Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 9 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1251. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn 25. mars • kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn 27. mars kl. 20.00.• Samfylk• ingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Snæfellsbær Lausar leikskólakennarastöður við leikskóla Snæfellsbæjar Snæfellsbær auglýsir lausa leikskólakennarastöður við leikskóla sveitafélagsins. Í Snæfellsbæ er einn leikskóli með tvær starfsstöðvar. Starfsstöð er á Hellisandi og hin er í Ólafsvík. Leikskólarnir vinna með stærðfræði/ numicon, læsisstefna leikskóla Snæfellsbæjar og umhverfismennt. Við óskum sérstaklega eftir deildarstjóra á Kríuból á Hellisandi. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfisbréf leikskólakennara.• Stjónunarreynsla æskileg og hæfni í mannlegum samskiptum.• Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitafélaga. Nánari upplýsingar veitir Ingigerður Stefánsdóttir Leikskólastjóri leikskóla Snæfellsbæjar 4336925/26. Umsóknir sendist til Krílakot við Brúarholti 9 og Kríuból við Naustabúð 17, 360 Snæfellsbær eða á netfangið leikskolar@snb.is Umsóknarfrestur til 7. apríl 2017. „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla/grunnskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“ SK ES SU H O R N 2 01 7 Hlíðasmára 11 201 Kópavogur Sími: 534 9600 Netfang: heyrn@heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Leki kom að bátnum Sæljósi GK-2, þegar hann var staddur skammt norðvestan við Rif eftir hádegi á fimmtudaginn. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð og var þyrla send á loft. Þá voru nærliggjandi bátar beðnir að sigla að Sæljósi og Björgin, bátur Lífsbjargar, fór á vett- vang. Auk Bjargarinnar komu Sax- hamar SH og Sveinbjörn Jakobsson SH á vettvang. Þyrlunni var snú- ið við þegar ljóst þótti að búið væri að tryggja aðstæður. Einn maður var um borð í bátnum. Taug var kom- ið um borð í Sæljós GK og báturinn dreginn að landi í Rifi, fyrst af Sax- hamri en síðan tók Björgin við. Dælt var úr bátnum með dælu úr Björg- inni en þegar að bryggju var komið tók Slökkvilið Snæfellsbæjar við. mm/ Ljósm. af. Skipverja á lekum báti komið til bjargar Sæljós er hér að koma að landi í Rifi dregin af Björginni. Unnið við dælingu úr bátnum eftir að komið var til Rifs. Fernir svæðistónleikar Nótunnar 2017, uppskeruhátíðar tónlistar- skóla, fóru fram um síðustu helgi. Hátt í fimmhundruð nemendur frá tónlistarskólum af öllu landinu tóku þátt. Sjö framúrskarandi tónlistar- atriði á hverjum svæðistónleikum fyrir sig fengu sérstakar viðurkenn- ingar og verðlaunagrip Nótunn- ar. Þau atriði öðluðust jafnframt þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar, þriðja og síðasta hluta uppskeru- hátíðarinnar, sem verður haldin 2. apríl í Eldborgarsal Hörpu. Keppn- in hér á Vesturlandi fór að þessu sinni fram í Tónbergi á Akranesi. Um 40 flytjendur komu fram og voru atriðin frá Tónskóla Auðar- skóla í Dölum, Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur, Tónlistarskóla Snæ- fellsbæjar, Tónlistarskóla Stykkis- hólms, Tónlistarskóla Húnaþings vestra, Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólanum á Akranesi. Í valnefnd fyrir Vesturland sátu Birg- ir Þór Guðmundsson gítarleikari og sálfræðingur, Dóra Líndal Hjartar- dóttir tónmenntakennari og söng- kona og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri. Eftirtalin atriði voru valin í úr- slitakeppni Nótunnar í Hörpu: Dixon Oktettinn frá Tónlistar- skólanum á Akranesi sem var skip- aður söngvurunum Ara Jónssyni og Hjördísi Tinnu Pálmadótt- ur, Sigurði Jónatan Jóhannssyni á trompet, Eiði Andra Guðlaugssyni á saxófón, Huga Sigurðarsyni á raf- bassa, Guðjóni Jósefi Baldurssyni á trommur og Guðjóni Snæ Magn- ússyni á rafgítar. Eðvarð Lárusson var hópnum til stuðnings og lék á píanó. Mariann Rähni frá Tónlistar- skóla Bolungarvíkur en hún lék á píanó. Aron Ottó Jóhannsson söngvari frá Tónlistarskóla Ísafjarðar. mm Svæðistónleikar Nótunnar fóru fram um helgina Dixon Oktettinn frá Tónlistarskólanum á Akranesi verður fulltrúi Vesturlands í aðalkeppninni. Ljósm. Toska.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.