Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 20172 Næsta laugardag verða kosningar til Alþingis Íslendinga. Ástæða er til að hvetja alla til að kjósa og ef þeir eiga ekki heimangengt að kjósa utan kjörfundar. Í dag er spáð norðaustlægri átt og léttskýjuðu um suðvestanvert landið samhliða 3 til 9 stiga hita. Á fimmtudag og föstudag verður vestlæg átt 5-10 m/sek og skýjað. Úrkoma verður á föstudag og jafn- vel gæti talsvert rignt hér á Vest- urlandi. Á laugardag, sjálfan kosn- ingadaginn, er spáð norðanátt og fremur köldu, en bjart verður þó á Suður- og Vesturlandi. Norð- an heiða gæti snjóað. Á sunnudag gengur svo í sunnanátt, þykknar upp og fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið samhliða hlýn- andi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hvaða lista ætlar þú að kjósa í komandi alþingiskosn- ingum?“ Spurningin var þannig fram sett að einungis var hægt að kjósa einu sinni úr hverju tæki; síma eða tölvu. 1.357 kusu og varð nið- urstaðan þessi: D - Sjálfstæðisflokkinn 22% B - Framsóknarflokkinn 18% P - Pírata 15% V - VG 13% M - Miðflokkinn 10% S - Samfylkinguna 8% F - Flokk fólksins 3% C- Viðreisn 2% A - Björt framtíð 1% Óákveðnir voru 8% Ætla ekki að kjósa 1% Í næstu viku er spurt: Ætlar þú til útlanda í vetur? Vestlendingar vikunnar eru allir þeir sem standa að baki Fjölmenn- ingarhátíð í Rifi. Hátíð þessi er að festa sig í sessi og varpar ljósi á sér- stöðu og einkenni hinna mörgu þjóðarbrota sem hér á landi eru. Fjölbreytnin er skemmtileg og auðgar lífið. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Reyna mun á bótaskyldu fyrir dómi BORGARBYGGÐ: Í Hér- aðsdómi Vesturlands var 17. október síðastliðinn dóm- tekið mál þar sem fyrirtæk- ið Hús og Lóðir ehf. vill fá úr því skorið hvort sveitarfé- lagið Borgarbyggð er skaða- bótaskylt vegna tafa sem orð- ið hafa á byggingu hótels og íbúðablokkar við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi. Hótel- bygging er nú risin á lóðinni og fyrstu tvær hæðir íbúða- blokkar. Málið er lagt þannig fram að gerð er krafa um að viðurkennd verði fyrir dómi bótaskylda Borgarbyggðar vegna útgáfu byggingarleyfa vegna hússins, en Úrskurð- arnefnd upplýsinga- og auð- lindamála felldi það eins og kunnugt er úr gildi og bygg- ingaframkvæmdir töfðust um nokkra mánuði. Það er Hjörleifur Kvaran hjá Nor- dik lögfræðiþjónustu ehf. sem fer með málið fyrir hönd Húss og Lóða og leggur fram stefnu á hendur Birni Bjarka Þorsteinssyni, forseta sveit- arstjórnar f.h. Borgarbyggð- ar. Borgarbyggð réði Kristinn Bjarnason hrl. til varna fyrir sína hönd. -mm Tax Free dagar í verslunum AKRANES: Fimmtán versl- unar- og þjónustuaðilar á Akranesi taka höndum sam- an og bjóða Tax Free daga á Akranesi 26. til 29. október. Um áralanga hefð er að ræða í þessum verslunum, en þá gefst viðskiptavinum kostur á að minnsta kosti 15% af- slátt af vöruverði. Misjafnt er milli staða hvort fyrirtækin bjóða afslátt af öllum vörum eða völdum vöruflokkum. Hægt er að sjá þetta nánar í opnuauglýsingu í Skessu- horni í dag. -mm SÍÐASTI PÖNTUNARDAGUR ER TIL MIÐNÆTTIS Á MIÐVIKUDÖGUM. AFHENDING ER Á ÞRIÐJUDEGI Í KOMANDI VIKU. GSM: 865-2580 SMIÐJUVÖLLUM 17 300 AKRANES SÍMI: 431-2580 WWW.SANSA.IS BORGARNES OG NÁGRENNI: VIÐ MINNUM Á AÐ SANSABÍLLINN ER Á PLANINU HJÁ GEIRABAKARÍ, DIGRANESGÖTU 6 BORGARNESI Á ÞRIÐJUDÖGUM FRÁ KL. 17:00 - 18:00 - ÞÚ SÆKIR Kíktu inná SANSA.IS 1 32 Veturinn minnti á sig strax á fyrsta vetrardag þegar umferðaróhapp varð við Fróðárrif við afleggjarann upp á Fróðárheiði. Töluverð ísing myndaðist um morguninn og lík- lega hefur bílstjórinn ekki varað sig á því með fyrrgreindum afleið- ingum. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en bíllinn er væntan- lega ónýtur. þa Umferðaróhapp í vetrarbyrjun U15 ára landslið karla í knatt- spyrnu mun leika tvo æfingaleiki gegn Færeyingum um næstu helgi. Fyrri leikurinn fer fram í Egils- höll á föstudagskvöld kl. 20:00, en sá síðari verður leikinn í Akranes- höllinni sunnudaginn 29. nóvem- ber. Leikurinn á Akranesi hefst kl. 14:00 en það verður opnað inn í höllina klukkutíma fyrr, eða kl. 13:00 og öll umgjörð leiksins verð- ur fyrsta flokks. ÍA á fjóra fulltrúa í leikmanna- hópnum sem leikur við Færeyinga um helgina. Það eru þeir Árni Sal- var Heimisson, Hákon Arnar Har- aldsson, Ísak Bergmann Jóhannes- son og Jóhannes Breki Harðarson. Þjálfari liðsins er Skagamaðurinn Dean Martin. „Við óskum drengj- unum til hamingju með tækifærið og treystum því að þeir verði sjálf- um sér og félaginu til mikils sóma í þessu verkefni,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA. kgk/ Ljósm. KFÍA. Fjórir Skaga- piltar í U15 landsliðinu Íbúafundur var haldinn í Snæ- fellsbæ þriðjudaginn 17. októ- ber í félagsheimilinu Klifi. Fyr- ir svörum á fundinum sátu full- trúar í bæjarstjórn og var Ásbjörn Óttarsson fundarstjóri. Á fundin- um fór Kristinn Jónasson bæjar- stjóri yfir fjármál sveitarfélagsins árið 2016-2017 í stórum dráttum, bæði tekjur og gjöld. Einnig fór hann yfir helstu fjárfestingar og það sem fyrirhugað er á því sviði á næsta ári. Í máli hans kom fram að bæjarfélagið er vel rekið og hafa skuldir þess lækkað síðustu þrjú ár og skuldahlutfall af reglulegum tekjum lækkað. Snæfellsbær hefur bæði á þessu ári og því síðasta staðið í mikl- um fjárfestingum og framkvæmd- um og er stefnt á að halda þeim áfram. Á fundinum spunnust mikl- ar umræður um kaup sveitarsjóðs á Gufuskálum og fyrirhugaðar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Einnig var fyrirhuguð þjónustu- miðstöð við Þjóðgarðinn rædd en skóflustunga að henni var tekin fyrir ári síðan en framkvæmdir eru ekki hafnar. Auk þess voru mál- efni Rifshafnar rædd en búið er að bjóða út vinnu við að steypa þekju þar án þess að ríkið sé búið að eyrnamerkja peninga í það. Höfn- in fjármagnar það verk sjálf til að byrja með og höfðu bæjarstjórnar- menn ekki miklar áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hluta. Ýmis önnur mál voru rædd. Mál- efni Pakkhússins í Ólafsvík bar á góma og safnið sem þar er. Tjald- stæðamál voru rædd en þeim hef- ur nú verið lokað þetta árið meðal annars vegna veðuraðstæðna enda ekki ráðlegt að auglýsa opnunar- tíma langt fram á veturinn. Vel var mætt á fundinn og greinilegt að íbúar hafa áhuga á bæjarfélag- inu sem er vel en ekki hefur ver- ið mætt svona vel á íbúafund um langa hríð. þa Vel mætt á íbúafund í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.