Skessuhorn - 22.03.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 13
Leiksýning í Tónbergi á Akranesi
fimmtudaginn 23. mars kl. 20
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson
Miðaverð er kr. 3.500/Eldri borgarar kr. 3.000/
Kalmansvinir kr. 2.500
Miðapantanir í síma 865-8974
Miðasala í Tónbergi frá kl. 18 á sýningardegi
Gísli á Uppsölum
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
ATVINNA
Óskum eftir að ráða vana
vélamenn og bílstjóra.
Mikil verkefni framundan.
Áhugasamir hafi samband við Guðmund
sími: 860-4200 eða í tölvupósti: skoflan@simnet.is
Skóflan hf. - Faxabraut 9, 300 Akranesi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
„Það kom ekki annað til greina en að
kaupa hús hér í gamla bænum eftir
að við ákváðum að flytja í Borgar-
nes. Við vildum ekki vera í skutlinu
hér líka,” segja Flosi Hrafn Sigurðs-
son og Þórunn Kjartansdóttir sem
fluttu í Borgarnes úr Reykjavík síð-
asta sumar ásamt börnunum sínum
tveimur, Einari Jósef 5 ára og Önnu
Diljá 2 ára. Ýmislegt kom til að þau
fluttu frá Reykjavík, ekki síst ná-
lægð við fjölskyldu og hagstætt fast-
eignaverð í Borgarnesi. Á endanum
keyptu þau einbýlishús undir Skóla-
holtinu svonefnda við Skallagríms-
götu, í faðmi Skallagrímsgarðs. „Það
er varla hægt að hugsa sér betri stað-
setningu. Hér geta börnin gengið í
skólann og í íþróttahúsið og notið
umhverfisins.“
Með skrifstofu heima
Flosi og Þórunn eru bæði Vestlend-
ingar að uppruna. Flosi er 31 árs,
fæddur og uppalinn í Borgarnesi og
á ættir að rekja á Akranes. Foreldr-
ar hans eru Sigurður Már Einars-
son fiskifræðingur og Anna Steinsen
viðskiptafræðingur, búsett í Borgar-
nesi. Þórunn er 33 ára og frá bænum
Nýjubúð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi,
dóttir bændanna Kjartans Jósefsson-
ar og Sigríðar Diljá Guðmunsdóttur
sem þar búa.
Flosi er héraðsdómslögmaður og
er einn eigandi OPUS lögmanna í
Reykjavík. „Það er alls ekki fyrir-
staða að starfa í Reykjavík og búa
hér í Borgarnesi. Ég er með skrif-
stofu hér heima og vinn að jafnaði
tvo daga þar og þrjá í Reykjavík,
en þar er ég er líka með skrifstofu.
Þetta er einungis 50 mínútna akstur
sem fer vonandi minnkandi á næstu
árum,“ segir Flosi sem bindur vonir
við að einhvern tímann verði ráðist í
mannvirki eins og Sundabraut.
„Ég held að slíkt mannvirki munu
hafa mikil áhrif í Borgarbyggð og
gera sveitarfélagið að enn vænlegri
búsetukosti. Ég mun alla vega ekki
kvarta því þá get ég ekið beint af
Kjalarnesinu og niður í miðbæ þar
sem skrifstofan mín er. Þá getur
maður sleppt öllum hringtorgunum
í Mosfellsbæ sem mér finnst stund-
um vera lengsti hluti ferðarinnar,“
bætir hann við og segir mjög líklegt
að fleiri munu festa rætur í sveitarfé-
laginu ef leiðin til Reykjavíkur stytt-
ist.
Ekki slæmt að geta
gengið í vinnuna
Þórunn er þjóðfræðingur að mennt
en þegar fjölskyldan flutti í Borgar-
nes hóf hún störf sem kennari við
Grunnskólann í bænum. Hún kenn-
ir krökkum í 5. bekk þar sem hún er
umsjónarkennari. „Það leggst vel í
mig að starfa í Grunnskólanum og
þar hef ég kynnst mörgu heima-
fólki. Borgarnes er nýtt fyrir mér þó
við höfum komið hingað reglulega
á undanförnum árum til að heim-
sækja ömmu og afa. Ekki er heldur
slæmt að geta gengið nokkur skref
til að komast í vinnuna,“ segir Þór-
unn, en grunnskólinn er á holtinu
fyrir ofan hús hennar og Flosa við
Skallagrímsgötu.
„Síðan tek ég virkan þátt í starfi
þjóðfræðinga hér á landi. Síðasta
haust var ég kjörin formaður Fé-
lags þjóðfræðinga á Íslandi. Það
er ýmislegt á döfinni hjá okkur og
ber helst að nefna undirbúning ráð-
stefnu með Reykjavíkur-Akademí-
unni og Sagnfræðingafélagi Íslands.
Við munum halda hana hér í Borg-
arnesi helgina 27. – 28. maí nk. Fyr-
ir nokkrum árum stóðu félögin fyrir
árlegum ráðstefnum á landsbyggð-
inni sem lögðust svo niður. Nú er
mikill áhugi að endurvekja þær og
völdum við Borgarnes þar sem bær-
inn er vel í sveit settur auk þess sem
bærinn fagnar 150 ára afmæli í ár,“
segir Þórunn sem segir að dagskrá
ráðstefnunnar verði kynnt nánar
þegar líður á vorið.
Óhugnanlegur fast-
eignamarkaður
Það eru ýmsir þættir sem höfðu áhrif
á það að Flosi og Þórunn ákváðu
að flytja úr Reykjavík og í Borg-
arnes. Tvö atriði vógu þó þyngst
segja þau, fasteignaverð og nálægð
við fjölskyldumeðlimi. „Við bjugg-
um í tæplega 80 fermetra íbúð í fjöl-
eignahúsi í Sundahverfinu í Reykja-
vík sem við keyptum árið 2011. Það
lá fyrir að við ætluðum að stækka
við okkur og þá var spurning hvað
við myndum gera. Fasteignarverð í
Reykjavík er hins vegar í furðulegu
ástandi þessi misserin og því fór-
um við að skoða vel eignir fyrir utan
borgina. Borgarnes kom þar sterk-
lega til greina. Þar er allt til alls fyr-
ir barnafjölskyldur og svo er fast-
eignaverðið þar með þeim hætti að
við gátum keypt einbýlishús á verði
íbúðar í fjöleignarhúsi í Reykjavík.
Mismunurinn á fasteignaverðinu er
eiginlega óhugnanlegur þegar mað-
ur spáir í því,“ segja þau.
„Inn í ákvörðunina spilaði einnig
nálægð við fjölskyldumeðlimi. For-
eldrar mínir búa hér í Nesinu og
þá búa systur Þórunnar ásamt fjöl-
skyldum í Borgarfirði,“ bætir Flosi
við. „Það er líka styttra að fara vest-
ur til mömmu og pabba. Þessar að-
stæður höfðu mikil áhrif,“ segir Þór-
unn.
Íbúar geri bæinn
sjálfbæran
Þórunn og Flosi telja upp þrjár
barnafjölskyldur til viðbótar sem
hafa flust í Borgarbyggð á síðustu
mánuðum. Allir eiga það sameig-
inlegt að hafa búið á höfuðborgar-
svæðinu og að annar makinn sæki
þar vinnu. „Það hefur mikla þýðingu
fyrir okkur að búa í samfélagi eins
og Borgarnesi. Maður finnur strax
fyrir meiri nálægð við íbúa og þann-
ig finnst okkur við vera meiri hluti af
samfélaginu en í Reykjavík. Kannski
spilar inn í að við erum bæði utan af
landi,“ segja þau.
„Síðan skiptir máli fyrir íbúa í
bæ eins og Borgarnesi að rækta vel
tengslin við nærsamfélagið og leggja
af mörkum til að gera bæinn eins
sjálfbæran og kostur er. Nefna mætti
sem dæmi að versla eins og hægt er
í heimabyggð. Þannig höldum við
íbúarnir uppi þjónustustiginu og
gerum bæinn enn vænlegri til bú-
setu en ella,“ segja þau að lokum.
hlh
Varla hægt að hugsa
sér betri staðsetningu
Rætt við Flosa Hrafn Sigurðsson lögmann og Þórunni
Kjartansdóttur kennara og þjóðfræðing í Borgarnesi
Horft yfir Borgarbraut í Skallagrímsdal í Borgarnesi. Skallagrímsgarður sést til
hægri.
Þórunn og Flosi ásamt börnum sínum Einari Jósef og Önnu Dilja í stofunni heima á
Skallagrímsgötu. Ljósm. Gunnhildur Lind.