Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 16
16 ALÞINGISKOSNINGAR X-2017 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 Gylfi Ólafsson skipar oddvitasæt- ið á lista Viðreisnar í Norðvestur- kjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Hver er maðurinn? „Ég er 34 ára Ísfirðingur. Ég er lærð- ur grunnskólakennari, hef unnið í ferðaþjónustu og fór svo í hag- fræði og síðar heilsuhagfræði sem ég starfaði við í Svíþjóð og á Ís- landi fram til kosninganna 2016. Ég er kvæntur og faðir tveggja lít- illa barna. Ég nota skíðagöngu til að halda skrokknum í skikkan- legu formi og hef mér það helst til frægðar unnið að hafa unnið Ís- landsmeistaratitil í skíðaskotfimi 25 ára og yngri. Það var frækilegur sigur, einkum þegar litið er til þess að þá hafði ég aldrei snert byssu áður, en þeir tveir sem ég sigraði höfðu gert það einu sinni hvor,“ segir Gylfi í samtali við Skessu- horn. Áherslu á efnahags- og jafnréttismál Aðspurður um helstu áherslumál Viðreisnar á landsvísu segir Gylfi þau vera efnahagsmál og jafnrétt- ismál. „Í fyrsta lagi vil ég nefna ís- lensku krónuna. Veik króna bitnar á launafólki og neytendum en sterk króna bitnar á útflutningsgreinum, ekki síst nýsköpunarfyrirtækjum. Verðtryggingin er bein afleiðing þessa óstöðugleika, sem jafnframt veldur því að vextir eru hér him- inháir. Krónan er þannig bæði dýr fyrir fólkið í landinu og fyrirtæk- in í landinu,“ segir hann. „Í öðru lagi eru það jafnréttismál. Við- reisn beitir sér fyrir þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Við settum launajafnrétti á dagskrá stjórnmál- anna með jafnlaunavottun og nú viljum við beina kastljósinu að kjör- um kvennastétta. Birtingarmynd- ir jafnréttis eru margar. Kynbund- ið ofbeldi er jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks,“ segir Gylfi. „Í þriðja lagi er það stjórn- málamenningin, sem verður að endurspegla ábyrgð og auðmýkt; að lofa ekki því sem ekki er hægt að standa við og að geta viðurkennt mistök,“ bætir hann við. „Bæta þarf nærþjónustu úti á landi“ Hvað varðar málefni Vesturlands segir Gylfi heilbrigðismálin vera þar ofarlega á baugi. „Þar hefur nýlega náðst góður áfangi í að nýtt húsnæði dvalarheimilisins í Stykk- ishólmi er komið á framkvæmda- áætlun, en betur má ef duga skal. Í stuttu máli þarf að bæta nærþjón- ustu úti á landi, en einnig þarf að auðvelda aðgengi landsbyggð- arfólks að sérhæfðri þjónustu í Reykjavík. Þar skiptir ferðakostn- aður, uppihald og vinnutap miklu en þessir þættir eru mun þyngri í buddu landsbyggðarinnar,“ segir Gylfi. „Sjávarútvegurinn og aðrar útflutningsgreinar þurfa stöðugra gengi og finna mjög fyrir dynt- um krónunnar. Sérstaklega eru minni og meðalstórar útgerðir við- kvæmar fyrir tugprósenta sveifl- um í tekjum og gjöldum. Á Vestur- landi og Snæfellsnesi sérstaklega er áberandi hve mjög svæðið byggir á minni útgerðum. Og áfram þarf að efla innviði, en á Vesturlandi eins og á landinu öllu má það ekki ger- ast með óhóflegum lántökum,“ segir hann. Hvernig telur hann að þing- sæti Norðvesturkjördæmis munnu skiptast að loknum kosningum? „Ég finn að málflutningur okk- ar, vinnubrögð og mannval nýtur meiri hylli með hverjum deginum. Ég trúi því að Viðreisn fái kjörinn mann og að staðan verði að öðru leyti svo: A: 0, B:2, C:1, D:2, F:0, M:0, S:1 og V:2,“ segir Gylfi Ólafs- son að endingu. kgk Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar: „Krónan er bæði dýr fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu“ Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Bergþór Ólason er oddviti Mið- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hver er maðurinn? „Ég er blanda af Skagamanni og Borgnesingi, með dassi af Hólmara og Húnvetn- ingi í mér. Móðurfjölskyldan er frá Akranesi en föðurfjölskyldan frá Bálkastöðum í Hrútafirði,“ segir Bergþór í samtali við Skessuhorn. „Varðandi kostina, þá held ég að ég geti sagt að ég sé duglegur og fylginn mér en ætli helsti gallinn sé ekki sá að hafa í gegnum tíðina átt erfitt með að segja nei, sá ávani er sem betur fer að rjátlast af mér,“ segir hann. „Ég var framkvæmda- stjóri Loftorku í Borgarnesi til síð- ustu áramóta, þegar við feðgarnir seldum reksturinn þar. Áður en ég kom að endurreisn Loftorku árið 2009 hafði ég meðal annars starf- að á fjármálamarkaði og sem að- stoðarmaður samgönguráðherra 2003-2006,“ bætir hann við. Endurskipulagning fjármálakerfisins Hver eru helstu áherslumál Mið- flokksins á landsvísu? „Helstu áherslumálin eru endurskipulagn- ing fjármálakerfisins, með áherslu á að ná niður vöxtum. Byggða- stefnan okkar, sem við köllum „Ís- land allt“ er mikilvægur þáttur í þeim áhersluatriðum sem við setj- um á oddinn. Við ætlum okkur að lækka tryggingagjald með sérstaka áherslu á fyrstu 10 starfsmenn í hverju fyrirtæki. Það er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið og þar með heimilin í landinu,“ seg- ir Bergþór. „Við hjá Miðflokkn- um ætlum að ýta úr vör stórtæk- um plönum hvað uppbyggingu innviða varðar bæði út um landið allt og líka hvað varðar tenging- ar við höfuðborgarsvæðið, eins og t.d. Sundabraut og breikkun veg- arins um Kjalarnes og norður fyrir Borgarnes,“ bætir hann við. Spurður hver hann telji brýn- ustu hagsmunamál íbúa á Vestur- landi nefnir Bergþór einnig end- urskipulagningu fjármálakerfis- ins. „Lækkun vaxta er lykilatriði, að hér takist að endurskipuleggja fjármálakerfið þannig að það virki vel fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Lækkun tryggingagjalds er mikilvægt mál og þær áherslur sem við leggjum í byggðamálum eru sérstaklega hagfelldar þessu kjördæmi,“ segir hann. Bergþór kveðst ekki vilja setjast í stól spámannsins og geta sér til um mögulega skiptingu þingsæta í Norðvesturkjördæmi. „Það er hópur manna og kvenna á launum við það, best að láta þau um spárn- ar. Lykilatriðið er að á þing velj- ist fólk sem er tilbúið að vinna af festu fyrir kjördæmið,“ segir Berg- þór Ólason að endingu. kgk Hjördís Heiða Ásmundsdóttir er 29 ára og skipar 2. sætið á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyr- ir komandi alþingiskosningar. Hver er konan? „Ég er 29 ára, móðir ynd- islegrar stelpu á 13. ári sem er ljós mitt og stolt. Ég er í sambúð og bý í Borgarnesi. Ég hef búið síðastliðin ár á Vesturlandi, fyrst í Grundarfirði en síðastliðin fjögur ár í Borgarnesi. Sambýlismaður minn er úr Borgar- nesi og öll móðurættin hans er það- an. Ég skipa 2. sæti á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi,“ segir Hjördís í samtali við Skessu- horn. „Ég var fullfrísk og orkumikið barn og unglingur, var mikið í íþróttum og æfði mikið. Ég varð ófrísk 16 ára, en vegna mistaka í fæðingu hef ég þurft að eiga við króníska verki síðan ásamt krömpum, doða og máttleysi. Ég hef síðastliðin ár þurft að not- ast við hjólastól dagsdaglega,“ segir Hjördís. „Ég hef mátt þola ýmislegt þó ung sé og vil nýta þá reynslu mína til góðs. Þrautagangan sem sjúkling- ar þurfa að þræða mánuðum saman til þess eins að fá þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum, er ekki boðleg,“ bætir hún við. En hver eru helstu stefnumál Flokks fólksins á landsvísu og hver telur hún vera brýnustu hagsmuna- mál íbúa á Vesturlandi? „Við búum í litlu en ríku landi, með gríðarlega möguleika. Við erum fámenn þjóð og ættum öll að geta lifað mann- sæmandi lífi. Enginn á að þurfa að draga eða jafnvel sleppa því að leita sér lækninga, eða tannlækninga af fjárhagslegum ástæðum og þurfa að gera upp á milli að kaupa mat eða lyf. Það hef ég upplifað á eigin skinni,“ segir Hjördís. „Ég brenn fyrir rétt- læti í landinu og jöfnum tækifær- um fyrir alla. Styrkjum grunnstoðir landsins og innviði þess til muna,“ segir Hjördís að endingu. kgk Hjördís Heiða Ásmundsdóttir skipar 2. sætið á lista Flokks fólksins: „Brenn fyrir réttlæti í landinu og jöfnum tækifærum fyrir alla“ Hjördís Heiða Ásmundsdóttir skipar annað sætið á lista Flokks fólksins. Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins „Lækkun vaxta er lykilatriði“ Bergþór Ólason er oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.