Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Síða 2

Skessuhorn - 22.03.2017, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 20172 Í dag, miðvikudaginn 22. mars, eru liðin 150 ár síðan Borgarnes varð löggiltur verslunarstaður. Tímamót- anna verður minnst með margvís- legum hætti, bæði í dag sem og á næstunni, til dæmis opnun ljós- myndasýningar í Safnahúsi Borg- arfjarðar og forsölu á ritinu Sögu Borgarness. Áhugasömum er bent á að kynna sér umfjöllun um afmælið í Skessuhorni vikunnar. Á morgun, fimmtudag, gengur í sunnan 13-20 m/s, fyrst vestan til á landinu. Snjókoma eða slydda í fyrstu, síðan töluverð rigning og hlýnar. Úrkomulítið á Norðaustur- landi. Snýst í suðvestan hvassviðri eða storm um kvöldið með éljum. Kólnar á ný. Á föstudag er útlit fyrir suðvestan 15-23 m/s og él, en hæg- ari og þurrt austanlands. Hiti 0 til 4 stig en svalara inn til landsins. Hæg- ara og úrkomuminna eftir hádegi. Vaxandi sunnanátt með rigningu vestan til um kvöldið og hlýnar í veðri. Sunnan hvassviðri með rign- ingu og súld á laugardag, en þurrt að mestu á norðanverðu landinu. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðaust- urlandi. Vestlægari áttir um kvöldið, skúrir eða él. Kólnar í veðri. Minnk- andi suðvestanátt og dálítil él á sunnudag. Léttskýjað á austurhluta landsins. Hiti 0 til 6 stig að deginum. Á mánudag er útlit fyrir sunnanátt með rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hver er eftirlætis samfélags- miðillinn þinn? Meirihluti svarenda segir Facebook vera sinn eftirlætis samfélagsmiðil, eða 53% en næst- flestir, 17%, segjast ekki nota sam- félagsmiðla. „Snapchat“ svöruðu 11%, „YouTube“ 9%. Aðrir valmögu- leikar fengu innan við 5% greiddra atkvæða. Í næstu viku er spurt: „Hvernig heldurðu að Svölu Björg- vinsdóttur muni vegna í Eurovision?“ Marta Magnúsdóttir, 23 ára Grund- firðingur, var á dögunum kjörin skáta- höfðingi Íslands. Er hún langyngsti skátahöfðingi sögunnar og aðeins önnur konan sem gegnir embættinu. Marta er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Vegna fermingablaðs BORGARFJ: Í síðustu viku var listi yfir væntanleg ferm- ingarbörn á Vesturlandi. Eitt nafn misritaðist í vinnslu blaðsins um fermingar 2017. Pilturinn á þessari mynd heit- ir Kristján Sigurbjörn Sveins- son og býr í Víðigerði í Borg- arfirði. Hann er beðinn afsök- unar á misrituninni. Þá var ritstjórn send ábending um að þrjú börn vantaði á listann. Þau tilheyra öll Staðastaðapresta- kalli og munu verða fermd af séra Guðjóni Skarphéðins- syni í Búðakirkja 17. júní kl. 13. Þetta eru þau Embla Sól Hilmarsdóttir í Lindarbrekku, Jóhanna Magnea Guðjóns- dóttir í Syðri-Knarrartungu og Jökull Gíslason á Álfta- vatni. -mm Stefnt að útboði í maí BORGARNES: Íbúafundur fór fram í fyrrakvöld á vegum sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar um fyrirhugaða viðbygg- ingu og breytingar á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Samkvæmt deiliskipulags- breytingu sem sveitarstjórn hefur samþykkt og er nú í um- sagnarferli, er gert ráð fyr- ir matsal og mötuneyti í nýju viðbyggingunni sem verður 650 fermetrar. Salinn verð- ur einnig hægt að nýta sem samkomusal. Um leið verður álma þar sem smíðastofa hef- ur verið á undanförnum árum rifin. Það er arkitektastof- an Zeppelin sem hefur unn- ið að hönnun nýju viðbygg- ingarinnar fyrir Borgarbyggð. Að sögn Geirlaugar Jóhanns- dóttur forseta sveitarstjórnar var um góðan fund að ræða á mánudagskvöldið sem um 50 manns sóttu. „Viðbygging- in verður fyrsti áfangi í breyt- ingum á innra skipulagi skóla- byggingarinnar sem stefnt er að vinna að í áföngum á næstu árum. Næstu skref eru að ljúka við endanlega hönn- un en eftir að deiliskipulags- breyting gengur í gegn í apríl verður farið í verkfræðihönn- un. Í kjölfarið verður útboð en vonir standa til að það geti átt sér stað í maí,“ segir Geirlaug sem vonast til að framkvæmd- ir geti hafist þegar skólinn fer í sumarfrí. „Bjartsýnustu spár okkar gera ráð fyrir því að taka viðbygginguna í notkun í upp- hafi næsta árs. Við erum stolt af því að þetta er að verða að veruleika og að við séum að forgangsraða í þágu barnanna okkar.“ -hlh STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Nýtt fimleikahús á Akranesi mun verða byggt við hlið núverandi íþróttahúss við Vesturgötu. Á fundi bæjarráðs síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að mæla með því í bæjar- stjórn að velja þennan stað frekar en Jaðarsbakka. Ákvörðun sína byggir bæjarráð meðal annars á umsögnum skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs. Fulltrúar Sam- fylkingar í bæjarstjórn eru fylgjandi staðsetningu hússins á Jaðarsbökk- um og greiddu atkvæði gegn þessari staðsetningu. Kristinn Hallur Sveinsson fulltrúi Samfylkingar í skóla- og frístunda- ráði greiddi atkvæði gegn þessari af- greiðslu á fundi ráðsins og lét bóka að brýnt væri að bæta aðstöðu fim- leikafélagsins og fagnaði því að ráðist verði í byggingu fimleikahúss. „Sam- fylkingin á Akranesi vill hins vegar að uppbygging fimleikahúss verði á Jað- arsbökkum. Við tökum undir sjón- armið Íþróttabandalags Akraness um að byggja Jaðarsbakka upp sem íþróttamiðstöð Akraness og að þar verði lífleg íþrótta- og menningar- miðstöð sem þjóni fjölbreyttum hóp- um með ólíkar þarfir. Samfylkingin á Akranesi telur að með byggingu fim- leikahúss við Vesturgötu tefjist nauð- synleg uppbygging á Jaðarsbökkum og tækifæri til samnýtingar fjármagns glatist,“ segir í bókun Kristins. Meirihluti skóla- og frístunda- ráðs færði þau rök fyrir ákvörð- un sinni um staðsetningu fimleika- húss við Vesturgötu að brýnt væri að bæta aðstöðu fimleikafélagsins. „Það fjármagn sem þegar er gert ráð fyr- ir í fjárhagsáætlun þessa árs og þess næsta, eða samtals 450 milljónir, fjármagnar að stærstum hluta þann kostnað sem áætlaður er við bygg- ingu fyrirhugaðs fimleikahúss miðað við staðsetningu á Vesturgötu.“ Þá segir meirihlutinn að ljóst sé að nýtt fimleikahús geti haft jákvæð áhrif á skólastarf í Brekkubæjarskóla og fyrir íbúa í þeim bæjarhluta. „Skóla- og frístundaráð leggur jafnframt til að hafin verði vinna sem allra fyrst við þarfagreiningu, hönnun og gerð uppbyggingaráætlunar um framtíð íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum og tryggt verði fjármagn til þeirrar vinnu.“ Eins og fyrr segir samþykkti svo bæjarráð síðastliðinn fimmtudag að leggja til við bæjarstjórn að fim- leikahúsið verði byggt á Vesturgötu, sbr. meðfylgjandi teikningu. mm Meirihluti með staðsetningu nýs fimleikahúss við Vesturgötu Teikning af fyrirhuguðu fimleikahúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu við Vestur- götu. Ný reiðskemma var vígð í Stykkis- hólmi við hátíðlega athöfn á laug- ardaginn. Skessuhorn greindi frá því þegar framkvæmdir hófust við skemmuna en fyrsta skóflustung- an var tekinn í byrjun júní á síðasta ári og hafa byggingaframkvæmdir gengið að óskum, að sögn Nad- ine Elisabeth Walter formanns Hesteigendafélags Stykkishólms. Notagildi skemmunar hefur nú þegar sýnt sig en þar hefur fyrsta reiðnámskeiðið þegar farið fram auk þess sem hundaeigendur hafa fengið þar inn til að námskeiða- halds. Húsnæði af þessu tagi býð- ur upp á fjölbreytta notkun og ólíka viðburði. Nýja reiðskemman er 38*16 metrar og hin glæsileg- asta bygging, byggð úr einingum frá Límtré Vírneti. Að sögn Nad- ine var kostnaður við bygginguna undir áætlun. „Það var mikil sam- vinna við þetta verkefni og dugn- aður félagsmanna sem gerði það að verkum að við erum ánægð með fjárhagslega niðurstöðu,“ sagði Nadine. Margt var um manninn við vígsluna og mikið um dýrðir. Lokkadísirnar léku listir sínar og sýndu hvað skemma á borð við þessa hefur upp á að bjóða fyrir lipra hestamenn. Þá mátti hlýða á ávörp og gæða sér á kaffi og kök- um. Síðar um daginn fóru hesta- menn í sameiginlegan reiðtúr með þátttöku á fjórða tug en um kvöldið grilluðu þeir og snæddu saman í skemmunni. Eftir það var lifandi tónlist fram eftir kvöldi. -jse/mm Reiðskemman í Stykkishólmi vígð Klippt á borðann til merkis um formlega vígslu hússins. Nadine Elisabet Walter formaður Hesteigendafélagsins Stykkishólms og Sigþór Hallfreðsson formaður byggingarnefndar hússins. Ljósm. sá. Gestir njóta sýningar og samveru. Ljósm. jse. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri óskar hestamönnum til hamingju. Ljósm. jse. Lokkadísirnar léku listir sínar. Ljósm. sá. Hestamenn sem staðið hafa í framvarðarsveit þessa verkefnis. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.