Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Page 21

Skessuhorn - 04.01.2017, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 21 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkju- braut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend- um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Lausn á jólakrossgátunni verður birt í næstu viku ásamt nafni vinningshafa. Rödd Tónn Skyld Mörk Reyta Fræg Ker Fámáll Reiður 50 Svik Tákn Titill Kona Þung Læti Ná- kvæm 5 Duft Lesið Dvelur Lá- deyða Sigti Tína saman Mynd- un Veisla 2016 2017 Hólmi Mjöðm Ugga Sæla Núna Lummu Jaðar Rigsa Blóma- rósir Ofur Gola Þáttur Ekkert Korn Mauk Tvíhlj. Sóar Bein Stúlka Ung- dómur Kvað Brum Vær Hress Bylgja Form Sonur Meðal 1 9 Dreif Góður Dropi Tölur Suddi Ras Sat Áta Loga Kann Tónn Assa Kvika For- faðir Utan Ískrar Önugur Bardagi Mjög Skjól Klæði Ráð- vandur 8 6 Svefn Örn Kl. 3 Áa Kæpan Mas Bragur Brá Mjöður Tautar Kjánar 3 Tíu Tímabil Sund 4 Utan Fag Eðli Hætta Tangi Alltaf Toppa Ógn Vein Á fæti Æfð Lokkar 7 Óttast Þófi Fæða Ókunn Gort Óregla 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Nú um áramótin hófst að nýju lestr- arátak Ævars vísindamanns. Átakið hefur verið haldið tvisvar sinnum áður með þeim árangri að yfir 114 þúsund bækur voru lesnar. Því þótti Ævari Þór, leikara og rithöfundi, ærin ástæða til að halda áfram. Átakið stendur til 1. mars 2017 og er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk. Í lok átaksins verða dregin út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í stórhættulegri ævintýra- bók eftir Ævar (Bernskubrek Æv- ars vísindamanns 3: Gestir utan úr geimnum) sem kemur út með vor- inu hjá Forlaginu. „Þetta er lestr- arátak gert af bókaormi, til að búa til nýja bókaorma - en það er dýra- tegund sem má alls ekki deyja út,“ segir Ævar. Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nem- endur í 1. - 7. bekk lesa fylla þeir út miða á www.visindamadur.is. Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og svo verður miðinn settur í lestrarkassa sem er staðsettur á skólasafninu í hverjum skóla. Því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Þá er það nýlunda í ár að hljóðbækur, eða ef einhver les fyrir barnið, telj- ast með sem lesin bók. „Það skiptir engu máli hvort bókin sem er les- in sé löng eða stutt, teiknimynda- saga, Myndasögusyrpa eða skáld- saga - bara svo lengi sem börnin lesa. Sömuleiðis skiptir tungumál- ið sem bókin er á ekki máli. Bæk- urnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku o.s.fv. - bara svo lengi sem börnin lesa,“ segir Ævar. mm Lestrarátak til að búa til nýja bókaorma Hin söngelska fjölskylda úr Borg- arnesi; Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum þeim Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu, brugðu út af van- anum að þessu sinni og héldu ár- lega jólatónleika sína á Kanarí- eyjum. Eins og lesendur Skessu- horns þekkja hafa þau á undan- förnum árum boðið upp á tón- leika í Borgarneskirkju í aðdrag- anda jóla. Troðfyllt kirkjuna með söng og skemmtilegheitum. Nú brá hins vegar svo við að fjölskyldan var stödd erlendis og hélt jólatón- leikana í kirkju sem nefnist Templo Ecumenico, eða Sænska kirkjan, og er á Ensku ströndinni á Gran Kan- arí. Fóru tónleikarnir fram síðast- liðið miðvikudagskvöld og var þétt setinn bekkurinn. Þar sem Ingi- björg Þorsteinsdóttir gat ekki ver- ið á staðnum til undirleiks fékk fjöl- skyldan José María Curbelo píanó- leikara og píanókennara við tón- listarháskólann í Las Palmas til að annast undirleik. Fundu hann ein- faldlega á Google og settu sig í samband við hann. Olgeir Helgi segir píanóleikarann hafa staðið sig frábærlega. Að sögn tónleikagesta tókst flutn- ingurinn afar vel og setti hátíðlegan brag á jólin hjá fjölmörgum Íslend- ingum sem dvöldu ytra yfir hátíð- irnar. mm Héldu jólatónleika sína á Kanarí að þessu sinni Fjölskyldan ásamt José María Curbelo píanóleikara. Ljósm. sil. Sauðfjárbónda í Dölum Dag ur í lífi... Nafn: Bjarni Hermannsson. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý með aldraðri móður minni á Leiðólfsstöðum og á hjákonu í Búðardal. Starfsheiti/fyrirtæki: Bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Áhugamál: Að vera í sauðfjárbú- skap. Fimmtudagurinn 29. desember. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan hálf átta og það fyrsta sem ég geri á morgnanna er að fara á klósettið og tannbursta mig. Svo fæ ég mér eina brauðsneið og fer í fjárhúsin. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér brauðsneið. Ég fæ mér oftast eina eða tvær, fæ mér þá samloku. Set brauðið í ristina og borða það með smjöri og osti á milli. Það er það sem ég ét oftast áður en ég fer í fjárhúsin. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór á bílnum. Ég fór labbandi um daginn og datt á hausinn í hálku en oftast fer ég á bílnum. Það er alveg eins gott að fara á bílnum eins og að detta á hausinn! Ég var kominn í fjárhús- in klukkan átta og var þar hátt í tvo tíma. Var búinn um tíu leytið en er oftast í einn og hálfan tíma. Fyrstu verk í vinnunni: Það er að byrja að sópa jöturnar og gefa rollunum heyið, auðvitað. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Ég fer oftast í kaffi í KM klukkan tíu en sleppti því þennan dag af því að ég var lengur í fjár- húsunum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég er nú oftast bara heima hjá mér að éta í hádeginu. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá fór ég í Búðardal í bankann að borga reikninga og skrapp svo að hitta Sæmund í Vegagerðinni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að gefa rollunum seinnipart- inn. Ég reyni oftast að vera kom- inn inn um sjö leytið. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Horfði á fréttirnar og sjónvarpið, geri helst ekkert á kvöldin. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Mamma eldar bæði kvöldmat og hádegismat. Ég fékk steiktan lax og kartöflur í hádeg- inu en í kvöldmat fékk ég mér bara AB mjólk og Cheerios bland- að saman. Hvernig var kvöldið? Ég horfði bara á sjónvarpið og fór svo að sofa. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um hálf ellefu. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Horfði á fréttirnar og veðrið, fékk mér eitt mjólkurglas og eina kökusneið. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Ekkert sérstakt. grþ/ Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.