Skessuhorn - 22.03.2017, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201712
Sigurganga liðs Leiknis/Skáneyjar
hélt áfram í Vesturlandsdeildinni í
hestaíþróttum en keppt var í gæð-
ingafimi í Faxaborg á föstudaginn.
Þetta var fjórða mótið í röð sem liðið
hreppti liðsplattann fyrir bestan sam-
eiginlegan árangur í grein kvöldsins.
Nú leiða því Reykdælingar keppn-
ina með yfirburðum og eru í dágóðri
stöðu hvað framhaldið varðar nú
þegar tvær keppnisgreinar eru eftir.
Það var Haukur Bjarnason með Ísar
frá Skáney sem hafði sigur í gæðinga-
fiminni með 6,74 stig. Önnur varð
unnusta hans Randi Holaker á Þyt
með 6,69 stig og Siguroddur Péturs-
son þriðji með 6,61 stig. Í einstak-
lingskeppninni nægði þriðja sætið
Siguroddi til að halda forystu sinni,
en hann er nú með 25 stig. Jöfn í
öðru sæti eru þau Haukur og Randi á
Skáney með 24 stig en frændsystkin-
in Konráð Valur og Berglind á Laug-
arvöllum eru í sætunum þar á eftir.
Staðan í liðakeppninni er nú
þessi:
1. Leiknir/Skáney - 187,5 stig
2. Berg/Hrísdalur - 153 stig
3. Snókur/Cintamani - 109 stig
4. Fasteignamiðstöðin - 96,5 stig
5. Gufudalur/Arnbjörg/Söðulsholt -
90 stig
6. KB/Fígaró/Mosi ehf. - 48 stig.
mm/ Ljósm. iss.
Samfelld sigurganga Leiknis/Skáneyjar
Haukur Bjarnason og Ísar urðu efstir á
föstudaginn.
Verðlaunahafar í gæðingafiminni.
Andrés Ingi Jónsson, alþingismað-
ur VG í Reykjavík, hefur lagt fram
fyrirspurn á þingi til umhverfis-
ráðherra um kostnað almennings
við förgun óumbeðins ruslpósts.
Andrés Ingi segir fyrirspurn sína
sprottna vegna umræðna á sam-
skiptasíðunni Betri Reykjavík. „Þar
hefur mikið verið rætt um ruslpóst
og meðal annars er velt upp þess-
ari spurningu: „Hvað ætli fari mörg
tonn af óumbeðnum „fríblöðum“
og ruslpósti ólesin beint í tunnu á
dag í Reykjavík?“
„Ég bý svo vel sem þingmaður
að geta komið svona vangaveltum
í farveg sem skilar svörum. Þess
vegna setti ég af stað fyrirspurn til
ráðherra um fríblöð og fjölpóst.
Mikilvægt mál sem þarf að skoða
af fullri alvöru,“ segir Andrés á Fa-
cebooksíðu sinni. Í fyrirspurninn
kallar þingmaðurinn eftir svörum
ráðherra um hversu mikið af papp-
ír ráðuneytið áætli að hafi borist
inn inn á hvert heimil undanfar-
inn áratug vegna dreifingar fríblaða
og auglýsingaefnis sem þeim fylgir.
Vill hann jafnframt vita hvort ráð-
herra telji það eðlilegt að viðtak-
endur óumbeðinna blaða, bækl-
inga og annars efnis beri kostnað
af förgun þess pappírssorps sem
af því leiðir. Jafnframt spyr hann
hvort umhverfisgjöld séu lögð á frí-
blöð og auglýsingaefni sem dreift
er endurgjaldslast og óumbeðið.
Vill hann að skoðuð verði innleið-
ing umhverfisgjalds á fríblöð og
auglýsingaefni þannig að viðkom-
andi dreifiaðilar myndu sjálfir kosta
förgun þess sorps sem fríblöð og
annar ruslpóstur ber með sér inn á
heimili almennings.
mm
Vill skoða að lagt verði
umhverfisgjald á ruslpóst
Veturinn 2013 - 2014 var ráðist í
miklar breytingar á Sundlaug Snæ-
fellsbæjar. Ásamt því að lagfæra hús-
næðið var það opnað þannig að það
var gert bjartara auk þess sem úti-
svæði með tveimur heitum pott-
um, vaðlaug og barnarennibraut var
útbúið. Seinna bættist svo við kald-
ur pottur. Mikil ánægja íbúa hefur
verið með þessa bættu aðstöðu. Sýn-
ir það sig best á þeirri miklu fjölgun
sundlaugargesta síðan breytingun-
um lauk. Árið 2014 voru gestir sund-
laugarinnar 9.030 en árið 2015 voru
þeir 19.480. Fjölgunin hefur svo
haldið áfram því á síðasta ári voru
sundlaugargestirnir 23.071. Ekki er
hægt að skrifa alla þessa aukningu
á ferðamenn og því ljóst að heima-
menn eru orðnir duglegri að sækja
laugina eftir breytingarnar. þa
Gríðarleg fjölgun gesta í
Sundlaug Snæfellbæjar
Það var nóg að gera hjá strákunum
á Magnúsi SH síðastliðinn fimmtu-
dag. Voru þeir að gera klárt á neta-
veiðar og ætluðu að leggja á mánu-
daginn. Sögðu þeir að gott væri að
fá nokkra daga til að slípa sig sam-
an og rifja upp netataktana frá síð-
ustu vertíð en þeir fara á netarallið
sem hefst eftir mánaðamótin. Þeir
voru snöggir að rifja upp taktana
og lönduðu 17 tonnum eftir fyrsta
netaróðurinn. þa
Fengu góðan afla
í fyrsta netatúr
HB Grandi mun næstkomandi
fimmtudag opna með formlegum
hætti nýja sorpflokkunarstöð við
Vesturgötu 4 á Akranesi. Tilgang-
urinn með starfrækslu stöðvarinnar
er að safna saman á einn stað öllu
sorpi sem fellur til vegna starfsemi
félagsins og dótturfélaga þess á
Akranesi. Stöðin mun draga úr urð-
un sorps og auka hlutfall til endur-
vinnslu. Fyrirmynd af sorpflokk-
unarstöðinni eru flokkunarstöðvar
sem starfræktar eru hjá fyrirtækinu
í Reykjavík og á Vopnafirði.
Við athöfn síðdegis á fimmtu-
daginn mun Vilhjálmur Vilhjálms-
son, forstjóri HB Granda, ávarpa
gesti og Sævar Freyr Þráinsson,
bæjarstjóri á Akranesi, flytja ávarp.
Lýst verður úrslitum í samkeppni
um nafn á flokkunarstöðinni sem
staðið hefur yfir meðal starfsmanna
undanfarnar vikur. Veitt verða
verðlaun fyrir bestu tillöguna. Þá
mun Bláa hernum verða veittur
fjárstyrkur frá HB Granda til frek-
ari hreinsunarstarfa, samtökin hafa
sem kunnugt er látið mikið að sér
kveða við hreinsun strandlengjunn-
ar mörg undanfarin ár, meðal ann-
ars á Akranesi.
mm
HB Grandi opnar sorpflokk-
unarstöð á Akranesi
Færeyski línubáturinn Skörin
Fd-750 landaði rúmum 32 tonn-
um í Ólafsvíkurhöfn á síðasta laug-
ardag. Er þetta þriðji færeyski bát-
urinn sem landar í Ólafsvík í vet-
ur. Allir þessir bátar eru útbúnir
með togarakössum sem hafa hing-
að til verið hífðir upp úr bátunum
og sturtað í kör á bryggjunni. Kall-
aði það á meiri mannskap en vegna
veðurs um daginn var það ekki
hægt því þá hefðu kassarnir fokið út
í buskann. Var aðferðinni þá breytt
og sturtað úr kössunum í lestinni
á bátnum og gekk það miklu bet-
ur og allir ánægðir með þetta fyrir-
komulag. Ekki er vitað hvort Skör-
in eða einhver annar færeyskur bát-
ur komi aftur en þessir bátar mega
veiða ákveðið magn á nokkrum
stöðum í íslenskri lögsögu.
þa
Þriðji færeyski línubáturinn
sem landar í Ólafsvík