Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 17 MIÐFLOKKURINN NORÐVESTURKJÖRDÆMI Mótaðu framtíðina með okkur! Við ætlum að: • Endurskipulegg ja fjármálakerfið • Styðja við íslenskan landbúnað og trygg ja stöðu sauðfjárbænda • Efla verk-, tækni- og raungreinanám í skólum, bæði á framhalds- og háskólastigi. • Trygg ja að landið fari að virka sem ein heild í samræmi við Ísland allt. • Fara í stórátak í innviðauppbyggingu • Bæta vegtengingar við höfuðborgarsvæðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins Aðalbjörg Óskarsdóttir 5. sæti Norðvesturkjördæmi Bergþór Ólason 1. sæti Norðvesturkjördæmi Það var glatt á hjalla í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi síðast- liðinn föstudag. Þá fögnuðu starfsfólk og nemendur tíu ára afmæli leikskólans með opnu húsi milli klukkan 13 og 16. „Ugluklettur á afmæli. Maður verður að vera kurteis, það verða kökur. Við ætlum að gefa ykkur flotta mynd og það verður kaffi og allt. Þetta verð- ur mjög skemmtilegt afmæli, verið þið bara velkomin og gang- ið inn. Þið verðið að vera í fínum fötum.“ Þannig hljóðaði boðs- kortið í afmælisveisluna sem börnin á Uglukletti sendu foreldrum sínum, öfum og ömmum, frændum og frænkum þegar boðið var til veislunnar. Fjölmargir þáðu boðið og litu við á Uglukletti á af- mælisdaginn, fengu sér köku og brugðu á leik með börnunum. Kristín Gísladóttir leikskólastjóri sagði að viðtökurnar hefðu far- ið fram úr björtustu vonum og það hefði verið stöðugur straumur gesta frá fyrstu mínútu, bæði nemendum og starfsfólki til mikillar ánægju. kgk Glatt á hjalla í afmæli Uglukletts Ánægðar stúlkur að búa til listaverk úr leir. Krakkarnir gæða sér á afmæliskökunni. Púslað af miklum móð. Stefan Dal Björnsson með syni sínum Birni Ágústi, nemanda á Uglukletti. Fátt fer betur saman en kaka og mjólk. Ungur piltur þiggur sneið af afmæliskökunni frá Kristínu Gísladót- tur leikskólastjóra. Þessi ungi maður lét sér fátt um finnast um gestaganginn á Ug- lukletti og hélt áfram að sinna sínu af mikilli einbeitingu. Gluggað í bók.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.