Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Qupperneq 26

Skessuhorn - 25.10.2017, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201726 meira mér að skapi. Við pabbi ræðum gjarnan þjóð- félagsmál yfir kjötbollum á Háteigi 12 eða kaffibolla í beituskúr og geta þær umræður orðið æði heitfengar þar til karl faðir andvarpar af ör- væntingu, fórnar höndum og spyr almættið hvað honum eiginlega hafi misfarist í uppeldinu, hann sem sendi mig í Versló og allt til þess að tryggja að ég kæmi örugg- lega út réttum megin við miðju en situr svo uppi með einhverja vinstri sinnaða regnbogaknúspöndu sem er aldrei er sammála honum í einu né neinu! Hann er samt, að ég held, þrátt fyrir allt nokkuð ánægður með mig, því þrátt fyrir íhaldshjartað þá ber hann mikla virðingu fyrir kven- þjóðinni og sér okkur sem æðri ver- ur. Hann er til dæmis með nokkr- ar myndir á veggjunum í beitu- skúr af sterkum konum sem hann hefur mætur á og þar á meðal eru alveg nokkrar myndir af konum sem tilheyra óvinaflokkum. Hann er kannski ekki sammála þeim í pólitík en sér í þeim verðuga og harðduglega andstæðinga. Um daginn sat ég í kaffibolla í beituskúrnum hjá pabba þar sem hann sagðist hafa fengið heimsókn í skúrinn frá miðflokksframbjóð- anda sem honum leist stórvel á og væri jafnvel að hugsa um að kjósa. Ég nánast signaði mig, hugsaði til afa Olla heitins sem eflaust væri að snúa sér tvöfalt við í gröfinni yfir þessum litasvikum frumburðarins. „Það er aldeilis hvað ein heimsókn í beituskúrinn getur gert,“ hugsaði ég með mér og ákvað að taka málin í mínar hendur. Ein af konunum harðduglegu sem prýða vegginn í beituskúrn- um er Katrín Jakobsdóttir. Það eru meira að segja alveg nokkr- ar myndir af henni. Pabbi hef- ur alltaf dáðst að henni og stað- festu hennar og hefur sérlega gam- an að hnyttnum tilsvörum hennar og hlær eiginlega mest þegar hún stingur upp í hans eigin bláliða. Hún er líka kona að mínu skapi og sú fyrsta sem ég myndi handpikka í mína ríkisstjórn, svo ég ákvað bara að heyra í henni og spyrja hvort það mætti ekki bjóða henni í kaffi og pípu í beituskúr og hitta einn heiðbláan sérvitring. Ef heimsókn frá Katrínu myndi ekki snúa pabba þá myndi ekkert gera það! Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki endilega von á svari svona akkúrat í miðri skyndikosninga- baráttu en jú, Katrín var sko held- ur betur til í þetta. Við Katrín og Lísa, aðstoðarkonan hennar, mælt- um okkur mót niðri við beituskúr á björtum og brakandi ferskum laug- ardagsmorgni. Þegar okkur bar að garði glumdi beituskúr af áhrifa- miklu atriði úr „The Wall,“ enda djammar pabbi gjarnan yfir beitu- bölunum. Ég bankaði og gekk inn. „Pabbi ég er komin með vinkonu mína í heimsókn,“ sagði ég og Katrín og Lísa komu inn. „Nei, ert þetta þú!“ sagði pabbi eins og ekkert væri eðlilegra en að Katrín væri komin í heimsókn og rétti fram risastóran beituhanskaklæddan hnefa svo hún gæti klesst hann með sínum. Svo fór hann að sýna henni allar myndirnar af henni og hinum konunum og út- skýrði að það væri nú bara þannig að drottinn hefði lagt það á hann að heillast sérstaklega að vinstrikonum alveg frá því að hann fæddist og að hann hefði þar af leiðandi gifst inn í eina mestu kratafjölskyldu á Akra- nesi fyrr og síðar. Ég stóð álengdar og fylgdist með þeim ræða málin, fagurgræn- um og helbláum, og skemmti mér konunglega. „Hvað eigið þið við með að innkalla og endurúthluta,“ spurði pabbi sposkur og vitnaði þar í fagurgrænan oddvita í NV kjör- dæmi. Virkjanir komu líka til tals, en pabbi tók þátt í að reisa nokkr- ar þeirra og hann vill meina að þær ættu að flokkast sem náttúruperlur og setti Katrínu það fyrir að breyta því sem fyrst. Þetta samtal var eigin- lega allt saman frá upphafi til enda alveg óborganlegt en fyndnast var samt þegar kom að því að kveðja. „Við verðum að spila útgöngumars fyrir þig,“ sagði pabbi og gekk að græjunum og stillti „Bring the Boys Back Home“ í botn. Katrín tók sér stöðu og gekk svo tignarlega út á meðan pabbi þakkaði kærlega fyrir skemmtilega heimsókn. Við Katrín og Lísa fórum svo á líflegan kosningafund á Kaupfélag- inu, sá fyrsti sem ég hef farið á á minni ævi. Þessir fundir eru kannski svolítið barn síns tíma en ég verð að segja að það eru samt ákveðin for- réttindi í litla landinu okkar að geta hitt alþingismennina okkar svona í eigin persónu og geta rætt menn og málefni auglitis til auglitis. Hvar annars staðar væri það hægt? Eftir fundinn skaust ég aftur í beituskúr til pabba til að athuga hvort hann væri ekki örugglega bú- inn að ákveða að kjósa skynsam- lega. Ég er ekki frá því að hann hafi hnikast örlítið til, enda eins og hann segir sjálfur, þá er hann meiri náttúruverndarsinni en ég – vinstri- kvendið sjálft. Hann var allavega hæstánægður með heimsóknina og bað mig í guðanna bænum að koma sem oftast með stöllurnar í heim- sókn en hann skammaði mig samt fyrir að hafa ekki látið sig vita fyrir- fram. „Tinna, ef ég hefði fengið smá fyrirvara þá hefði ég sótt bláar kart- öflur í kartöflugeymslunna og sett í körfu og gefið þeim með sér heim í nesti.“ Tinna Steindórsdóttir PISTILL Varúð! Skýrar pólitískar yfirlýsingar í allar áttir framundan. Lesist ekki af pólitískt viðkvæmum (nema þeir séu á sömu skoðun og undirrituð og aðrir fjölskyldumeðlimir). Ég hef áður skrifað um karl föð- ur minn hér í Skessuhorn. Fleiri hafa jafnvel skrifað um hann þar, enda er maðurinn með eindæm- um áhugaverður, einhvers konar kynleg blanda af trillukarli, skraut- fugli, kartöflubónda og blómakerl- ingu, hokinn af reynslusögum af sjó og landi og svona líka skemmti- lega sérvitur. Algjörlega hlutlaust mat. Ef hann væri sauður í sauða- hjörð, þá væri hann einhyrningur, margfrægur og sérstakur á meðal sauða, og eins og hann þá myndu pabbi og beituskúrinn sóma sér vel á Byggðasafninu fyrir fólk til að koma, skoða og fræðast. Samt merkilegt nokk, þá hef ég yfirleitt verið geimveran í fjölskyld- unni. Ég er alin upp á íhaldsheim- ili, bjó meðal annars við hliðina á gamla Sjálfstæðishúsinu um tíma, bláir arnarlímmiðar skreyttu her- bergisveggi og pennaveski, og allir aðrir en bláir vissu bara ekki bet- ur þó það væri ágætis fólk. Nema Framsóknarmenn. Afi minn Olli mátti ekkert grænt sjá án þess að blóta hressilega ofan í skyrtukrag- ann. En samt áttum við góða ná- granna og marga vini í Framsókn, undantekningin sannar regluna ekki satt? Mamma er víst komin af einni mestu kratafjölskyldu sem uppi hefur verið á Akranesi sam- kvæmt föður mínum, en ég varð nú aldrei jafn vör við þann væng í mínu uppeldi. Þegar pabbi fór að gera hosur sínar bláar fyrir móður minni á Háholti 12 í gamla daga þá var hann spurður hvurn árann hann væri að gera þarna. Pabbi útskýrði að þetta væri bara eins og með Kristniboðana, hann færi auðvitað þangað sem neyðin væri stærst. Þessi flókni samruni tveggja fjölskyldna á öndverðum meiði útskýrir sennilega af hverju í mér slær einhvers konar regnbogalit- að jafnréttishjarta sem bara get- ur ekki samsamað sig nógu mikið með íhaldinu til að kjósa þá - en ekki endilega með hinum heldur. Mér finnst eiginlega bara flestir flokkar hafa eitthvað til síns máls og helst af öllu vildi ég bara hand- pikka fólk úr flokkunum sem mér líst vel á, sem ég myndi treysta til þess að forgangsraða vel og ráðast í verkin. Persónukosningar væru Rjúpnaveiðitímabilið hefst næst- komandi föstudag. Munu veiði- dagar verða tólf og skiptast á fjór- ar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember. Leyfileg heild- arveiði á rjúpum er um 57.000 rjúpur og miðað við fjölda veiði- manna síðasta ár, gera það 5-6 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum. Stjórnvöld hafa það sem meginstefnu að nýting rjúpn- astofnsins skuli vera sjálfbær. Því skulu rjúpnaveiðimenn stunda hóf- lega veiði og eingöngu skjóta rjúpu til eigin nota. Veiðimenn eru sérstaklega beðn- ir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en tekur að rökkva. Veiði- verndarsvæði er á suðvesturlandi, líkt og undanfarin ár. Þá eru veiði- menn hvattir til góðrar umgengi um landið. Loks eru þeir hvattir til að fara eftir öllum reglum varðandi öryggi þeirra á ferðum. Öryggið á oddinn Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi: Kynna sér færð og veðurspá • áður en haldið er í veiðiferð. Öryggi er fólgið í því að vera • ekki einn á ferð. Skilja ferðaáætlun eftir hjá að-• standendum. Þar þarf að koma fram hvert á að fara, hvaða leið á að velja, hverjir verða með í för, hvenær heimkoma er áætl- uð og hvaða búnaður er með í för. Hafa fjarskiptatæki með í för • og gæta að hleðslu rafhlaða. Hlaða 112 snjallsímaforritinu • niður ef síminn býður upp á það. Hafa kort og áttavita meðferð-• is og kunna að nota það. Hafa farartækið í lagi og gæta • þess að það sé á vetrardekkj- um. Hafa nauðsynlegustu verkfæri • og viðgerðarbúnað fyrir bílinn með ásamt skóflu og teygjus- potta. Vanda val á fatnaði. Klæðast • nokkrum lögum og skjólgóð- um utanyfirfatnaði í áberandi lit. Velja vatnshelda grófbotna skó • sem styðja vel við ökkla. Taka orkuríkt nesti með, vökva • og neyðarnesti. Hafa byssu ekki hlaðna í bíln-• um og hafa öryggið ávallt á á göngu með byssuna. Gæta að því að fleiri rjúpna-• veiðimenn geta verið á svæð- inu. Hafa þekkingu á skyndihjálp • og sjúkragögn meðferðis. Festa allan farangur niður. • mm Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast Þegar Katrín hitti pabba í beituskúrnum Greinarhöfundur í beituskúrsheimsókninni ásamt Steindóri föður sínum og Katrínu Jakobsdóttur. Meðal veggskreytinga í skúrnum hjá helbláum íhaldskarlinum er þessi úrklippa af Katrínu gróðursetja tré.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.