Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 16

Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201716 Eins og greint er frá hér til hlið- ar hefur Verkalýðsfélaga Akraness gagnrýnt harðlega Norðurál og telur fyrirtækið hafa brotið á fyrr- verandi starfsmanni, sem sagt var upp í kjölfar vinnuslyss í kerskála 22. mars síðastliðinn. Var ritað um málið á heimasíðu VLFA á þriðju- daginn í liðinni viku. Í niðurlagi greinarinnar á heimasíðu verka- lýðsfélagsins er greint frá því að margir starfsmenn hafi haft sam- band við verkalýðsfélagið og lýst gremju sinni yfir uppsögninni, en einnig yfir öðrum uppsögnum sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði. Segir á heimasíðu VLFA að starfsmenn upplifi að fyrir- tækið reki óttastjórnun og harð- neskjulega starfsmannastefnu. „Einn starfsmaður sem var sagt upp eftir 6 ára starf, fékk að fjúka fyrir að segja einum liðsstjóra að „þegja“ um leið og hann bað hann að hlusta á sínar skýringar. Öðrum varð á að slá í plasthlíf á hjálmi liðsstjóra eftir að honum fannst verið talað niður til sín, en hann sá strax að sér og tók í hönd liðsstjórans og bað hann afsök- unar. Öðrum var sagt upp vegna brota á öryggisreglum en sú ástæða stóðst ekki nokkra skoðun og þá var uppsagnarbréfinu bara breytt og sagt að ástæða uppsagnar væri samskiptaörðugleikar! Sá aðili hef- ur lagt fram kvörtun til Vinnueftir- litsins vegna eineltis af hálfu yfir- manns,“ segir á heimasíðu VLFA. Þar segir enn fremur að þessir þrír starfsmenn hafi verið með með samanlagt meira en 40 ára starfs- reynslu og með flekklausan starfs- feril hjá Norðuráli, hvorki munn- legar né skriflegar áminningar og hafi aldrei valdið tjóni. No comment Við vinnslu fréttarinnar fengust þau svör hjá Norðuráli að fyrir- tækið tjái sig ekki um málefni ein- stakra starfsmanna. kgk Mikilvægt að starfsmenn upplifi ekki óttastjórnun Frá álveri Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. Landsvirkjun.is. Eins og segir í fréttinni hér að ofan er umræddur brúkrani í álveri Norð- uráls prófaður árlega af Vinnueftir- litinu og ekki hafa verið gerðar at- hugasemdir við virkni eða búnað hans. Greint er frá því í frétt Vísis frá 20. apríl sl. að öryggisbúnaður kran- ans hafi slegið út þegar slysið varð og að búnaðurinn virki ekki þeg- ar kraninn er keyrður í efstu hraða- stillingu. Í fréttinni segir að Norð- urál telji starsfmanninn sem stjórn- aði krananum, og hefur verið vik- ið frá störfum, hafa keyrt kranann óvarlega. „Það er margt sem bend- ir til þess að þessi búnaður virki ekki eins og hann á að virka undir viss- um kringumstæðum,“ segir Eyjólf- ur Sæmundsson, forstjóri Vinnueft- irlits ríkisins, í samtali við Vísi. „Bún- aðurinn er prófaður við vissar að- stæður og þar stenst hann próf- anir. Hins vegar virð- ist öryggis- búnaður slá út þegar krananum er ekið hratt. Það er ekki hægt við eftirlit að láta kranann bakka á fullum hraða og gá hvort hann stöðvist ekki örugglega þegar hann mætir öðrum krana. Við þurfum fyrst og fremst að draga lær- dóm af þessu máli og kanna þetta í þaula.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ritar um fréttina á Facebook-síðu sína. Hann segir alfarið á ábyrgð fyrirtækis- ins að búnaður virki sem skyldi, hvort sem ekið er of hratt eða ekki. „Þetta væri svipað að bremsur á bíl- um myndu hætta að virka ef hrað- inn væri kominn yfir 90 kílómetra,“ segir Vilhjálmur og segir ábyrgðina eftir sem áður liggja hjá fyrirtækinu. „Forsvarsmenn Norðuráls [geta] alls ekki sagt að það sé aðalástæðan að starfsmaðurinn hafi keyrt kran- ann óvarlega því ef öryggisbúnaður kranans hefði virkað eins og lög og reglugerðir Vinnueftirlitsins kveða á um þá hefði þetta slys ekki átt sér stað,“ skrifar hann. „Af hverju geta forsvarsmenn Norðuráls ekki viður- kennt það en vilja frekar varpa allri ábyrðinni á starfsmanninn,“ spyr Vilhjálmur. kgk Telja krananum hafa verið ekið óvarlega Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Verkalýðsfélag Akraness gagnrýn- ir Norðurál á Grundartanga og tel- ur það hafa brotið á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem sagt var upp störfum í kjölfar vinnuslyss. Hinn 22. mars varð alvarlegt vinnuslys í ál- verinu þar sem krani skall á töppun- arkrana. Við áreksturinn slóst byrði töppunarkranans, svokölluð bímg- ræja, í starfsmann með þeim afleið- ingum að hann slasaðist illa. Lá við- komandi á gjörgæslu Landspítalans í rúma viku, en líður í dag eftir at- vikum vel og er á batavegi. Krönum þessum er stjórnað af starfsmönn- um með þráðlausum fjarstýringum. Starfsmanninum sem stjórnaði kran- anum þegar slysið varð var sagt upp störfum 30. mars, átta dögum eftir slysið. Hann þarf ekki að vinna upp- sagnarfrestinn en fær hann greidd- ann. Verkalýðsfélagið er óánægt með framkomu fyrirtækisins í garð fyrrverandi starfsmanns síns, segir Norðurál ekki hafa hirt um andlega líðan viðkomandi starfsmanns eft- ir slysið og hafa varpað allri ábyrgð slyssins yfir á hann. Verkalýðsfélag- ið telur ábyrgð slyssins hins vegar liggja hjá fyrirtækinu, vegna bilunar í búnaði. Norðurál sendi síðastliðinn miðvikudag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Vinnueftirlitið hafi framkvæmt skoðun á viðkom- andi krana í kjölfar slyssins og hafi brúkraninn verið tekinn úr notkun. Hefur árekstrarvörn hans nú verið breytt samkvæmt nýjum tilmælum Vinnueftirlitsins, sem fram komu eftir að slysið átti sér stað. „Ekki um bilun í búnaði að ræða“ Á heimasíðu VLFA er greint frá því að starfsmaðurinn hafi tjáð öryggis- stjóra Norðuráls, strax eftir slysið, að hann vissi ekki hvers vegna slys- ið hefði orðið, taldi svona lagað ekki eiga að geta gerst. Tveimur dögum síðar var haft eftir fulltrúa fyrirtæk- isins í fjölmiðlum að ekkert benti til þess að slysið hafi verið vegna bilun- ar í búnaði. „Við fyrstu sýn virðist ekki hafa verið um bilun í búnaði að ræða,“ sagði Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, í samtali við Skessuhorn, 24. mars sl. og sama dag sagði hún við Vísi að „við fyrstu athugun virðist ekkert hafa verið að öryggisbúnaði.“ Sama dag, 24. mars, ritaði Gunnar Guð- laugsson, framkvæmdastjóri Norð- uráls, yfirlýsingu um slysið í Fa- cebook-hópinn „Norðurál - vinnu- staðurinn okkar,“ sem er hópur ætl- aður starfsfólki Norðuráls. Þar sagði hann meðal annars: „Þá benda próf- anir sem gerðar hafa verið á bún- aði ekki til þess að honum hafi verið ábótavant.“ Verkalýðsfélagið telur þessar yfir- lýsingar forsvarsmanna fyrirtækisins undarlegar í ljósi þess að þá voru að- eins tveir dagar liðnir frá því slysið átti sér stað. Rannsókn lögreglu og Vinnueftirlitsins hafi því rétt verið á frumstigi. „En með þessu framferði forsvarsmanna Norðuráls, að lýsa því einhliða yfir að ekkert væri að búnaðinum var allri sök varpað mis- kunnarlaust yfir á starfsmanninn,“ segir á heimasíðu VLFA. Þá má geta þess að eftir að áður- nefnd frétt Skessuhorns um slysið fór í loftið á vefnum barst blaða- manni símtal frá starfsmanni Norð- uráls. Sá vildi ekki láta nafns síns getið en fullyrti að kranarnir væru útbúnir árekstrarvörn og ómögulegt væri að keyra einum krana á annan ef búnaðurinn virkaði sem skyldi. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins sem Skessuhorn hefur rætt við hafa sömu sögu að segja. Einn starfsmað- ur hafði á orði að kranarnir kæmu útbúnir árekstrarvörn frá framleið- anda. Engin vafi um bilun í búnaði Verkalýðsfélagið kallaði eftir öll- um upplýsingum sem lágu fyrir um málið og kallaði eftir því að lögmað- ur félagsins kæmi einnig að málinu. „Við skoðun VLFA og lögmanns VLFA kom fljótt í ljós að það stæð- ist alls ekki af hálfu Norðuráls að ætla að varpa allri sök á þessu slysi á herðar starfsmannsins,“ segir á heimasíðu VLFA. „Það er skoðun Verkalýðsfélags Akraness að ekki sé neinn vafi á því að kraninn var bil- aður og ef hann hefði verið í lagi þá hefði þetta skelfilega slys aldrei orðið,“ segir á heimasíðunni og í því samhengi er vísað til reglugerð- ar um öryggisbúnað krana og lyfti- búnaðar. Þar er kveðið á um að ef tvö eða fleiri lyftitæki eru á sömu braut eða spori „skulu vera á þeim nálgunarrofar til að koma í veg fyr- ir árekstur,“ eins og segir í reglu- gerðinni. „Kjarni málsins er að þetta slys átti aldrei að geta gerst ef fyr- irtækið hefði haft búnaðinn í lagi. Því er það þyngra en tárum taki að fyrirtækið skuli hafa vogað sér að gefa út einhliða yfirlýsingu þar sem allri ábyrgðinni var varpað á herðar starfsmannsins. Í ljósi þessara stað- reynda að búnaðurinn virkaði ekki sem skyldi er eðlilegt að spyrja; hver er ábyrgð fyrirtækisins á því að okk- ar félagsmaður leið andlegar vítis- kvalir vegna þessa slyss, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu og hefur misst lífsviðurværi sitt til 14 ára,“ segir enn fremur á vef VLFA. Stjórnendur fría sig ábyrgð Þá er fullyrt á heimasíðu verkalýðs- félagsins að VLFA og lögmaður þess hafi ítrekað reynt að ná sátt í mál- inu. Meðal annars hafi verið lögð fram hugmynd að sáttatillögu sem byggðist á því að fyrirtækið viður- kenndi sína ábyrgð í málinu, það er að segja að búnaðurinn hafi verið bil- aður. „Því hefur alfarið verið hafnað af hálfu fyrirtækisins.“ Þá segir enn fremur að VLFA geri sér fulla grein fyrir því að strangar reglur þurfi að gilda um öryggismál. Þekkt sé að störf í stóriðjum geti verið hættuleg og starfsmenn þurfi að vera meðvit- aðir um þær hættur sem geta skap- ast ef ekki eru allir með fulla örygg- isvitund. „Að sama skapi gerum við þá skýlausu kröfu á fyrirtækið að all- ur öryggisbúnaður tækja og tóla sé í lagi og uppfylli lög og reglugerð- ir enda er það alfarið á ábyrgð fyr- irtækja að svo sé, eins og kveðið er á um í lögum um aðbúnað og holl- ustuhætti á vinnustöðum. Ábyrgðin þarf að gilda í báðar áttir! Það geng- ur alla vega ekki að skella alltaf „litla manninum á gólfinu“ undir fallöx- ina ef einhver óhöpp og slys eiga sér stað og fyrirtækið og stjórnendur fría sig allri ábyrgð,“ segir á heima- síðu Verkalýðsfélags Akraness. Yfirlýsing Norðuráls Norðurál sendi á miðvikudaginn, 19. apríl, frá sér yfirlýsingu vegna slyssins sem varð að kvöldi 22. mars í kerskála álversins á Grundartanga. Þar staðfestir fyrirtækið að annar brúkraninn hafi verið kyrrstæður og hinum brúkrananum hafi ver- ið ekið á hann, með fyrrgreindum afleiðingum. „Vinnueftirlitið hef- ur prófað umræddan brúkrana ár- lega, og ekki gert athugasemdir við virkni eða búnað hans. Brúkraninn var síðast yfirfarinn af Vinnueftir- litinu í ágúst 2016. Í kjölfar slyss- ins var brúkraninn tekinn úr notk- un og hefur árekstrarvörn hans verið breytt samkvæmt nýjum til- mælum Vinnueftirlitsins, sem fram komu eftir að slysið átti sér stað. Þá hefur verið farið yfir búnað og virkni annarra krana á vinnusvæði Norðuráls,“ segir í yfirlýsingu fyr- irtækisins sem send er af Sólveigu Kr. Bergmann, áðurnefndum yfir- manni samskipta. „Málið er litið al- varlegum augum og verður allt gert til að koma í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig.“ Ekki er í yfirlýsingu Norðuráls rætt um mál fyrrgreinds starfsmanns, þess sem stjórnaði krananum og var vikið úr starfi átta dögum eftir slysið. kgk Segir Norðurál varpa ábyrgð slyss á starfsmann

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.