Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 20178 Aflatölur fyrir Vesturland dagana 14. - 20. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 7.982 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 7.700 kg í einum róðri. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 12.381 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 12.381 kg í tveimur róðr- um. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 203.673 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.059 kg í einni löndun. Ólafsvík: 7 bátar. Heildarlöndun: 70.192 kg. Mestur afli: Brynja SH: 14.200 kg í þremur róðrum. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 63.791 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 24.744 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 86.895 kg. Mestur afli: Leynir SH: 32.109 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.059 kg. 17. október. 2. Helgi SH - GRU: 47.616 kg. 16. október. 3. Steinunn SF - GRU: 42.905 kg. 19. október. 4. Farsæll SH - GRU: 41.570 kg. 16. október. 5. Esjar SH - RIF: 14.833 kg. 17. október. -kgk Hljóta gæða- vottun í um- hverfismálum FAXAFLÓAHAFNIR: Faxaflóahafnir hafa fyrst- ar hafna hér á landi hlot- ið vottun á umhverfisstjór- nunarkerfi í samræmi við alþjóðaumhverfisstaðalinn ISO 14001. Kjarni staðals- ins er að vinna að stöðug- um umbótum til að draga úr umhverfislegum áhrif- um. „Með vottuninni sýn- ir fyrirtækið ábyrgð á því að minnka umhverfisá- hrif með því að nota auð- lindir skynsamlega, stuðla að minnkun á útblæstri og minnka umfang sorps en farga því sem þarf á ábyrg- an hátt,“ segir í vottun Faxaflóahafna. -mm Tvö sveitar- félög gætu fengið milljarð í arð SV-LAND: Samkvæmt fjárhagsspá sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku er gert ráð fyrir að fjárhag- ur OR og dótturfélaganna Veitna, Orku náttúrunn- ar og Gagnaveitu Reykja- víkur haldi áfram að styrkj- ast á næstu árum. „Afkoma mun batna þannig að gert er ráð fyrir að tekjuskatt- ur til ríkissjóðs á árunum 2018 til 2023 nemi tæp- lega 21 milljarði króna og að eigendum OR; Reykja- víkurborg, Akraneskaup- stað og Borgarbyggð, verði greiddur um 15 milljarð- ar króna í arð á árabilinu.“ Miðað við eignarhluti sína þýðir þetta að Borgarbyggð gæti fengið um 140 millj- ónir króna á tímabilinu og Akraneskaupstaður um 900 milljónir króna gangi þess- ar áætlanir eftir. Stjórn OR gerir ráð fyrir að verð fyrir rafmagnsdreifingu Veitna muni lækka á næstu vikum en almennt er gert ráð fyr- ir að verð á þjónustu fyr- irtækjanna fylgi annarri verðlagsþróun í landinu á spátímabilinu. Þó eru gef- in óljós fyrirheit um lækk- un annarrar þjónustu sam- kvæmt tilkynningu OR: „Möguleikar á lækkun á gjaldskrám verða kannað- ir.“ -mm Vegna bilunar í rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni hefur það ekki komist af stað í rannsóknaleið- angur sem hefjast átti í liðinni viku, þar sem m.a. átti að kanna ástand rækju og smásíldar, gera umhverf- isrannsóknir í fjörðum og veiðar- færatilraunir. „Í ljós kom að leki var í einhverjum tanki skipsins og hafði vatn komist í olíu. Eftir mikla vinnu við leit að orsökum lekans kom í ljós mikil tæring í leiðslum, veltitanki og vinnuþilfari,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Bjarni Sæmundsson er 47 ára gamalt skip, smíðað í Þýskalandi 1970. Í september síðastliðnum bilaði stjórntölva fyrir eina af vél- um skipsins. Stýrisbúnaður og að- alvélar voru endurnýjaðar 2004 og reyndust varahlutir vera ófáanlegir, en unnt var að gera við til bráða- birgða. Sú bilun tafði loðnuleið- angur sem átti að hefjast snemma í september og fyrirséð var að tafir yrðu einnig á næsta leiðangri skips- ins. „Ljóst er að viðgerð á skipinu mun taka vikur. Stofnunin hefur þegar tekið skip á leigu til að sinna rækjurannsóknum og hluta um- hverfisrannsókna. Hægt er að mæla síld fram eftir vetri og er stefnt að því eftir áramót. Þetta þýðir við- bótarkostnað vegna leigu skips og kostnaðar við viðgerðina, auk ann- ars óhagræðis,“ segir í frétt Hafró. Þegar aðalvélar Bjarna Sæmunds- sonar voru endurnýjaðar árið 2004 var fyrirhugað að gera skipið út í 10-12 ár til viðbótar. „Mjög brýnt er að fá fram ákvörðun um nýtt skip þar sem ekki er lengur hægt að treysta á Bjarna. Fjármagni sem varið er í viðgerðir á tæplega hálfr- ar aldar gömlu skipi er ekki sérstak- lega vel varið,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. mm Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson má muna sinn fífil fegurri Slökkviliði Grundarfjarðar barst útkall um eld í útihúsum á bæn- um Berserkseyri síðastliðinn mið- vikudag. Kallaði það til aðstoð- ar Slökkvilið Stykkishólms. Eldur hafði komið upp í kaffistofu sem staðsett er inni í vélageymslu á bænum, en geymslan var áður fjár- hús. Samkvæmt heimildum Skessu- horns gekk slökkvistarf vel. Tjón varð á tækjum og búnaði sem var í húsinu. Ekki er föst búseta á bæn- um og enginn í hættu þegar eldur- inn kom upp. tfk Eldur í vélageymslu á bænum Berserkseyri Lögreglunni á Vesturlandi var til- kynnt um nokkur innbrot á Akra- nesi fimmtudaginn 12. október síð- astliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði þá um nótt- ina verið brotist inn í fimm bíla og einn bílskúr þar í bæ og greipar látnar sópa. Það helsta sem tekið var ófrjálsri hendi var veski, fatnaður og verkfæri, að sögn lögreglu. Rann- sókn málsins stendur yfir. Lögregl- an á Vesturlandi vill brýna fyrir fólki að læsa bílum sínum og minnir á að það sé ágæt regla að geyma þar engin sýnileg verðmæti. Þó sökin sé alltaf þjófanna þá eru líkurnar minni á stuldi úr bílum ef þeir eru læstir. kgk Brotist inn í bíla á Akranesi Í kvöld, miðvikudaginn 25. október, munu þeir Arnór Vilbergsson org- anisti Keflavíkurkirkju, Jón Bjarna- son organisti í Skálholti, Sveinn Arnar Sæmundsson organisti á Akra- nesi og Viðar Guðmundsson organ- isti Hólmavíkurkirkju og Reykholts- kirkju koma saman og halda tón- leika í Akraneskirkju. Þeir félagar munu gefa tónleikagestum innsýn í töfraveröld orgelsins og flutt verða klassísk orgelverk en einnig dægur- lög og kvikmyndatónlist og bætast þá jafnvel fleiri hljóðfæri í hópinn. Þeir félagar stíga einnig á stokk og syngja örfá lög. Tónleikarnir marka upphaf menningarhátíðarinnar Vökudaga á Akranesi og hefjast klukkan 20. „Enginn aðgangseyrir og tilvalið fyrir fjölskylduna að skella sér á tónleika,“ segja organistarnir sem hlakkar til að sjá sem flesta. mm Fjórir fræknir organistar á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.