Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 29 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis fer fram í Brekkubæjarskóla, laugardaginn 28. október næstkomandi. Hefst hann kl. 9:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Brekkubæjarskóli (nýbygging, gengið inn frá Vesturgötu) I. kjördeild Akurgerði til og með Grundartúni II. kjördeild Hagaflöt til og með Reynigrund III. kjördeild Sandabraut til og með Þjóðvegi Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 433-1315. Netfang: kosning@akranes.is. Akranesi, 25. október 2017 Yfirkjörstjórn Akraness Hugrún O. Guðjónsdóttir Einar Gunnar Einarsson Björn Kjartansson Alþingiskosningar 2017 SK ES SU H O R N 2 01 7 Alþingiskosningar 2017 Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og verður slitið kl. 20:00. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast á vefsíðu sýslumanna www.syslumenn.is. Kjörskrá Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins alla virka daga kl. 10-14. Einnig geta kjósendur séð hvar þeir eru á kjörskrá á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 28. október 2017. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörstjórn Grundarfjarðar S K ES SU H O R N 2 01 7 Um nokkurt árabil hafa bænd- ur í gamla Borgar-, Álftanes- og Hraunhreppi á Mýrum tekið hluta af sunnudegi þegar mesta fjárstúss haustsins er afstaðið til að koma saman með bestu lambhrúta sína til samsýningar. Sunnudaginn 15. október síðastliðinn blésu þeir til þannig samkomu að Lækjarbug. Þangað mætti samtals 31 lamb- hrútur og að auki nokkrar fagurlega litar gimbrar sem kepptu í annarri fegurðarsamkeppni. Sú hefð hefur skapast á slíkum sýningum að skipa lambhrútunum í þrjá keppnisflokka. Hyrnda hvíta hrúta sem þarna voru 15, kollótta hvíta sem voru níu og að lokum voru sjö í hópnum dökk- ir eða mislitir hrútar. Allt voru þetta hin glæsilegustu ásetningslömb. Að ætterni þá voru 23 af þessum lömb- um komin í heiminn með sæðingum eða 74% lambanna. Þarna átti Dreki 13-953 syni umfram aðra hrúta, eða sex samtals. Lambhrútana á sýning- unni dæmdu Jón Viðar Jónmunds- son og Kristbjörn Steinarsson til verðlaunasæta. Úr hópi mislitu eða dökku hrút- anna var hrútur nr. 23, sem er svart- ur og nr. 8 sem er grábotnóttur báð- ir frá Rauðanesi III taldir bestir en sá þriðji í röð var lamb nr. 505 frá Álftártungu. Allt voru þetta þroska- miklir, holdþéttir hrútar og grimm- góðir að allri gerð. Hjá kollóttu hvítu hrútunum var bestur talinn lamb nr. 2 frá Leiru- læk, en síðan nr. 7043 frá Skiphyl og í þriðja sæti lamb nr. 3 frá Mel. Allt voru þetta hreinir stjörnugripir en tveir þeirra nr 2 og 3, voru syn- ir Ebita 13-971 og Skiphylslambið undan Brúsa 12-970. Úrvalshópurinn var stærstur með- al þeirra hvítu hyrndu og stóð þar efstur nr. 85 í Lækjarbug en síðan fylgdu honum eftir nr. 17 í Rauða- nesi III og nr. 7144 frá Skiphyl. Allt voru þetta ákaflega glæsilegir hrútar og eigendum sínum til mikils sóma. Í lokin var síðan valinn sjálfur Mýrahrúturinn en eigandi hans fær til varðveislu um eins árs skeið glæsi- legan farandgrip undir þessu heiti. Ekkert vafamál þótti að lamb nr. 2 á Leirulæk í eigu Guðrúnar og Sig- urbjarnar bæri þennan titill á þessari sýningu. Þessi kolótti gripur er djásn að gerð, þroskamikill, breiðvaxinn, vel gerður og mjög vel vöðvafylltur. Eigendur hans varðveita því gripinn glæsilega næsta árið. Sýningar sem þessar hafa mik- ið menningarlegt gildi og tvímæla- laust meira en ræktunarlegt. Þarna hittast allar kynslóðir úr sveitinni og gera sér glaðan dag eftir mestu annir haustsins. Fólk dáist af falleg- um gripum, sem eru í flestum tilvik- um árangur áratuga ræktunarstarfs sem menn hafa unnið vel. Menning er það sem menn gera vel. Bændur hafa meiri þörf en nokkru sinni að halda traustri menningu sinni á lofti. Sauðfjárræktin á þar umtalsverðan hlut. Aðstandendur sýningarinnar eiga mikið lof skilið fyrir frábæra framkvæmd að öllu leyti. Jón Viðar Jónmundsson Ljósm. Torfi Bergsson Keppnin Mýrahrúturinn haldin á Lækjarbug Efstu í hópi hvítra hyrndra hrúta var nr. 85 frá Lækjarbug. Úr hópi mislitu eða dökku hrútanna var svartur hrútur nr. 23 frá Rauðanesi III dæmdur bestur. Guðrún og Sigurbjörn á Leirulæk með sjálfan Mýrahrútinn 2017 sem valinn var besti gripurinn á sýningunni. „Þessi kolótti gripur er djásn að gerð, þroskamikill, breiðvaxinn, vel gerður og mjög vel vöðvafylltur. Eigendur hans varðveita því gripinn glæsilega næsta árið,“ segir í umsögn dómara. Verðlaunagripir og útskorinn skjöldur sem veittur er Mýrahrútnum til varðveislu í eitt ár. Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.