Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201736 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Sjálfstæðisflokkurinn boðar risa- átak í uppbyggingu samgöngu- mannvirkja á næsta kjörtímabili vegna þess að góðar samgöngur eru lífæð byggðanna. Með greiðfærum vegum, háhraðanettengingum og burðugum höfnum og flugvöllum eykst samkeppnishæfni byggðanna og tækifærum til verðmætasköpun- ar atvinnulífsins fjölgar. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda auk- innar velmegunar og bættra bú- setuskilyrða. Á réttri leið Á undanförnum árum hefur mið- að í rétta átt í samgöngumálum í Norðvesturkjördæmi. Ísland ljós- tengt, landsátak um uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli, er kom- ið vel á veg, framkvæmdir við Dýra- fjarðargöng eru hafnar og auknum fjármunum er nú varið í nauðsyn- legt viðhald vega og brýnar við- haldsframkvæmdir hafna. En bet- ur má ef duga skal. Verkefnin fram- undan eru stór og þörfin afar brýn. Augljóst er að auka verður fram- kvæmdahraðann verulega á næstu árum ef það á að takast að bæta samkeppnistöðu landsbyggðarinn- ar, í þéttbýli sem dreifbýli, svo um munar. Stór verkefni bíða Stóra viðfangsefnið sem við höfum verið að glíma við að undanförnu er að samgönguáætlun hefur hingað til ekki verið fullfjármögnuð. Sam- gönguráðherra hefur ítrekað bent á þá staðreynd og opnað á umræð- ur um hvernig við komust hraðar í allar þessar mikilvægu framkvæmd- ir án þess að raska markmiðum um ábyrga stjórn opinberra fjármála, en hafa verður í huga að rekstur ríkis- ins var ekki reistur við fyrr en árið 2014 með hallalausum fjárlögum. Þetta eru brýn verkefni sem bíða, eins og tvöföldun Kjalarnes- vegar, frágangur á Fróðárheiði og uppbygging Skógarstrandarvegar, Dynjandisheiðar, Vatnsnesvegar og Skagastrandavegar. Framkvæmdir í Gufudalssveit eru þar fyrir utan í algjörum forgangi. Er þá ótalin þörfin fyrir átaki í viðhaldi hafna og klæðningu tengivega í sveitum og styrkingu á innanlandsflugi. Loksins tækifæri til framkvæmda Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta 100 milljörðum við í innviðauppbygg- ingu um landið allt í ljósi þess að ríkisbankarnir hafa nú bolmagn til að greiða ríkinu þá fjármuni í sér- stakar arðgreiðslur. Þá fjármuni á að nýta, til viðbót- ar við áður áætlað- ar framkvæmdir, í að fullfjármagna samgönguáætlun og styrkja þannig samgöngur um land allt. Um er að ræða risaátak í samgöngum í Norðvesturkjördæmi sem við erum loksins komin í færi til að takast á hendur. Þessi góða staða sem við búum nú við kom ekki til af sjálfu sér. Ábyrg hagstjórn, tiltekt á efnahags- reikningi ríkissjóðs, lækkun skatta á fólk og atvinnulíf og afnám gjald- eyrishafta samhliða uppgjöri við slitastjórnir eru allt mál sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á til að hægt yrði að búa í haginn fyrir áframhaldandi árangur og uppbyggingu í íslensku samfélagi. Kosningarnar 28. október næst- komandi munu ráða miklu um það hvort okkur takist að halda áfram á réttri braut og því skiptir máli að kjósa stjórnmálaflokk sem vill og getur sett kraft í innviðauppbygg- ingu svo byggðirnar geti dafnað á eigin forsendum. Teitur Björn Einarsson Höf. er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Risaátak í samgöngum Pennagrein KOSNIN GAR 2017 Pennagrein Margt ungt fólk spyr sig þeirrar spurningar í dag. Þar á meðal ég sjálfur, en ég er á leið heim til Ís- lands eftir framhaldsnám í Kaup- mannahöfn. Til þess að fjármagna námið seldi ég íbúðina mína og stend frammi fyrir því nú þremur árum síðar að reyna að koma mér aftur inn á hús- næðismarkaðinn. Get ég það? Er það raunhæfur kostur fyrir ungt fólk sem lokið hefur námi erlend- is og þarf að ákveða hvar það vill búa? Eftir að hafa dvalið í Danmörku og Ítalíu við nám og störf er ég þeirrar skoðunar að Ísland sé best í heimi og að hér vilji ég vera. Þó Ís- land skori hátt á flestum sviðum er hér mjög dýrt að búa og óhagstæð- ara að mörgu leyti en í nágranna- löndunum. Tvennt spilar stóra rullu í þessu. Matarkarfan hér er mun dýrari og húsnæðiskostnaður er þungur í heimilisbókhaldinu. En hvað veldur? Stóri sökudólgurinn eru vextirn- ir. Á stöðum eins og Akranesi þar sem lóðaverð er lægra en í Reykja- vík, er það bygg- ingakostnaður og vextir sem mynda húsnæðisverð. Ýmislegt er hægt að gera til að lækka byggingarkostnað, en það sem meira er um vert er að lækka vexti. Dönskum samnemendum mín- um standa til boða vextir sem eru í kringum 2%, en hér á landi eru óverðtryggðir vextir 6%. Munur- inn veldur því að Danir sjá lánið sitt lækka hratt frá fyrsta degi, en á Ís- landi saxast mjög hægt á. Viðreisn talaði einn flokka fyr- ir raunhæfum leiðum til að lækka vexti í fyrra. Strax var ráðist í und- irbúning að endurmeta og leggja drög að nýrri peningastefnu þeg- ar flokkurinn settist í ríkisstjórn. Áfram mun flokkurinn beita sér í þeim málum. Með ábyrgri og raun- hæfri stefnu í gjaldeyrismálum get- um við fjölgað þeim sem flytja heim aftur eftir nám. Haraldur Sæmundsson Höf. er matreiðslumaður og skipar 3. sæti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi Get ég keypt mér íbúð? Pennagrein Ég sóttist eftir að leiða lista Bjartr- ar framtíðar í Norðvesturkjördæmi með það fyrir augum að tala máli ungs fólks, og þá sérstaklega ungra kvenna. Vegna þess að ungar konur ráða byggð, þar sem þær velja sér að búa lifnar yfir mannlífinu. Þátttaka mín í kosningabarátt- unni í fjórðungnum hingað til hef- ur bara styrkt mig í þeirri trú að rödd kvenna þurfi að heyrast betur í stefnumótun og umræðu. Til dæm- is var ekki ein einasta spurning um skólamál, heilbrigðismál eða menn- ingu í oddvitaumræðum á RÚV í liðinni viku, þar sem saman voru komnir 7 karlmenn og 2 konur sem fulltrúar framboðanna. Rætt var um vegi, virkjun og iðnað, sem er vissu- lega mjög nauðsynlegt, en ansi litað af veruleika karlmennskunnar. Ef ekki er rætt um nærþjónstu – mæðraskoðun, fæðingarhjálp, kennslu barna, félagslíf í bæjum, þorpum og sveitum, opnunartíma sundlauga, aðgengi að interneti eða menningarstarfsemi – í aðdraganda kosninga, eru hverfandi líkur á því að þau mál verði sett á oddinn hjá kjörnum fulltrúum á þingi. Það er bara svo einfalt. Björt framtíð tók meðvitaða ákvörðun um að tefla fram sterkum kvennalista í Norðvesturkjördæmi, af þeim ástæðum sem reifaðar eru hér að ofan. Einsleitni er engum til góðs, það er almenn regla. Ég hef áralanga reynslu af jafn- réttismálum, störfum að eflingu vinnumarkaðar fyrir fólk með há- skólamenntun, auk umfangsmik- illar innsýnar í félagsleg réttinda- kerfi landsins. Ég kem úr heilbrigð- isgeiranum, hef starfað bæði sjálfstætt og hjá LSH sem sjúkraþjálfari með ýmsum sjúk- lingahópum. Það veganesti óska ég eftir að fá að leggja af mörkum til að efla samkeppnisfærni Norðvest- urkjördæmis um ungt fólk, fram- tíðarlífið í fjórðungnum. Við stöllurnar í efstu sætum listans hjá Bjartri framtíð vonum að kjósendur í Norðvesturkjördæmi séu reiðubúnir að hugsa út fyrir kassann og laða til sín nýtt fólk í þjónustustörfin á Alþingi. Guðlaug Kristjánsdóttir. Höf. er oddviti Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi. Kjósum fjölbreytileika og Bjarta framtíð Pennagrein Á því stutta kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi búið við um margt sérstakar að- stæður. Haraldur, Þórdís og Teitur hafa verið einu stjórnarþingmenn kjördæmisins. Það hefur án efa um margt gert starf þeirra flókn- ara. Á þessum stutta tíma hafa þau hvert um sig og í sameiningu tek- ist á við mörg vandasöm verkefni. Þau geta öll litið stolt um öxl, þrátt fyrir stuttan tíma, enda mörg mál þokast vel áfram og önnur komist í höfn. Haraldur hefur leitt þingman- nahóp kjördæmisins sem fyrsti þingmaður og gert það vel. Í kosningunum á laugardaginn er afar brýnt að þessi samstæði hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins styrki enn frekar stöðu sína með stuðningi kjósenda kjördæmisins. Um leið aukast áhrif þeirra þegar málum er ráðið til lykta. Tryggjum Haraldi áframhaldandi sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins. Þannig verður sætið best skipað. Halldór Jónsson. Tryggjum fyrsta sæti Haraldar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.