Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201730 Þegar gagnsæi og traust almenn- ings hefur verið aukið fylgir því óhjákvæmilega aukið traust og samvinna milli ólíkra stjórnmála- flokka inni á þingi. Allir stjórn- málaflokkar ættu nefnilega að vera að vinna að sama markmiðinu; að bæta hag almennings í landinu. Við höfum ef til vill ólíka sýn á hvern- ig er best að standa að því en það er einmitt ástæðan af hverju það er mikilvægt að hafa breiðan, ólíkan hóp fólks á Alþingi. Aðeins er liðið rúmlega ár síðan ég steig mín fyrstu skref í stjórn- málum og varð oddviti á lista Pí- rata í Norðvesturkjördæmi. Á sama tíma er ég einnig að heyja mína aðra kosningabaráttu. Lífið getur verið svo furðulegt stundum en fyrir ári síðan hefði mér aldrei dottið í hug að við Íslendingar vær- um á leiðinni inn í stjórnarkreppu sem yrði til þess að kjörtímabilið yrði stutt, enn og aftur. Segja má að hér á landi hafi eiginlega ver- ið viðvarandi stjórnarkreppa síð- an í hruninu. Eftir hrunið breytt- ust nefnilega stjórnmálin. Traust- ið hvarf. Traust milli ólíkra stjórn- málaflokka sem og traust almenn- ings til Alþingis. Ekki var lengur hægt að einfaldlega treysta og trúa því að ráðamenn þjóðarinnar væru að vinna að hag almennings og störf stjórnmálamanna voru, því miður ekki yfir allan vafa hafin. Þetta er helsta ástæðan af hverju ég vil bjóða fram krafta mína á Al- þingi og af hverju ég geri svo und- ir merkjum Pírata. Helstu áherslur Pírata eru að boða gagnsæi og ábyrgð í stjórnmálum og stjórn- sýslu, berjast gegn spillingu, auka beint lýðræði þegar það býst og vernda borgararéttindi og ein- staklingsfrelsi. Ef stjórnmálin og stjórnsýslan væru gagnsæ og al- menningur hefði aðgang að upp- lýsingum um hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka og hvernig staðið er að þeim ákvörðunum myndi traust almennings til Alþingis aukast, því ákvarðanataka og aðgerðir stjórn- valda væru einfaldlega hafin yfir vafa um spillingu og frændhygli. Þetta ætti að vera fyrsta skref nýs þings: auka gagnsæi til að auka traust. Fulltrúalýðræðið virkar mjög vel ef rétt að því er staðið. Þeir ólíku einstaklingar sem veljast inn á þing munu ef til vill aldrei allir vera sammála um einstaka málefni og því er mikilvægt að alþingismenn hafi þann kost að virða skoðanir annarra þótt þær samræmist ekki sínum eigin, taka upplýstar ákvarð- anir byggðar á gögnum og vinna saman á lausnamiðaðan hátt. Skot- grafar- og rifrildispólitík er orðin löngu úrelt. Það er tími til kominn að Alþingi rísi upp úr gamla leik- skóla leiknum þar sem heyrist: „Ég er með bláan og þú ert með bláan og þá getum við leikið. Hann er með grænan og hún er með rauð- an og þá mega þau ekki vera með,“ og segjum frekar „Ég er með gul- an, þú ert með rauðan, hann er með grænan og hún er með bláan. Komum öll og búum til regnboga saman!“ Eva Pandora Baldursdóttir Höf. er þingmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi Mig langar að færa lesendum Skessu- horns að þessu sinni þakklæti stjórn- málamanns sem hefur undanfarnar vikur verið á ferð og flugi með fé- lögum sínum um hið stóra Norð- vesturkjördæmi. Það hafa verið forréttindi mín að fá að starfa fyrir NV kjördæmi frá árinu 2013. Ég hef kynnst mörgum og margt lært. Það ber einhvern veg- inn minna á því að við sem teljumst pólitískir andstæðingar nefnum og þökkum samstarf og samvinnu okk- ar í millum. Það vil ég gera hér. Allir sem ég hef starfað með í þingmanna- hópi NV er gott fólk og vinnur af heilindum fyrir kjördæmið okkar og landið allt. Hvar sem það skipar sér í flokk. Það hefur verið góð samvinna og samstarf í þingmannahópi NV og þannig vil ég vinna þar áfram. Ég hef fengið mörg tækifæri í líf- inu. Eitt er það fá að starfa í stjórn- málum. Þar hef ég unnið að verkefn- um sem ég veit að muni til framtíðar skipta miklu máli. Ljósleiðarvæðing sveitanna er framfaramál sem skiptir máli, ekki síður en málefni háskól- anna í kjördæminu öllu. Svo mætti lengi telja. Frá því að ég settist á þing hef ég starfað í fjárlaganefnd. Þar hef ég öðlast góða yfirsýn yfir marga mála- flokka og sameiginleg verkefni okkar sem þjóðar. Ég get ekki stillt mig um að minnast þess að við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2017, sýndu þing- menn að vel má ná saman við vanda- samar aðstæður. Það var þroskandi að leiða þá vinnu. Enn ekki gengur allt upp. Það er mér mjög þungbært að vita af erf- iðleikum margra heimila sauðfjár- bænda. Þar er staðan svo alvarleg að ég óttast að fáir átti sig í raun og veru til hvers hún getur leitt – verði ekki samstaða um endurreisn sauðfjárbúskapar. Já, ég ber eins og margir ábyrgð á því. En það sem ég fagna er að ekki virðist vera ágrein- ingur á milli framboða í NV kjör- dæmi og landinu öllu að bregðast þurfi við. Það er dýrmætt. Strax að loknum kosningum verður sam- tal við bændur, afurðafyrirtæki og stjórnmálamenn að hefjast. Ég óska enn eftir stuðningi til setu á Alþingi. Siðastliðið ár hef ég verið 1. þingmaður kjördæmisins og hef sannarlega metnað til þess að ná þeim heiðurssess aftur á laugardag- inn. Við frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í NV kjördæmi erum öll sem eitt einbeitt í að vinna landi okkar og kjördæmi allt sem við get- um. Að endingu skora ég á ykkur að nýta kosningaréttinn, hann er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Haraldur Benediktsson Höf. er í oddvitasæti lista Sjálfstæð- isflokksins í NV kjördæmi Meðal sauðfjárbænda ríkir veru- leg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort af- urðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venju- legu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um fram- tíðina. Núverandi landbúnaðarráð- herra hefur lítinn skilning á hversu mikilvægt það er að ein af grunnatvinnugreinum landsins fái stuðning til að geta boðið neyt- endum heilnæma og ferska vöru. Við þurfum að styðja við bændur með aðferðum sem hvetja og að eðlileg laun fáist fyrir framleiðslu sem er í samræmi við eftirspurn á hverjum tíma. Löndin í kring um okkur hafa ýmis tæki til að tryggja að framboð og eftirspurn haldist í hendur. Við þurfum að fara sam- bærilegar leiðir. Lausnirnar Lausnirnar þurfa annars vegar að bregðast við tekjufalli bænda. Hins vegar þurfum við einnig að horfa til lengri tíma. 650 milljónir aukafjárveiting 1. þarf að koma til móts við af- urðaskerðinguna til reksturs sauðfjárbúa. Veita þarf þeim heimilum sem 2. verst verða úti afborgunarskjól með því að bjóða upp á vaxta- laus lán sem koma skuldsettum bændum yfir hjallann. Tryggja þarf Byggðastofnun fjármuni til að koma að málinu. Framsókn vill að ekki verði 3. frekari lækkanir á tollum á landbúnaðarafurðum og hafn- ar einhliða afnámi tolla. Fram- sókn vill að 100 milljónir verða tryggðar til að halda áfram með markaðsstarfið sem skil- aði útflutningi á yfir 800 tonn- um á þessu ári. Í því liggja auk þess samlegðaráhrif með öðr- um útflutningsgreinum. Til að fyrirbyggja að afurða-4. verð hrynji þá þarf að jafna eftirspurn og framboð. Í flest- um löndum er annað hvort framleiðslustýring, sem var fyrir löngu afnumin hér, eða sveiflujöfnunarverkfæri notuð. Framsókn vill að framleiðslu- stöðvar fái að vinna saman að sameiginlegu markmiði, bæði innanlands og erlendis. Slík hagræðing er ávinningur fyrir neytendur og bændur. Þekktu markaðinn Afurðastöðvarnar verða einnig að þekkja markaðinn, hvort sem er innanlands eða erlendis. Mikl- ar breytingar hafa verið á þörfum neytenda. Fólk hefur minni tíma til að elda í dagsins önn og því mik- ilvægt að afurðastöðvarnar aðlagi matvöruna að þeim breytingum, hvort sem er m.t.t. stærða pakkn- inga og framreiðslu matvöru. Mörg þúsund afleidd störf eru tengd vinnslu á landbúnaðarvörum og eru undirstaða byggða víða um land. Skammtímavandinn er auðleyst- ur strax. Þessar lausnir miða að því að sauðfjárbændur geti starfað án óvissu um afkomu sína og heimili. Getum við ekki öll verið sammála um það? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skipar 1. sæti í Suðurkjördæmi Ásmundur Einar Daðason, skipar 1. sæti í Norðvesturkjördæmi Eftir fáa daga eiga landsmenn þess kost að kjósa sér að nýju fulltrúa til setu á Alþingi, aftur og nýbúnir. Um hvað skyldu þessar kosningar annars snúast, hver eru helstu baráttumál- in? Mörgum vefst eflaust tunga um tönn. Allt eins? Þeir sem leggja eitthvað við hlustir og fylgjast með fjölmiðlaumræðunni eru margir á báðum áttum. Í fljótu bragði virðast helstu áherslumál vera giska lík og eins hjá öllum flokkum, örlítð mismunandi eftir stöðu hvers um sig. Allir lofa betri kjörum, betri hag fyrir alla, betri heilbrigðisþjón- ustu, hamingjusamara Íslandi. Virðing og traust Erum við kannski komin á þann stað að vera að kjósa um traust og virð- ingu? Líklega er óþarfi að tíunda að þegar virðingu gagnvart þingmönn- um ber á góma er ekki úr háum söðli að detta. En það er miklu meira í þessu hugtaki, virðing. Það er virð- ing fyrir vinnubrögðum, fyrir lýð- ræðinu, fyrir öðru fólki. Sjálfsvirð- ingu og stolti kjósenda, íbúanna í þessu landi er jafnvel misboðið og á hvorutveggja hefur reynt umtalsvert á síðustu misserum gagnvart stjórn- völdum. Allir frambjóðendur sem leita eftir stuðningi almennings til starfa á vettvangi Alþingis verða að mínu áliti að skoða hug sinn vel og gera betur en forverarnir að þessu leyti og bæta raunverulega um bet- ur. Svikin loforð Við stöndum reyndar á tímamótum nú eins og svo oft áður. Það eru sterk öfl í samfélaginu sem vilja gjörbreyta þeirri sýn sem jafnaðarmenn hafa. Við eigum yndislega þjóð, greinda, menntaða og í stórum dráttum heið- arlega. Við viljum trúa og treysta náunganum. Aftur og aftur höfum við hrekklaus trúað stjórnmálaöflum sem lævíslega taka sér í orði stöðu við hlið jafnaðamanna örfáum vik- um fyrir kosningar og tala af tungu- lipurð um dýrmæt gildi sem við jafn- aðarmenn tölum fyrir ár út og ár inn. Loforðin eru svo hunsuð jafnharðan að loknum kosningum. Kosninga- baráttan sem nú er senn á enda er engin undantekning. Ég undirstrika bara þetta: Varist eftirlíkingar, rifjum upp, skoðum söguna. Hver hafa ver- ið hin raunverulegu baráttumál þess- ara flokka? Hverjir hafa fengið bestu sætin við kjötkatlana? Eru það aldr- aðir, öryrkjar, námsmenn, barnafólk, almennir launþegar? „Kæri kjósandi“ Í þessu sambandi er vert að rifja upp persónulegt bréf Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins sem hann sendi eldri borgur- um þann 22. apríl 2013. Þar lofaði hann að kjaraskerðing sem aldrað- ir urðu fyrir 2009 í kjölfar hrunsins yrði afturkölluð. Hann hét því að afnema eignaskattinn, sömuleiðis að lækka fjármagnstekjuskattinn og líka að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Ekkert af þessu hefur flokkur hans staðið við þrátt fyrir að vera í lykilað- stöðu allt þetta tímabil. Er nema von að spurt sé, hvort hægt sé að treysta stjórnmálaflokki af þessu tagi. Mannúð Jafnaðarstefnan er líklega áhrifa- mesta stjórnmálahugmynd í okk- ar heimshluta síð- ustu hálfa aðra öld. Það er reyndar oft haft á orði að við Íslendingar séum innra með okkur flestir jafnaðar- menn, aðhyllumst hugsjónir um mannúð, virðingu, jöfnuð og rétt- læti til handa sérhverjum manni. Þetta eru grundvallarstef og við jafnaðarmenn höldum þeim sleitu- laust á lofti í orði og verki, öndvert við ýmsa aðra stjórnmálaflokka. Venjulegt fólk Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin er ekki kerfisflokk- ur. Hann er ekki flokkur sérhags- munahópa, ekki útvegsmanna, ekki bændasamtaka, ekki sjávarút- vegsforkólfa og ekki forráðamanna viðskiptalífsins. En hann er hins- vegar hagsmunaflokkur allra þeirra sem innan þessara vébanda starfa, venjulegs fólks. Flokkurinn tek- ur sér stöðu meðal þeirra og ekki annarra. Hjartað á réttum stað Við fáum að nota okkar dýrmæta lýðræðislega rétt eftir fáa daga í kosningum til Alþingis. Baráttu- mál okkar jafnaðarmanna eru enn á sömu lund, vörn og sókn fyrir venjulegt fólk en ekki þrönga sér- hagsmuni. Er ekki tækifærið ein- mitt núna, að taka nýja ákvörðun, ferska og djarfa – já, og láta hjart- að ráða för. Guðjón S. Brjánsson. Höf. skipar 1. sæti á lista Sam- fylkingar í NV kjördæmi Um hvað er kosið? Um gagnsæi, spillingu, traust og samvinnu Með góðri kveðju Framtíð sauðfjárbænda Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.