fæðast ríkisstjórn sem er svolítið öðruvísi og ég hef væntingar til þess að fleiri viðhorf komist upp á borðið. Nýi forsetinn okkar leggst einnig vel í mig, hann er einn úr okkar röðum. Mér finnst að forsetinn eigi að vera þannig, þannig að ég lít björtum augum til framtíðar með hann sem forseta og með íþróttafólkið okkar sem vann frábær afrek á árinu og heldur því eflaust áfram. Að skemmta okkur og auka hróður Íslendinga.“ Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfirði: „Það er ekki bara myrkur, það er líka mikið ljós“ Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði tekur í sama streng og margir aðrir í sambandi við veðrið á nýliðnu ári. „Það sem stendur upp úr er þetta ótrúlega sumar sem varði langt fram á vetur.“ Hún segir það þó ekki alls kostar gott, því loftslags- breytingar veki ugg, sem og pólitísk þróun og stríð í heimin- um. „En á sama tíma er svo margt gott að gerast. Það er ekki bara myrkur, það er líka mikið ljós,“ segir hún. Sigurborg seg- ir að í sínu persónulega lífi hafi 2016 verið gott ár. „Ég fékk spennandi tækifæri í verkefnum í þátttöku almennings víða um land og nýt þess að kenna jóga og 5Rytma dans, ásamt því að fást við sagnalist. Við hjónin leigjum út eina íbúð til ferða- manna, á Bjargi hér í Grundarfirði, og þar eru gestir glaðir. Ég sjálf og fólkið mitt vorum við ágæta heilsu og það skiptir mestu,“ segir Sigurborg. Sigurborg segist hafa mjög góða tilfinningu fyrir nýja árinu og hefur trú á að það marki tímamót. „Á heimsvísu er það spennandi verkefni að minnka óttann og auka gleðina. Og þó ég ætli mér nú ekki að bjarga heiminum, eins og ég ætlaði þegar ég var unglingur, þá geta allir lagt eitthvað jákvætt af mörkum.“ Á nýju ári mun Sigurborg hefja nám í markþjálfun, til að hrista upp í sjálfri sér og fá innblástur fyrir störfin sín. „Mér fannst ég vera farin að staðna og þá er nauðsynlegt að stíga inn í eitthvað nýtt. Svo ætla ég að njóta stundanna með fjölskyldu og vinum, leggja inn á heilsubankann og umfram allt að rækta gleðina!“ Gissur Tryggvason, Stykkishólmi: „Fótboltinn og karfan standa upp úr“ „Það er fótboltinn sem stendur upp úr. Árangur Íslendinga á EM, það var ansi mikið afrek,“ segir Gissur Tryggvason í sam- tali við Skessuhorn. Hann bætir því við að Íslendingar hafi einnig staðið sig vel í körfuknattleik í vetur. „Svo þetta góða veður í allt sumar, það er eftirminnilegt,“ segir hann. Aðspurður um nýja árið er hann ekki viss með væntingarn- ar. „Ég veit það nú ekki. Það er vonandi að það fari að mynd- ast ríkisstjórn. Þá ætti allt að ganga upp og ef við fáum góða stjórn, þá er mikið fengið.“ Sjöfn Inga Kristinsdóttir, Hólmakoti: „Heyskapur gekk mjög vel“ Sjöfn Inga Kristinsdóttir segir margt standa upp úr á nýliðnu ári. „Við fórum til dæmis með eldri borgurum til Vestmanna- eyja í einn dag og sú ferð var æðisleg. Þetta var mjög vel heppn- uð ferð og hún er eitt af því sem stendur upp úr á árinu,“ seg- ir Sjöfn Inga. Þá segir hún fermingardag barnabarnsins einn- ig eftirminnilegan. „Nafna mín, sem er fædd í Svíþjóð, kom til landsins og fermdist með frænda sínum. Þetta var á heildina lit- ið mjög gott ár. Heyskapur gekk til dæmis mjög vel, við heyjuð- um mikið meira en oft áður og þetta var gott hey.“ Sjöfn Inga segir nýja árið leggjast mjög vel í sig. „Dóttir mín er að koma heim til Íslands eftir að hafa búið úti í fjögur ár þar sem hún var í námi. Ég á sex dætur og tvo syni, þetta er mikið ríkidæmi. Ég er rík kona og það er yndislegt þegar börnunum gengur vel.“ Horft til baka og litið til nýja ársins Gott veður, forsetar, barnalán, hlaupagikkir og fleira kemur við sögu Nú þegar árið 2017 er gengið í garð er vel við hæfi að líta til baka og velta fyrir sér árinu sem var að ljúka. Líkt og undanfarin ár leitaði Skessuhorn til nokkurra valinkunnra Vestlend- inga víðsvegar að úr landshlutanum og spurði þá spurninga um árið sem leið. Var fólk spurt að því hvað stóð upp úr á árinu sem var að líða og hverjar væntingar til nýja ársins væru. Svör- in létu ekki á sér standa og voru flestir sammála um að 2016 hefði verið ánægjulegt og gott ár. Er það í samhljómi við svörin sem bárust við spurningunni á vef Skessuhorns yfir hátíðirnar og lesa má um á blaðsíðu 2. Væntingar til ársins 2017 eru einnig góðar og eru Vestlendingar al- mennt bjartsýnir í upphafi árs. Ásgeir Ragnarsson í Grundarfirði segir íþróttaafrekin standa upp úr á nýliðnu ári. Halldóru Jónsdóttur fannst hryðjuverk hafa sett svip sinn á árið 2016. Á nýju ári mun Sigurborg hefja nám í markþjálfun, til að hrista upp í sjálfri sér og fá innblástur fyrir störfin sín. Gissur segir árangur íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu standa upp úr. Sjöfn Ingu Kristinsdóttur fannst fermingardagur barnabarnsins, sem býr erlendis, eftirminnilegur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.