Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Side 17

Skessuhorn - 03.05.2017, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 17 Starf félagsráðgjafa á velferðar- og mannréttindasviði Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf félagsráðgjafa með megináherslu á barnavernd. Umsækjendur með aðra háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda koma einnig til greina við ráðningu. Um er að ræða nýtt 100% starf sem felst í að sinna verkefnum innan félagsþjónustu sveitarfélagsins, m.a. vinnsla og meðferð barnaverndarmála, félagsleg ráðgjöf og bakvaktir í barnavernd. Starf verkefnastjóra sýningar Byggðasafnið í Görðum á Akranesi auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra sýningar. Um er að ræða nýtt starf sem felst í stjórnun á verkefninu Ný grunnsýning, en safnið gerir ráð fyrir að opna nýja grunnsýningu á afmælisári safnsins árið 2019. Starfshlutfall er samkomulagsatriði en þó á bilinu 75-100% og starfstími 1 ár með möguleika á framlengingu. Starf verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra. Sviðið sinnir m.a. stefnumótun, eftirliti og ráðgjöf við stjórnendur í leik- og grunnskólum, tónlistarskóla og íþrótta- og æskulýðsstarfi, auk umsjón með starfsemi skóla- þjónustu og dagforeldra. Um er að ræða nýtt 100% starf sem felst m.a. í að sinna stuðningi við nýbreytni- og þróunarstarf, ráðgjöf við stjórnendur og starfs- menn og þátttaka í þverfaglegu samtarfi. Nánari upplýsingar um hæfni- og menntunarkröfur og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Akraneskaup- staðar, www.akranes.is. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með sjö þúsund íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni. Starf sálfræðings á skóla- og frístundasviði Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings við skólaþjónustu skóla- og frístundasviðs. Skólaþjónusta skóla- og frístundasviðs starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 584/2010. Starfsmenn skólaþjónustu eru sálfræðingar, talmeinafræðingur og iðjuþjálfi. Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu teymi skóla- þjónustunnar ásamt samstarfi við kennara í leik- og grunnskólum, sérkennara, almenn starfsfólk, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Starfsstöð sálfræðingsins er í Grundaskóla. Störf í grunn- og leikskólum Grundaskóli • Deildarstjóri frístundar • Íþróttakennari • Umsjónakennarar Brekkubæjarskóli • Umsjónakennarar • Starf kennara, þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í sérdeild Leikskólinn Akrasel • Leikskólakennarar • Starfsmaður á deild Spennandi störf laus til umsóknar á Akranesi Leikskólinn Teigasel • Leikskólakennarar • Starfsmaður á deild Leikskólinn Vallarsel • Deildarstjóri Leikskólinn Garðasel • Leikskólakennari Á fjölmennum fundi hjá Ferða- málasamtökum Snæfellsness sem nýverið fór fram var samþykkt að álykta gegn þeim hluta fjármála- áætlunar ríkissjóðs 2018-2022 sem snýr að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu: „Ferðamálasamtök Snæfells- ness mótmæla áformum ríkis- stjórnar um hækkun virðisauka- skatts á ferðaþjónustu. Samtökin telja að fyrirhuguð hækkun ofan á hraða styrkingu krónunnar muni hafa mjög neikvæð áhrif á rekstur og afkomu fyrirtækja og leiða til fækkunar starfa í greininni. Styrk- ing krónunar hefur þegar vald- ið því að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar ferðamanna hef- ur versnað. Sérstaklega hefur þetta áhrif á landsbyggðinni þar sem ferðamynstur er að breytast þann- ig að gestir fara í styttri ferðir og eyða minna. Þrýstingur er orðin mikill á að ferðaþjónusta lækki verð til að mæta styrkingu krónunnar og því er ljóst að neysluskatti eins og virðisaukaskatti verði ekki velt yfir á neytendur heldur munu fyr- irtæki þurfa að taka þessa hækkun meira og minna á sig. Við hvetjum ríkisstjórn til að endurskoða fjár- málaáætlun og falla frá fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferða- þjónustu,“ segir í ályktun Ferða- málasamtaka Snæfellsness. mm Hvetja ríkisstjórnina til að hverfa frá boðaðri hækkun vsk „Sérstaklega hefur þetta áhrif á landsbyggðinni þar sem ferða- mynstur er að breytast þannig að gestir fara í styttri ferðir og eyða minna.“ Myndin er af toppi Snæfellsjökuls. Ljósm. Ægir Þór hjá Summit Adventures Guides.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.