Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201722 Stefnumót matarframleiðenda og veitingasala á Vesturlandi fór fram síðastliðinn fimmtudag í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Mannamótið var skipulagt af Matarauði Vest- urlands, verkefni sem stutt er af Sóknaráætlun Vesturlands. Það var Signý Óskarsdóttir verkefn- isstjóri sem skipulagði og stýrði samkomunni ásamt verkefnis- stjórn. Þessi samkoma var fyrst og fremst hugsuð til að efla tengsl- anet þeirra sem framleiða og vinna með mat úr vestlensku hráefni. Í upphafi var boðið upp á nokkra örfyrirlestra og gestir sögðu með- al annars frá matartengdri ferða- þjónustu á Vesturlandi og nýsköp- un. Meðal þátttakenda var Land- búnaðarháskóli Íslands, Matís og Ljómalind. Þá voru dekkuð borð þar sem framleiðendur í lands- hlutanum kynntu það sem þeir eru að framleiða og selja. Veitingarnar voru í senn fjölbreyttar, snyrtilega fram bornar og góðar og greini- legt að nýsköpun er mikil innan greinarinnar. mm/ Ljósm. mm & bg. Matarframleiðendur af Vesturlandi komu saman Jón Guðmundsson garðyrkjumaður á Akranesi á spjalli við Signýju Óskarsdóttur verkefnisstjóra Matarauðs Vesturlands. Ljósm. bgTveir matgæðingar. Magnús í Kræsingum og Keli Vert í Langaholti. Álfheiður Marinósdóttir heldur býflugur sér til gamans í Bjargslandi í Borgarnesi. Á Stefnumóti kynnti hún þrjár gerðir hunangs, úr búum sem staðsett eru á þremur mismunandi stöðum; í Borgar- nesi og á Hvanneyri. Glöggt mátti finna bragðmun milli þeirra en hunangið endurspeglaði þann gróður sem flugurnar sækjast í. Systkinin Halldóra Lóa og Helgi Eyleifur Þorvaldsbörn eru að hefja undirbúning ísframleiðslu í Brekkukoti sem verður seldur undir vöruheitinu Laufey. Á bás Landnámsseturs Íslands var í boði grafið ærfile, glettilega gott. Áslaug Þorvaldsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir og Svava Svavarsdóttir. Jóhanna á Háafelli segir Ragnhildi Sigurðardóttur frá geitaafurðunum. Þarna sýndi hún meðal annars geitaosta. Ýmislegt góðgæti frá Langaholti. Fremst er reykt rauðspretta á rúg- brauði með eggi. Ljósm. bg. Gómsætar snittur frá Sif í Helgafellssveit. Framsetning var glæsileg. Hér er birkireyktur og grafinn silungur úr Skorradal. Ljósm. bg Um fimmtíu stóðu að kynningum á Stefnumótinu, en auk þess komu margir við og fengu smakk af því besta sem í boði er.Hulda og Ingibjörg heimasætur í Skorradal kynntu reyktan og grafinn silung.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.