Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Qupperneq 14

Skessuhorn - 03.05.2017, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201714 Grundarfjarðarbær Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með um 55 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. SK ES SU H O R N 2 01 7 Leikskólastjóri Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla er skilyrði Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar Hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang eigi síðar en 28. maí 2017. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta. Deildarstjóri Matráður Ráðið er í störf deildarstjóra og matráðs frá 8. ágúst 2017 eða eftir samkomu- lagi. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Sjá nánar á www.grundarfjordur.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Farið er fram á að umsækjendur allra starfa hafi hreint sakarvottorð. Umsóknarfrestur allra starfa er til 28. maí nk. Öldungamót Blaksambands Íslands fór fram um síðustu helgi í Mos- fellsbæ undir heitinu Mosöld. Leik- ið var víðs vegar um Mosfellsbæ og einnig á Kjalarnesi, en um 160 lið tóku þátt í mótinu og hátt í 500 leik- ir voru spilaðir. Liðsmenn eru 30 ára og eldri. Bresi, blakfélag ÍA, tók þátt í mótinu og sendi fjögur lið til þátt- töku í mismunandi deildum. Eitt lið keppti í 4. deild kvenna, en féll og leikur því í 5. deild á næsta ári. Ann- að lið keppti í 5. deild og hreppti silfurverðlaunin en mun leika í sömu deild á næsta ári. Þriðja liðið keppti í 9. deild kvenna og átti afar gott mót. Það sigraði alla leiki sína með góðu stigaskori, tryggði sér gullið og fór upp um deild. Þá sendi Bresi einnig lið til keppni í 10. deild kvenna og var það aðeins skipað nýliðum sem byrjuðu að æfa í vetur. Voru allir liðsmenn að keppa á sínu fyrsta móti og eru reynslunni ríkari. „Öldungamótið var stórskemmti- legt og vonandi getum við fengið að halda það einn daginn,“ segir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, formaður Bresa og liðsmaður gullverðlauna- liðs Bresa í 9. deildinni. Hún segir starf félagsins gott um þessar mund- ir. „Við erum um 30 konur, fastur kjarni, sem æfum blak að staðaldri hjá Bresa en horfum til frekari upp- byggingar á næstu árum og erum að leita að þjálfara um þessar mundir,“ segir hún og hvetur alla áhugasama til að kynna sér starfið. „Blak er mjög skemmtileg íþrótt sem bygg- ir á góðri liðsheild og fylgir mik- il hvatning,“ segir Sædís Alexía að lokum. kgk/ Ljósm. Breki. Bresi átti góðu gengi að fagna á Öldungamóti Lið Bresa sem vann til gullverðlauna í 9. deild Öldungamótsins 2017 og mun því keppa í 8. deild að ári. Silfurverðlaunahafar Bresa í 5. deild kvenna. Óhætt er að segja að íslensku þætt- irnir um Hið blómlega bú hafi sleg- ið í gegn hjá áhorfendum sjónvarps. Hér er á ferðinni matreiðsluþáttur sem skemmtir áhorfendum með áhugaverðri sögu um ungan og óreyndan bónda á smábýli sem um leið kynnir íslenska matarmenn- ingu og þá möguleika sem þar er að finna. Upptökur hafa að mestu farið fram í Árdal í Andakíl, en auk þess hefur Árni Ólafur Jónsson, sögumaður og matreiðslumeistari, farið víða um héraðið og jafnvel einnig út fyrir það. Í hinu blómlega búi er fylgst með því þegar kokkurinn Árni Ólafur lætur draum sinn um líf í íslenskri sveitasælu rætast. Hann starfaði sem kokkur á Manhattan þar sem hann lærði iðn sína, með sérhæf- ingu í franskri matargerð. Í honum blundaði þó alltaf þrá eftir því að kynnast íslenskri matarmenningu enn betur og þegar hann kynntist framleiðendunum; Bryndísi Geirs- dóttur frá Reykholti og Guðna Páli Sæmundssyni manni hennar, fóru hjólin heldur betur að snúast. Þau Bryndís og Guðni Páll höfðu lengi gengið með þá hugmynd að gera þáttaröð þar sem áhorfandinn kynnist því hvernig hægt er að lifa á landinu, auk þess sem fjölbreytt matvælaframleiðsla landsins væri kynnt til sögunnar. Úr varð að þau tóku á leigu jörðina Árdal og byrj- uðu að taka upp. Í þáttaröðinni notar Árni þá þekkingu sem hann hefur tileink- að sér í borgarlífinu og tvinnar það samanvið nýjan lærdóm, sígildar hefðir og hætti sveitalífsins til að byggja upp sitt blómlega bú. Árni gerir hvað hann getur til að fram- leiða sjálfur fjölbreytilegt hráefni á lítilli bújörð, hráefni sem hann vinnur svo með í eldhúsinu. Árni kynnir fyrir áhorfendum íslensk- an landbúnað og tekst á við helstu störf bænda í aldanna rás. Síðastliðinn sunnudag var loka- þáttur í nýjustu seríu þáttanna sýndur. Lokaatriðið var tekið upp í Þverárrétt og fylgdu meðfylgjandi myndir með kynningu þáttarins. Vert er að þakka framleiðendum og Árna Ólafi fyrir sérdeilis skemmti- lega og áhugaverða þætti. Þeir hafa ekki einvörðungu fært landsmenn nær borgfirskri matarmenningu, náttúru, hefðum og skemmtilegu fólki, heldur verða þeir auk þess frá- bær landkynning því dreifing þátt- anna er hafin víðar en á Íslandi. mm Hið blómlega bú hefur slegið í gegn Minjastofnun tilkynnti síðastlið- inn föstudag hvaða verkefni hljóta styrk úr húsafriðunarsjóði á árinu 2017. Alls voru veittir 182 styrkir, samtals að verðmæti rúmlega 168 milljónir, en sótt var um 257 styrki fyrir samtals rúmar 772 milljónir króna. Hæstu einstöku styrkirnir voru veittir til verkefna tengdum þremum friðlýstum kirkjum; Eyr- arbakkakirkju, gömlu kirkjunnar á Djúpavogi og Stóru-Núpskirkju, eða fimm milljónir. Á Vesturlandi var sótt um 21 styrk en níu voru veittir, samtals að verðmæti 5,7 milljónir króna og er það langlægsta upphæð- in eftir landshlutum. Styrkirnir eru; Hvanneyrarkirkja 500 þús- und, Leikfimishúsið á Hvanneyri 600 þúsund, Sunnuhvoll á Akra- nesi 700 þúsund, Gamla húsið í Ferjukoti í Borgarfirði ein milljón, Hlíðartúnshús í Borgarnesi 500 þúsund, Jósafatshús í Stykkishólmi 500 þúsund, Sýslumannshúsið í Stykkishólmi 500 þúsund, Norska húsið í Stykkishólmi 400 þúsund, og gamla húsið á Sauðafelli í Döl- um ein milljón króna. Þá var veittur styrkur að verð- mæti ein milljón króna vegna Gufudalskirkju í Reykhólahreppi og rannsóknarstyrkur vegna Litla- Breiðabólsstaðar í Borgarfirði að verðmæti 400 þúsund krónur. kgk/ Ljósm. úr safni. Minnst til Vesturlands úr húsafriðunarsjóði Gamla húsið á Sauðafelli í Dölum. Hvanneyrarkirkja. Norska húsið í Stykkishólmi. Gamla húsið í Ferjukoti í Borgarfirði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.