Skessuhorn - 22.03.2017, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201728
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Almennar bílaviðgerðir
Rúðuskipti
Smurþjónusta
Stjörnuviðgerðir á framrúðu
Dekkjaskipti og viðgerðir
Tölvulestur
Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is
Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin
Pennagrein
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á
Stokkseyri, sem í ár verður í sam-
vinnu við verslunina Hlað, verður
haldin laugardaginn 25. og sunnu-
daginn 26. mars frá kl. 11–18 í húsa-
kynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut
49, Stokkseyri. Þar mun Hjálmar
í Hlað og félagar sýna úrval skot-
vopna og búnað til skotveiða ásamt
sjónaukum og aukabúnaði, til sýnis
og sölu. Fjölbreytt úrval skotvopna
verður til sýnis; haglabyssur, rifflar,
skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu
tengdu skotveiðum, m.a úr einka-
söfnum. Thomas Danielsen frá Bla-
ser í Þýskalandi verður á staðnum
ásamt Arnfinni Jónssyni byssusmið
sem kynnir sýna vinnu. Kynntir
verða rifflar frá Blaser, Sauer, hagla-
byssur frá Marocchi og Blaser, sjón-
aukar frá Zeiss og Meopta ásamt
hljóðdeyfum frá Hausken, Devik og
Freyr, endurhleðsluvörum frá Hor-
nady, Redding, Lyman, Berger Bul-
lets og fl.
Einnig verða til sýnis skotvopn
og munir frá Sverri Scheving Thor-
steinssyni, Sigurði Ásgeirssyni,
Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni
fv.veiðistjóra, Sigmari B. Hauks-
syni og Drífu-haglabyssur frá Jóni
Björnssyni heitnum frá Dalvík svo
eitthvað sé nefnt. Skotvís verður
einnig með kynningu á sinni starf-
semi.
Allt áhugafólk um skotvopn og
veiðar er velkomið, aðgangseyrir er
kr.1500 og 750 kr. börn 6-12 ára.
-fréttatilkynning
Byssusýning í Veiðisafninu
á Stokkseyri
Þjóðvegir landsins eiga sér árhundr-
aða sögu, þeir hafa verið byggðir upp
og þeim við haldið af þegnunum
samkvæmt lagafyrirmælum og svo er
enn þótt þeir beri nú önnur skrán-
ingarnöfn. Þannig munu í lögum
ákvæði um að hluti gjalda af bifreiða-
eldsneyti, hluti þungskatta af bifreið-
um og hluti innflutningsgjalda af bif-
reiðum skuli renna til uppbyggingar
og viðhalds vega.
Í upphafi þessarar aldar þ.e. til
2008 var uppbygging og viðhald
vegakerfisins í viðunandi farvegi þótt
vissulega væru ekki allir ánægðir.
Við hrunið 2008 breyttist geta sam-
félagsins mjög til hins verra. Talið er
að kostnaður ríkisins (þegnanna) af
hruninu hafi numið 500 – 700 millj-
örðum og þurfti víða að leita fanga til
að mæta því. Óhjákvæmilegt reynd-
ist þá að skera mjög niður framlög
til uppbyggingar og viðhalds þjóð-
veganna þótt gjaldtaka af bifreiða-
eigendum breyttist ekki.
Því má með nokkrum rétti halda
því fram að ríkið hafi fengið neyð-
arlán hjá þjóðvegunum á árabilinu
2009 til 2014. Ekki verður hér reynt
að meta heildarupphæð lánsins en sé
miðað við vegafé fyrir hrun og á fjár-
lögum ársins 2017 annars vegar, og
vegafé 2009 – 2014 hins vegar, nem-
ur upphæðin væntanlega einhverjum
tugum milljarða.
Sem betur fer voru ekki öll fram-
lög ríkisins í kjölfar hrunsins tapað
fé. Þannig mun ríkið t.d. hafa lagt
Arion banka til
um 50 milljarða
sem horfur eru á
að verði endur-
greiddir að fullu á næstu mánuðum.
Því vakna nú eðlilega spurningar um
hvernig eigi að ráðstafa því fé. Flest-
ir virðast sammála um að fénu skul-
ið varið til að greiða niður skuldir, en
hvaða skuldir?
Við skuldauppgjör er skuldum
jafnan skipt í forgangskröfur (sem
greiða skal fyrst) og almennar kröfur.
Söfnun skulda við þjóðvegina hefur
leitt til þess að nýbyggingar vega hafa
verið mög takmarkaðar frá hruni og
viðhaldi ábótavant. Þetta er óviðun-
andi og þó enn verra fyrir mjög auk-
ið álag á vegi landsins vegna aukins
fjölda ferðamanna. Þessir ferðamenn
eru í raun bjargvættir þjóðarinnar
og meginskýring þess hve efnahag-
ur þjóðarbúsins hefur batnað hratt.
Ætla má að ástand þjóðveganna sé
eitt alvarlegasta vandamálið varðandi
þjónustu við ferðamenn og líklegast
til að spilla orðspori okkar.
Veigamikil rök hníga þannig að
því að skuldin við þjóðvegina sé for-
gangskrafa sem greiða skuli á undan
öðrum skuldum ríkisins, sé svo ætti
að nýta a.m.k. hluta þess fjár sem fæst
við sölu Arionbanka til sérstaks átaks
í vegagerð óháð nýsamþykktum fjár-
lögum.
Ari Teitsson.
- Greinin birtist fyrst í Skarpi,
9. mars 2017.
Er skuld við þjóðvegi
landsins forgangskrafa?
Pennagrein
Sveitarfélög á Íslandi eru enn of
mörg og sameining þeirra hef-
ur verið framkvæmd með eins
heimskulegum hætti og hugsast
getur – hér á sennilega að standa
„með ómarkvissum hætti“. Hún
hefur tekið áratugi og farið fram í
einhvers konar vinsældarkosning-
um þar sem markmiðið er að íbúar
hins sameinaða sveitarfélags græði
peninga. Þjónustan á að verða betri
og rekstrarkostnaðurinn lægri. En
hvað sveitarfélagið á að taka sér
fyrir hendur hefur oft verið hálfgert
aukaatriði þó einstaka sinnum hafi
rekstur stofnunar eða meðferð ein-
hverra eigna verið aðal atriðið.
Alþingi
Spaugilegast af öllu er þó að Al-
þingi – stofnunin sem setur sveit-
arfélögum reglur til að vinna eft-
ir – harðneitar að koma að sam-
einingu sveitarfélaga með öðrum
hætti en fjárframlögum sem ætlað
er að egna með fyrir kjósendur sem
tekist hefur að plata í sameiningar-
kosningu það og það skiptið. Það
er kannski ein leið til að auka veg
hins háa Alþingis að skipta út þing-
mannafrumvörpum um vínbúðir
og það hvað klukkan eigi að vera
fyrir tillögur um bætta stjórnsýslu
í landinu (og auknar refsiheimildir
til handa mannanafnanefnd!).
Skólar
Mér datt þetta í hug þegar ég sá
vitnað í sveitarstjórn Borgarbyggð-
ar sem var nú að vandræðast með
það að dýrara væri að reka mötu-
neyti í grunnskólum í dreifbýli
heldur en í Borgarnesi. Áttaði mig
reyndar ekki á því hvort markmið-
ið væri að gera reksturinn dýrari
í Borgarnesi eða ódýrari í sveit-
unum en einhvern veginn virt-
ist sumum sveitarstjórnarmönn-
um þetta eiga að kosta það sama.
Ég man að þegar ég sat í þessari
stöðu – að vera sveitarstjórnarmað-
ur í Borgarbyggð – voru menn sí-
fellt að finna að rekstri mötuneyt-
isins við Grunnskólann í Borgar-
nesi. Maturinn var ekki nógu góð-
ur, verðið var of hátt eða of lágt,
börnin þurftu að ganga of langt
og Pétur græddi of mikið. Ekki
veit ég um ávinning hótelhaldar-
ans (sumir virðast græða bæði við
það að draga andann og reka við)
en vona að áformaðar byggingar-
framkvæmdir við skólann verði
vel lukkaðar. Hver þróunin verð-
ur svo í skólamálum í héraðinu er
ekki gott að segja til um en þó er
orðið ljóst að áform sveitarstjórnar
um breytingar á skipan skólahverfa
sem voru að gerjast frá 2008 út
árið 2009 byggðu á framtíðarsýn
sem ekki hefur gengið eftir. Senni-
lega er því gott að draga lappirn-
ar og fara sér hægt þegar mönnum
sýnist lag að loka skólum.
Finnbogi Rögnvaldsson
Hugleiðingar gleymds stjórnmálaleiðtoga:
Sameinaðir stöndum vér
Pennagrein
Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem
lögð var fram fyrir árið 2017 var
lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir
2017-2020. Sú áætlun gerir ráð fyr-
ir að ríflega milljarður verði lagð-
ur í framkvæmdir og fjárfestingar á
tímabilinu. Má þar nefna endurbætur
og viðbyggingu við Grunnskólann í
Borgarnesi sem löngu tímabært er að
ráðast í. Nýjan 40 barna leikskóla á
Kleppjárnsreykjum, viðbyggingu við
leikskólann Klettaborg, útikennslu-
stofu á Hvanneyri og endurbætur
á Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
En áætlunin gerir ráð fyrir að ráðist
verði í framkvæmdir og fjárfestingar
í skólahúsnæði og íþróttamannvirki á
tímabilinu fyrir ríflega 800 milljónir.
Í samanburði er einungis gert ráð
fyrir að á tímabilinu verði lagðar um
130 milljónir í brýn verkefni eins
og götur, vegi, gangstéttir og stíga.
Og um 50 milljónum er ráðstafað í
aðra liði. Þar heyra undir slökkvilið,
áhaldahús, ferðaþjónusta fatlaðra,
ljósleiðaraverkefni o.fl.
Meirihluta sveitarstjórnar virð-
ist í fjögurra ára framkvæmda- og
fjárfestingaáætlun sem lögð er fram
skorta vilja eða getu til að leggja fram
framtíðarsýn á nýtingu fasteigna í
eigu sveitarfélagsins til framtíðar. Á
yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að
um 50 milljónir fari í viðhaldsfram-
kvæmdir. Þessi fjárveiting eins og
gefur að skilja dugar þó aðeins til að
ráðast í brýnasta viðhald á fasteignum
í eigu sveitarfélagsins. Fyrir liggur að
þörf er á endurbótum og miklu við-
haldi á flestum eignum sveitarfélags-
ins t.a.m. mörgum félagsheimilum,
félagslegum íbúðum, stofnunum sem
og viðhaldi á flest öllu skólahúsnæði.
Þetta á við um leikskólana Hraunborg
á Bifröst og Klettaborg í Borgarnesi.
Grunnskóla Borgarfjarðar á Varma-
landi, Kleppjárnsreykjum og Hvann-
eyri. Sveitarfélagið á mikið safn eigna
í Brákarey sem eru að stórum hluta í
slæmu ástandi og kostnaður við end-
urbætur myndi hlaupa á hundruðum
milljón króna ef ráðist yrði í þær.
Í upphafi kjörtímabilsins var lögð
mikil vinna í að rýna í rekstur og
eignasafn sveitarfélagsins með það að
markmiði að hagræða, bæta nýtingu
á húsnæði og selja eignir. Afrakstur af
þessari nauðsynlegu endurskipulag-
inu og sölu eigna
skilaði fljótt mikl-
um viðsnúningi í
rekstri og jákvæð-
um niðurstöðum. Því miður virðist
núverandi meirihluta með aðgerða-
leysi gagnvart samþykktum verkefn-
um og skorti á eftirfylgni með fjár-
hagsáætlun ekki vera að takast að við-
halda þessum árangri sem ætlað var
að treysta undirstöður sveitarfélags-
ins til framtíðar.
Í allri uppbyggingu og endurbót-
um á húsnæði, gatnagerð og annars
í eigu sveitarfélaginu er mikilvægt
að líta til íbúaþróunar og forgangs-
raða verkefnum. Um mikla fjármuni
er ræða og fjárfestingu til framtíðar.
Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil og
því lykilatriði að skýr framtíðarsýn
liggi fyrir til grundvallar ákvörðun-
um sem byggja á ráðgefandi þekk-
ingu um skipulagsmál og lýðfræði-
lega þróun. Annað er ábyrgðarleysi.
Guðveig Eyglóardóttir
Höf. er oddviti Framsóknarmanna í
Borgarbyggð.
Hundruð milljóna í skólahúsnæði
án framtíðarsýnar