Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 39 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur sigraði nýliða Breiða- bliks, 78-69, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í Borgarnesi síðasta miðvikudag. Hraðinn var mikill í upphafi leiks, margir tapaðir boltar og liðin tóku nokkur erfið skot. Skallagrímskonur höfðu undirtökin og leiddu 10-5 um miðjan fyrsta leikhluta. Á seinni hluta fjórðungsins náðu þær góðri rispu og höfðu ellefu stiga forystu að honum loknum, 23-12. Skallagrímsliðið var ekki jafn sannfærandi í öðrum leik- hluta og í þeim fyrsta og Breiðablik gekk á lagið. Mikil stemning var í liði gestanna sem minnkaði muninn í eitt stig seint í öðrum leikhluta. Skalla- grímur skoraði síðustu körfu hálf- leiksins og leiddi með þremur stigum í hléi, 35-32. Skallagrímskonur komu ákveðnar til leiks eftir hléið. Þær voru skipu- lagðar í sínum aðgerðum og bjuggu sér til auðveld skot. En Breiðabliks- liðið hékk í þeim og þrisvar minnk- uðu gestirnir muninn í aðeins fjögur stig. Með góðri rispu undir lok þriðja leikhluta náði Skallagrímur að auka muninn í átta stig fyrir lokafjórðung- inn, 56-48. Skallagrímskonur léku vel í fjórða leikhluta og héldu Breiðabliki í skefjum. Þær svöruðu svaraði hverri körfu gestanna og gott betur en það. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks var Skallagrímsliðið 13 stigum yfir og svo gott sem búið að tryggja sér sigur í leiknum. Breiðablik náði rétt aðeins að klóra í bakkann á síðustu mínút- unum. Skallagrímur vann með níu stigum, 78-69. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skilaði laglegri þrennu í leiknum. Hún skor- aði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Carmen Tyson-Tho- mas skoraði 22 stig, reif niður 19 frá- köst og gaf 5 stoðsendingar. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 19 stig og 10 fráköst og Heiðrún Harpa Rík- harðsdóttir skoraði 14 stig. Var þetta annar sigur Skallagríms í fyrstu fjórum leikjum vetrarins. Liðið hefur fjögur stig og situr sem stendur í 4. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Snæfell í sætinu fyrir neðan. Næst leikur Skallagrímur miðviku- daginn 25. október næstkomandi þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Keflavík suður með sjó. kgk Sigrún með þrennu í sigri Skallagríms Sigrún Sjöfn sækir að körfunni í leiknum gegn Breiðabliki. Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms. Snæfell vann góðan heimasigur á Hamri, 105-102, þegar liðin mætt- ust í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á sunnudaginn. Snæfellingar áttu erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta og gestirnir kom- ust 13 stigum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Þeir héldu upptekn- um hætti og leiddu með 18 stigum eftir upphafsfjórðunginn, 13-31. Hólmarar fóru yfir málin og mikil batamerki voru á leik þeirra strax í öðrum fjórðungi. Þeir settu góða pressu á gestina og náðu góðum kafla þar sem þeir skoruðu átta stig í röð. Í hléinu munaði ellefu stigum á liðunum. Hamar leiddi 44-55. Gestirnir höfðu undirtökin eftir hléið og náðu mest 18 stiga forskoti á nýjan leik. En Hólmarar voru hvergi af baki dottnir. Með afar góðum kafla undir lok þriðja fjórð- ungs tóskt þeim að minnka muninn niður í fjögur stig fyrir lokafjórð- unginn og leikurinn orðin galop- inn á ný. Snæfell jafnaði metin í 82-82 snemma í fjórða leikhluta og náðu síðan forystunni í fyrsta sinn í leiknum. Hamarsmenn jöfnuðu en Snæfell komst yfir að nýju og leiddu með þremur stigum meira og minna síðustu þrjár mínútur leiksins. Þeir héldu vel á spilunum í lokin, gáfu gestunum ekki færi á sér og sigldu heim þriggja stiga sigri, 105-102. Christian Covile fór á kostum í liði Snæfells. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 52 stig, tók 11 frá- köst og gaf 5 stoðsendingar. Geir Elías Úlfur Helgason kom hon- um næstur með 15 stig og reynslu- boltinn Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 14 en aðrir höfðu minna. Julian Nelson var atkvæðamestur gestanna með 38 stig og 8 fráköst. Snæfell situr í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar með fjögur stig, jafn mörg og Fjöln- ir í sætinu fyrir neðan. Næst leika Hólmarar í deildinni föstudaginn 3. nóvember næstkomandi, þegar þeir mæta ÍA í Vesturlandsslag. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi. kgk Covile með 52 stig í sigri Snæfells Christan Covile átti magnaðan leik fyrir Snæfell og skoraði 52 stig. Ljósm. Haukur Páll. Eftir góðan útisigur á Njarðvík síðasta miðvikudag tók kvenna- lið Snæfells á móti Stjörnunni í Stykkishólmi á laugardaginn. Snæ- fellskonum hefur gengið verr en oft áður að sækja sigra á heimavelli það sem af er vetri og engin breyt- ing varð á því í leiknum á laugar- dag. Snæfell átti erfitt uppdrátt- ar sóknarlega og Stjarnan sótti öruggan sigur í Hólminn, 55-72. Leikurinn fór fremur hægt af stað hvað stigaskor varðar. Bæði lið lögðu áherslu á varnarleik og því gekk hægt að safna stigum á töfluna. Snæfell leiddi 6-4 eftir fimm mínútna leik en þá urðu þát- taskil í leiknum. Allt gekk upp hjá Stjörnunni en ekkert hjá Snæfelli og gestirnir náðu 20 stiga forskoti áður en fyrsti leikhluti var úti, 10- 30. Lánleysi Snæfells hélt áfram í öðrum fjórðungi og á löngum kö- flum hefði liðið varla getað keypt sér körfu. Skotnýtingin var aðeins 22% sem segir allt sem segja þarf um sóknarleikinn. Á sama tíma da- laði varnarleikurinn og Stjarnan hafði 29 stiga forskot í hálfleik, 48-19. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum og skipti litlu þó Snæ- fellskonur léku betur í síðari hál- fleik en í þeim fyrri. Þær unnu níu stig af forskoti Stjörnunnar í þrið- ja leikhluta og kroppuðu þrjú stig til viðbótar af forystunni í þeim fjórða. Það hafði hins vegar engin áhrif á úrslit leiksins, til þess var forskot gestanna of mikið. Stjar- nan sigraði með 17 stigum, 55-72. Kristen McCarthy var at- kvæðamest leikmanna Snæ- fells með 17 stig, 18 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig og tók 5 fráköst og Sara Diljá Sigurðardóttir var með 10 stig og 5 fráköst. Danielle Rodriguez átti stórleik fyrir gestina og setti upp myndar- lega þrennu. Hún skoraði 31 stig, tók 14 fráköst, gaf 12 stoðsendin- gar og var með 5 stolna bolta að auki. Snæfell situr sem stendur í 5. sæti Domino‘s deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki, jafn mörg stig og Skallagrímur í sætinu fyrir ofan. Borgarnesliðið á þó leik til góða. Snæfell leikur næst á laugardag- inn, 28. október, þegar liðið mætir Val. Sá leikur fer einnig fram í Stykkishólmi. kgk Snæfell lá gegn Stjörnunni á heimavelli Kristen McCarthy sækir að körfunni í leiknum gegn Stjörnunni síðasta laugardag. Danielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, til varnar. Ljósm. Haukur Páll. Skallagrímsmenn urðu að játa sig sigraða gegn Njarðvík B í síðasta leiknum í 32 liða úrslitum Maltbik- ars karla í körfuknattleik. Leikið var í Njarðvík síðasta fimmtudag. Lið Njarðvíkinga var afar vel mannað, að stórum hluta skipað gömlum kemp- um á borð við Magnús Gunnarsson, Pál Axel Vilbergsson, Pál Kristinsson og Gunnar Einarsson. Kempurnar höfðu fimm stiga sigur á heimavelli, 100-95. Fyrsti leikhluti var jafn og spenn- andi og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. Aldrei munaði meira en örfáum stigum á liðunum en Skalla- grímur leiddi að upphafsfjórðungn- um loknum, 21-24. Skallagríms- menn komu ákveðnir til annars leik- hluta og náðu átta stiga forskoti. Njarðvíkingar spyrntu við fótum og jöfnuðu í 36-36 um miðjan leik- hlutann. Skallagrímur komst yfir að nýju en heimamenn náðu að stela forystunni með síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan í hléinu var 44-43, Njarðvíkingum í vil. Leikurinn var í járnum eftir hléið og liðin fylgdust að framan af þriðja fjórðungi. Undir lok leikhlutans náðu heimamenn góðum kafla og leiddu með sex stigum fyrir loka- fjórðunginn, 65-59. Heimamenn höfðu undirtökin í fjórða leikhluta og leiddu með tíu stigum um hann miðjan. Skallagrímsmenn náðu að minnka það forskot niður í fimm stig en nær komust þeir ekki og þurftu að sætta sig við tap, 100-95. Bikarævin- týri Skallagríms fékk því skjótan endi þennan veturinn. Zac Carter var stigahæstur Skalla- grímsmanna með 32 stig en Eyjólfur Ásberg Halldórsson var með 24 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Dav- íð Guðmundsson skoraði 12 stig en aðrir höfðu minna. Kunnugleg andlit voru Skalla- grímsmönnum erfið í leiknum. Magnús Gunnarsson, sem lék með Borgnesingum síðasta vetur, skor- aði 26 stig fyrir Njarðvíkinga og gaf 5 stoðsendingar. Páll Kristinsson gaf honum lítið eftir með 24 stig og 10 fráköst og Páll Axel Vilbergsson, sem lék tvisvar með Skallagrími fyrr á sín- um ferli, skoraði 8 stig og tók 10 frá- köst. kgk Bikarævintýri Skallagríms fékk skjótan endi Gamla kempan Páll Axel Vilbergsson átti prýðisleik fyrir Njarðvíkinga þegar þeir lögðu Skallagrím í bikarnum. Páll hefur tvisvar leikið með Skallagrími á sínum ferli, veturinn 1997-1998 og síðan árin 2013-2015. Hér má sjá sjá Pál á mikilli siglingu í leik með liði Borgnesinga haustið 2014. Ljósm. úr safni. Árni Snær Ólafsson, markvörður hjá meistaraflokki karla ÍA í knatt- spyrnu, hefur endurnýjað samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. „Árni er uppalinn hjá ÍA og er gríð- ar mikilvægur fyrir liðið jafnt inn- an vallar sem utan. Hann er 26 ára gamall og spilaði sinn fyrsta deild- arleik sumarið 2009. Frá 2014 hefur hann verið aðalmarkmaður Skaga- manna með stuttum hléum,“ segir í tilkynningu frá meistaraflokki. Árni er spenntur fyrir að takast á við það verkefni sem framundan er. „Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá ÍA og spennandi verkefni framundan við að koma liðinu aftur í röð þeirra bestu. Ég vil svo sann- arlega taka þátt í þeirri áskorun og þar skiptir miklu máli að ég er ein- faldlega með svo stórt Skagahjarta. Ég hlakka líka til að starfa með nýj- um þjálfurum liðsins, þeim Jóa Kalla og Sigga Jóns, þar er öflugt teymi á ferðinni,“ segir Árni Snær. Jóhannes Karl Guðjónsson ný- ráðinn þjálfari ÍA liðsins er að von- um ánægður með þessi tíðindi: „Árni er lykilmaður í Skagaliðinu og hann hefur sýnt að auk þess að vera feikna góður markmaður þá er hann líka mikill leiðtogi á vellinum. Und- ir stjórn Guðmundar Hreiðarsson- ar markmannsþjálfara ÍA hefur Árni náð miklum framförum undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn af allra bestu markvörðum landsins,“ segir Jóhannes Karl. mm Árni Snær semur til tveggja ára við ÍA Frá undirritun samnings við markmanninn til tveggja ára. F.v. Sævar Freyr Þráins- son, Árni Snær Ólafsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Magnús Guðmundsson. Ljósm. kfia.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.