Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 18
18 ALÞINGISKOSNINGAR X-2017 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþing- ismaður frá Suðureyri við Súganda- fjörð, skipar oddvitasætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hver er konan? „Ég er alþýðukona sem er sveitastelpa í mér og vil reyna að leggja mitt af mörkum til þess að gera samfélagið réttlátara og betra fyrir almenning í landinu,“ segir Lilja í samtali við Skessuhorn. „Ég er alin upp í sjávarþorpi og sveit og hef haft það að leiðarljósi að fylgja eftir minni sannfæringu, hlusta á aðra og ég vil vera sanngjörn. Ég er þrjósk og fylgin mér og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ég get verið skemmtileg þegar vel liggur á mér,“ bætir hún við. „Alhliða uppbygging innviða“ Að sögn Lilju eru innviðir stóra áherslumál hennar flokks á lands- vísu. „Vinstri græn leggja áherslu á að farið verði í alhliða uppbygg- ingu innviða landsins, velferðar- kerfið verði eflt og tryggja verður að allir búi við mannsæmandi kjör. Tryggja verður húsnæðisframboð á viðráðlegum kjörum um allt land, að búið verði betur að öldruðum og öryrkjum og barnafólki og fæðing- arorlofið verði lengt í 12 mánuði,“ segir hún. „Við leggjum áherslu á öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og rannsóknir og nýsköpun. Við viljum að útfærsla á stjórn fiskveiða stýrist af hagsmunum allra byggða í landinu og hafi að leiðarljósi sátt, byggðafestu og atvinnuöryggi. Efla þarf strandveiðar og skapa þarf for- sendur í kerfinu fyrir nýliðun. Vinstri græn vilja standa vörð um öflugan, innlendan og sjálfbæran landbúnað, matvælaframleiðslu og matvælaiðnað á grundvelli þeirrar stefnu sem flokkurinn hefur mótað. Um leið og nýtt þing og ný ríkis- stjórn tekur til starfa þarf að ráðast í aðgerðir vegna þess bráðavanda sem steðjar að sauðfjárræktinni og þar með byggð á stórum svæðum.“ „Vesturland hefur mikla framtíðarmöguleika“ En hver telur hún vera brýnustu hagsmunamál íbúa á Vesturlandi? „Það þarf að efla Heilbrigðisstofn- un Vesturlands og löggæsluna og styrkja og standa vörð um fram- haldsmenntun og verknámið og háskólana á svæðinu,“ segir Lilja. „Hvalfjarðargöng verði gjald- frjáls á næsta ári. Mikilvægt er að hraða vegaframkvæmdum og koma bundnu slitlagi á héraðs- og tengi- vegi. Einbreiðum brúm verði út- rýmt og brýnt er að breikka Vest- urlandsveg,“ segir hún. „Mikilvægt er að efla ferðaþjónustu og að aukin innviðauppbygging verði í kring- um náttúruperlur. Snæfellsjökuls- þjóðgarður verði efldur og rann- sóknir auknar á lífríki Breiðafjarðar í gegnum Náttúrustofa Vesturlands og Hafró. Mikilvægt er að stuðla að nægu framboði á húsnæði á við- ráðanlegu verði og að styrkja stoðir fjölbreytts atvinnulífs. Ljúka verð- ur uppbyggingu háhraðatenginga og að þriggja fasa rafmagn standi til boða í sveitum. Brýnt er að jafna orkukostnað. Vesturland hef- ur mikla framtíðarmöguleika í upp- byggingu og byggja verður á styrk- leikum svæðisins með heimamönn- um,“ bætir Lilja við. Aðspurð um úrslit kosninganna spáir Lilja því að Vinstri græn fái þrjá þingmenn kjörna í Norðvest- urkjördæmi, Sjálfstæðisflokkur tvo en Framsóknarflokkur, Píratar og Samfylkingin einn þingmann hver flokkur. kgk Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Leggjum áherslu á innviði, eflingu velferðarkerfis og mannsæmandi kjör“ „Ég var skírður Guðjón Svarfdal Brjánsson og er alþingismaður þeg- ar þetta er skrifað,“ segir Guðjón. Hann skipar efsta sætið á lista Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi fyrir komandi alþingiskosn- ingar. „Ég lauk stúdentsprófi frá MA, félagsráðgjafanámi frá Sosi- alhøgskolen í Stavanger, Noregi, stundaði um eins árs skeið stjórn- unarnám á öldrunarsviði í Flórída og lauk mastersnámi í lýðheilsu- fræðum (MPH) við Nordiska hög- skolan for folhälsovetenskap í Gautaborg. Ég hef búið á lands- byggðinni mestan hluta ævinnar og um það bil helming þess tíma á því landsvæði sem nú heitir NV-kjör- dæmi og þekki því vel til og hagi fólks almennt. Ég er kvæntur eð- alkonunni Dýrfinnu Torfadótt- ur gullsmið. Synirnir eru tveir og barnabörnin fimm,“ segir hann. „Ég hef marga galla eins og kon- an getur eflaust vitnað um. Ég er líklega ekki góður í neinu, hef þó notið þess að vinna með öðru fólki og skapa liðsheildir á vinnustað, virkja fólk og ýta undir styrkleika. Síðan hef ég gríðarlegan áhuga á ís- lenskri tungu en framtíð hennar er áhyggjuefni. Það er ótrúlega gam- an að hnoðast með texta og nýta sveigjanleika málsins. Ég er arfas- lakur í stærðfræði og að fara með tölur. Mitt mottó er að leita lausna, afgreiða mál, reyna að vera glaður og geðprúður.“ Áhersla á velferðarmálin Hver eru helstu áherslumál Sam- fylkingarinnar á landsvísu fyrir komandi kosningar? „Það eru vel- ferðarmálin almennt sem fráfar- andi ríkisstjórn vanrækti því mið- ur þrátt fyrir hástemmd loforð og ákall almennings. Átak í heil- brigðisþjónustu, málefni barna- fjölskyldna, öryrkja og aldraðra. Uppbygging menntamála, jafn- rétti kynjanna, styrking löggæslu að ógleymdum samgöngumálum sem er eitt helsta jafnréttismál byggðanna. Ég get nefnt fleiri at- riði en aukinn jöfnuður, bættur hagur láglaunafólks brennur mikið á mér og að stuðla að stöðugleika, ekki bara í þágu þeirra sem best eru settir í samfélaginu, en þeir hafa setið í öndvegi í ranni ríkis- stjórnar á undanförnum árum,“ segir Guðjón. Hvað varðar brýnustu hags- munamál íbúa á Vesturlandi seg- ir Guðjón að þau séu að stærstum hluta þau sömu og landsmanna allra. „Það má segja að það séu öll þau sem að ofan eru talin,“ segir hann en setur samgöngumál þó m.a. á oddinn. „Við þurfum að bæta samgöngurnar í öllu kjör- dæminu, aðstæður eru mjög mis- munandi þó. Hvalfjarðargöng- in verða gjaldfrjáls á næsta ári og þá tekur við nýr kafli. Kjalarnes- ið þarf að byggja upp sem dæmi. Við þurfum að hafa alla anga úti hvað varðar fjölbreytta atvinnu- starfsemi og gæta að því að bæði kyn og fjölskyldufólk fái tækifæri til starfa. Umhverfismálin eru mér líka hugleikin og í þeim felast margar áskoranir á næstu árum,“ segir hann. „Guð láti gott á vita“ Beðinn um að spá fyrir um úrslit kosninganna stendur ekki á svör- um. „Hér legg ég spilin á borð- ið og birti mína villtustu drauma,“ segir hann. „Sviðsmyndin lítur þá svona út. Tveir kjördæmakjörn- ir þingmenn fyrir Samfylkingu og einn uppbótarþingmaður. Einn þingmaður Framsóknar, einn þing- maður frá íhaldinu, tveir frá VG og einn Pírati. Guð láti gott á vita,“ segir Guðjón að endingu. kgk Lilja Rafney Magnúsdóttir er oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Guðjón S. Brjánsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Fráfarandi ríkisstjórn vanrækti velferðarmálin“ Guðjón S. Brjánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Járniðnaðarmaður Óskum eftir járniðnaðarmanni eða manni vönum véla- og járnsmíði í fullt starf. Upplýsingar veitir Björn á netfanginu bjorn@stalsmidjan.is eða í síma 660-3537. Atvinna á Grundartanga SK ES SU H O R N 2 01 7

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.