Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á kross-
gátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn
og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst-
leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða-
bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 44 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var:
„Marglitar.“ Vinningshafi er Bára Sigurjónsdóttir, Skipalóni 4, 220 Hafnarfirði.
Máls-
háttur
Venja
Fríð
Lag
Nota
Ögn
Rák
Lá
Kyn
Bíll
þreytt-
ur
Skoða
Hæðir
Rykkorn
Tóm
Úthey
Skap
Dvel
Planta
Kusk
MJór
Sæl-
gæti
Ryk Fugl Rúlluðu Vía
Lána
Nú þegar
Kræsinn
Brodd-
göltur
Starf
Flana
Nýjung
9
Laust
Troðn-
ingar
Dreifa
Þreytir
Loga
Endur-
skins-
merki
Þak-
skegg
Hægur
6
Temja
Rasa
Korgur
Læti
Hávaði
Spyr
Enn
Spil
Hólmi
4
Óvissa
Söngl
Hjól
1
Hrönn
Gola
Klípa
2 8 Öf.tvíhlj
Reka
Afana
Skinn
Gnapa
Kona
Kjarr
Keppni
Grugg
Dyntir
Rík
Ákafi
Að-
koma
Nót
Þegar
Sérhlj.
Titill
Skoða
Ílát
Flan
Taumur
Ryk
Rækta
Gljá-
húð
Metur
Rönd
Konan
Röst
Muldur
Óværa
7
Vitra Samhlj.
Titill
Jagast
Ausa
Smá-
aldin
Ætla
Norn
Þar til
Áhald
Vissa
Þegar
Vesæl
Kinka
Efni
Mynni
5
Samhlj.
Fúll
Hópur
Sk.st.
Pena
Tónn
Kvakar
3
1 2 3 4 5 6 7 8 9
B R É F A H Ö F T
Í L A U R G U R Ú
Ó H Á Ð U R M I Ð
V Ö R V N A R T A
Ö L T E D R A M B
S K L Ó L Y F T I R
K R A N S A M T F R A M I
R Ö K Æ K I Ð E I K R E M
I Ð N R E L L A F R Ú T
F R E R I A F I L A U R
S Á I R Ð Ö G N Æ T T R Ó
T O T T L A E R T I R A
O F I N F O R M I L J A R
F A N A R A S U Á U A
U A U R Ð N Á K O R T F R
D R Ó S M A N N O R Ð L O K
Ó S B U R M A R K Á R A
T Æ R R R Á M A A L T N R
M A R G L I T A RL
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Upphafs- og blómaskeið
ungmennafélaganna var
um margt stórmerkilegur
tími og aðstæður að ýmsu
leyti sérstakar. Mikið af ungu fólki í sveitum
landsins og aðstæður almennt batnandi bæði
hérlendis og erlendis. Menn barmafylltust af
ættjarðarást og gerðu flest með það í huga
að þeir væru að starfa föðurlandinu til góðs.
Hvort sem það var að moka skít eða ríða út
á sunnudögum. Víða reistu ungmennafélögin
samkomuhús og var þar ómælt unnið í sjálf-
boðavinnu. Eitt af þeim húsum var í gamni
nefnt Blíðheimur og eins og gengur voru
stúlkurnar með í huga alls konar garðrækt og
grænfóður til vítamínframleiðslu ósparlegrar.
Eitt sinn er menn riðu að því góða samkomu-
húsi mun þessi hafa fæðst:
Blasir nú við Blíðheimur.
Bygging sú er dáfögur.
Vex þar drjúgum vorhugur,
von og trú og kærleikur.
Einhver stakk upp á að breyta svo síðustu
línu í: ,,vínber, þrúgur, kartöflur“ en hins veg-
ar veit ég ekkert um höfundana og gæti verið
þökk í ef einhver vissi um þá eða gleggra um
þessi mál. Í Glugganum sem er sjónvarpsdag-
skrárblað á Blönduósi er gjarnan vísa vikunn-
ar og eitt sinn var þessi merkt S.H. en enga
hugmynd hef ég um tilefnið eða hvað á undan
var gengið:
Gleymið ei að Guðmundur
gæti verið litblindur.
Áður var hann ágætur
en eitthvað misjafnt hagmæltur.
Ýmsir hafa gaman af að halda saman göml-
um vísum og um þá tómstundaiðkun sagði
Þórarinn Þorleifsson:
Oft það gaman eykur mér,
ánægjuna prísum,
að tína saman til hvað er
af tækifærisvísum.
Eftir að Jón Gunnarsson flutti frá Gröf í
Víðidal að Böðvarshólum í Vesturhópi sendi
Þórarinn honum þessa jólakveðju:
Vona ég af valdastól
Vísir himna slyngur.
Gleðileg þér gefi jól
gamli Víðdælingur.
Þegar Þorleifur Jónsson, faðir Þórarins, lést
orti Björn S Blöndal:
Húnvetnsk snilldarlipur ljóð
leika færri um bláinn.
Þau eru dofnuð þeirra hljóð
Þorleifur er dáinn.
Meðan hvorki sýklalyf né sýklar voru eins
þróuð og nú er orðið dugði oft að bera eitt-
hvað sótthreinsandi í sárin eða að minnsta
kosti var það látið duga. Ingvar Hannesson
skrifaði á Brennslusprittglas:
Blönduósshéraðs brennsluspritt
bakteríum varnar.
Klínir því á kaunið mitt
Kristján Arinbjarnar.
Kristján Árnason, sem við Borgfirðingar
kennum við Kistufell en Skagfirðingar við
Skálá, hugsaði til endalokanna og þess sem þá
tæki við er hann kæmi að dyrum Himnaríkis:
Ég stansaði lasinn og lúinn
við ljómandi gullið hlið.
Hikandi heilsaði Pétri;
„Hér sérðu Kidda smið“.
Hann virti mig ekki viðlits
en vindli í muninn stakk.
Á skjánum leiftraði letur;
,,Lykilnúmerið takk!
Tuttugu stafa tala
er táknið sem um er spurt“.
Þegar ég gapti og þagði
þá sagði Pétur: ,,Burt“!
Ekki veit ég um hvern Teitur Hartmann
orti eftirfarandi en það er eiginlega betra að
vera laus við að fá svona skeyti. Líka er svo
sem óvíst hvort sá hinn sami hefur komist alla
leið að hinu gullna hliði eða snúið við í miðri
brekku samkvæmt leiðarlýsingu Davíðs Stef-
ánssonar:
Hvað er að tala um hugsun hans,
hún er öll á reiki.
Yfirkokkur andskotans
eldi hann og steiki.
Stundum hendir það söngvara að fara eitt-
hvað frjálslega með texta sem þeir syngja. Það
dæmi sem fer hvað mest í taugarnar á mér er
misþyrming Helga Björnssonar í textanum
,,Ríðum, ríðum“ sem Skagakvartettinn flutti
á sínum tíma. Ætla ekkert að gagnrýna söng-
inn sem slíkan enda hef ég engin efni á því.
Hallmundur Kristinsson velti fyrir sér hvern-
ig útkoman gæti orðið ef menn syngju alltaf
eftir því sem þeir heyrðu úr óskýrum fram-
burði annarra í söng:
Þú hreina svarta bindið mitt
við hörmum spilltra vanda.
Fram laðar kvartett trosið sitt,
þá er hér naumast andað.
Ég finn mér innst í hálsi hrjá
- svo marga þynnri hendir-
þar sneið af pylsu er föst á ská,
svo nú kom verri endir.
Það hefur líka gjarnan verið leikur hag-
yrðinga að spreyta sig á erfiðum rímorðum
og eitthvert sinn var þessum fyrriparti slegið
fram:
Grætur hagli heimurinn,
með hörðu vagli á auga.
Og síðan var botnað:
Eykst með sagli seimurinn
og sífelt stagl við drauga.
Eftirfarandi vísa mun vera botnuð af Rós-
berg Snædal hver sem hefur stungið að hon-
um frampartinum en Malkus heitinn sálugi
mun hafa glatað eyra sínu í skilmingum við
Pétur postula ef mig rangminnir ekki veru-
lega um Passíusálmana:
Eyrað Malkus marið fann
milli kalksteinslaga.
Salka Valka sat og spann
suður á Balkanskaga.
Fyrir sirka 90 árum eða svo sátu nokkrir
hagyrðingar í veitingahúsi við Laugaveginn
og vafalaust með einhverja vökvun á lífsblóm-
ið. Einn þeirra Maríus Ólafsson botnaði taf-
arlaust alla vísuhelminga, sem komið var með.
Kemur þá inn Jóhann Garðar Jóhannsson og
er honum sagt að þarna sé maður sem botni
alla fyrriparta og skuli hann koma með vísu-
helming og segir hann þá:
Hafi ég reynt að henda steini,
hefur hann lent á réttum stað.
Maríus botnaði óðara:
Hafirðu lofað hundi beini,
hefurðu alltaf svikið það.
Jón Ingvar Jónsson hefur oft starfað sem
leiðsögumaður og því lent í hinum ýmsustu
aðstæðum eins og gengur enda kvað hann í
rigningatíð:
Lækur tifar létt um máða stigi,
lítil buna verður mikið fljót,
það er eins og þúsund hryssur migi,
því er gott að hlaupa ögn við fót.
Sagði ég því soddan beint við frúna,
sem var hvorki ástarvæl né breim:
,,Gæfir þú mér gúmmístígvél núna
get ég þurrum fótum arkað heim“.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Lækur tifar létt um máða stigi - lítil buna verður mikið fljót