Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 35 Pennagrein Pennagrein KOSNINGAR2017 Það má eitt gott um kvótakerfið segja. Áhrif þess á aflamagn. Haf- rannsóknastofnun leggur til veiði- magn upp úr sjó og síðustu ár hefur sjávarútvegsráðherra farið eftir þeirri ráðgjöf. Íslendingar eru í kjölfar- ið með viðurkenndar, sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar og fiskafurð- ir Íslendinga fá því toppverð á topp- mörkuðum um allan heim. En þar með er þórðargleðin fyr- ir þjóðina upptalin. Áhrif kvóta- kerfisins á byggðir víða um land eru skelfilegar. Lífsskilyrði heilu byggð- arlaganna hafa horfið á augabragði. Lausnir sem ráðamenn bjóða uppá virka ekki. Byggðakvótinn er háður skilyrðum sem er erfitt að uppfylla. Ekkert sveitarfélag hefur nýtt sér for- kaupsrétt á veiðiheimildum því þau hafa ekki ráð á því. Eftir standa því byggðarlögin, brotin og viðkvæm. En þetta er auðveldlega hægt að lagfæra Fiskmarkaði verður að styrkja. Einna mest frumkvöðlastarfsemi innan sjávarútvegsins er í fyrirtækjum sem reiða sig á fiskmarkaði fyrir hráefni. Útgerðir sem selja afla á markað fá einna mest aflaverðmæti í krónum á tonnið. Sjómennirnir á þessum veið- um skila því hlutfallslega mestum tekjuskatti og útsvari til samfélagsins. En þessi fyrirtæki eru oft smá og mun viðkvæmari en útgerðir með vinnslu á bak við sig. Þau eru viðkvæmari fyrir gengissveiflum og breytingum í atvinnugreininni á meðan stærri fyrirtæki með útgerð og vinnslu eru mun betur í stakk búin til að geyma afla og peninga fyrir niðursveiflur af hvaða tagi sem er. Þessi aðstöðu- munur verður að víkja. Allir eiga að sitja við sama borð. Þess vegna verð- ur að aðskilja veiðar og vinnslu og fá allan afla á markað. Það þarf líka að gefa handfæra- veiðar frjálsar. Þetta eru umhverfis- vænustu veiðarnar okkar og þangað eigum við að stefna. Allur fiskurinn kemur í land blóðgaður og tilbúinn til frekari vinnslu. Því er hægt að nýta slógið, roðið, beinin og haus. Það er lítil hætta á ofveiði því veiðigetan er lítil og fiskistofnar á landgrunni eru aðrir en þeir sem togararnir elta. Þetta eru vissulega róttækar breyt- ingar á kvótakerfinu. Við þurfum að viðurkenna eignarrétt þjóðarinnar á sjávarauðlindinni skilyrðislaust. Það getur enginn átt kvóta nema þjóð- in. Það þarf að auka atvinnufrelsi, styrkja fiskmarkaði og frumkvöðla, frelsa strandveiðar, tryggja jafnræði, nýliðun og jafna aðstöðumun í grein- inni. En við Píratar teljum þessar að- gerðir og fleiri tengdar sjávarútvegi, mikilvægustu atvinnustefnu lands- byggðarinnar. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Álfheiður Eymarsdóttir, 2.sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Píratar um kvótann Eitt af því sem þarf að taka fastari tökum eftir komandi kosningar eru heilbrigðismál. Það er ekki síst mik- ilvægt fyrir dreifðar byggðir landsins. Skilgreina þarf vandlega hvaða heil- brigðisþjónusta á að vera í boði að lágmarki í öllum byggðarlögum og finna leiðir til að veita þá grunnþjón- ustu og bæta hana síðan jafnt og þétt. Aðgengi að heilsugæslu og lækn- um verður að vera tryggt alls staðar á landinu. Það er mikilvægt byggða- mál. Kostnaðarþátttaka fólks vegna heilbrigðisþjónustu er of mikil og þarf að minnka, fyrst hjá öryrkjum og öldruðum, langveikum og börnum. Um leið þarf að auka stuðning vegna endurtekinna ferðalaga fyrir fólk sem er búsett utan höfuðborgarsvæðisins og þarf að leita þangað til sérfræð- inga. Sláandi reynslusagnir fólks um erfiðleika og kostnað vegna sífelldra ferðalaga vegna alvarlegra sjúkdóma eða með langveik börn eiga að heyra sögunni til. Sama gildir um reynslu kvenna sem þurfa að dvelja lang- dvölum á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja öryggi við barnsfæðingu með tilheyrandi dvalarkostnaði. Nóg er samt að þurfa jafnvel að skipta upp fjölskyldunni með langri dvöl fjarri heimili fyrir barnsfæðingu. Koma þarf til móts við þennan kostnað, þar sem ekki er mögulegt að veita þjónustuna í heimabyggð sem væri auðvitað besti kosturinn. Forvarnir í heilbrigðismálum skipta líka miklu máli og á jafnt við um líkamlega sjúkdóma og andlega. Gera þarf stórátak í að vinna fyrir- byggjandi starf gegn sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða sem fer mjög vaxandi, ekki síst meðal ungs fólks. Það bókstaflega verður að leggja aukna áherslu á hugarfars- breytingu gagnvart ósýnilegum sjúk- dómum. Þannig mætti auka lífsgæðin hjá fjölda fólks. Hluti af því er líka að vinna gegn þöggun og ofbeldismenn- ingu í samfélaginu og opna enn betur umræðu um virkilega erfið málefni, eins og kynferðislega áreitni, líkam- legt og andlegt ofbeldi, heimilisof- beldi, einelti meðal fullorðinna jafnt sem barna, þunglyndi og sjálfsvíg. Á þessu sviði er hægt að gera betur og það á að vera forgangsmál. Einka- rekstur heilbrigðisþjónustu er ekki lausnin, heldur aukið fjármagn, betra skipulag og betri þjónusta. Það er stefna VG að sálfræðiþjón- usta verði hluti af almenna heilbrigð- iskerfinu og að enginn þurfi að neita sér um slíka þjónustu vegna kostn- aðar eða skorti á aðgengi. Sálfræði- þjónusta þarf að vera í boði við alla framhaldsskóla landsins og stórátak þarf einnig í geðheilbrigðismálum. Fyrsta skrefið á því sviði er að tryggja fjármagn til að veita viðunandi þjón- ustu á bráðageðdeild og barna- og unglingageðdeild. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræð- ingur. Höf. skipar 4. sæti framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi Gerum betur í heilbrigðismálum Pennagrein Þingmannsstarfið hefur verið afar góður skóli og mér finnst stundum sem ég hafi farið í skemmtilegt og krefjandi háskólanám. Það er vegna þess að þessi tími í þingmannsstarf- inu gaf mér mikið. Mikla reynslu og þekkingu á hinum ýmsu þáttum sam- félagsins. Eitt af fyrstu verkefnunum sem ég fékk var að sitja í Verkefna- stjórn um framtíðarskipan húsnæð- ismála. Markmið þeirrar vinnu var að byggja upp öflugt húsnæðiskerfi á Íslandi svo fólk hefði raunhæft val um búsetuform. Til að gera langa sögu stutta þá hefur fjármagni verið veitt til uppbyggingar á rúmlega 500 leiguíbúðum víðs vegar um land- ið. Áætlað er að 3200 íbúðir verði byggðar á þessum grunni á næstu árum. Sú áætlun þarf að standast því enn er skortur á leiguhúsnæði, eins og t.d. á Akranesi. Uppbygging á leiguheimilum var eitt af stóru forgangsmálum Fram- sóknarflokksins og framsóknarmenn munu standa vörð um þessa upp- byggingu. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að landsmenn allir hafi val um búsetuform en gera sér jafnframt grein fyrir að húsnæðis- markaðurinn er erfiður. Of margir eiga erfitt með að eignast húsnæði. Þess vegna eru „Svissneska leiðin“ og „Önnur fasteign“ þær aðgerðir sem Framsókn ætlar að ráðast í eft- ir kosningar. Svissneska leiðina fyrir unga fólkið og Önnur fasteign fyrir þá sem átt hafa fasteign en misstu hana í kjölfar hrunsins. Framsóknarflokkurinn mun standa við þessi loforð fái hann umboð til þess Annað stórt verkefni sem ég vann að innan þingsins var heilbrigðisáætl- un fyrir Ísland. Samkvæmt henni á að horfa til ýmissa þátta þegar skil- greina á heilbrigðisþjónustu í land- inu. Horfa skal til landfræðilegra þátta eins og samgangna og fjarlægða milli byggðarlaga. Jafnframt á að taka tillit til íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetn- ingar íbúa, staðsetningar sjúkrabif- reiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsa- byggða, svo eitthvað sé nefnt. Við gerð áætlunarinnar á að líta til þess hvort sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Þessi tillaga var samþykkt og vinna hafin innan heilbrigðisráðuneytisins. Mikilvægt er að nýr heilbrigðisráð- herra klári málið. Framsóknarflokk- urinn mun fylgja þessu stóra máli eftir og vinna að því að koma því í framkvæmd hið fyrsta. Auk þessa lagði ég fram tillögur um skattafslátt vegna ferða til og frá vinnu, um vegaumbætur á Vestur- landsvegi, frumvarp um afnám verð- tryggingar og tillögu um að taka hús- næðisliðinn út úr útreikningum vísi- tölunnar. Allt eru þetta verkefni sem þarf að klára. Ég treysti framsóknar- mönnum fyrir þessari vinnu og þess vegna mun ég setja X við B. Ég kýs Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Dögg Alferðsdóttur til forystu. Ég hvet ykkur til að gera hið sama. Elsa Lára Arnardóttr Höf. er fráfarandi þingmaður Fram- sóknarflokksins. Holóttir þröngir malarvegir í rign- ingu og haustmyrkri eru stórhættu- legir yfirferðar. Þessu kynnist mað- ur vel nú á ferðum um landshlut- ann í aðdraganda haustkosninga. Viðhald og endurbætur á þessum vegum hefur drabbast niður á und- anförnum árum. Það skiptir víst litlu máli þótt kosningar sé haldn- ar árlega, jafnvel oftar. Öll loforð þeirra sem við stjórnvölinn standa, hljóma fallega fyrir kjósendur fyr- ir kosningar en svo þegar að efnd- um kemur kveður við annan tón. Átak í samgöngubótum ekki á fjárlögum Fjárlög síðustu ríkisstjórna bera þess vott að eitt eru loforð og ann- að efndir. Mér verður hugsað til skólabarnanna sem ekið er með tugi kílómetra daglega um þessa holóttu malarvegi, öryggi barnanna og að- búnað. Oft blöskrar manni loforðaf- laumur sumra frambjóðenda í vega- málum, en svo þegar þeir fá aðstöðu til, gerist lítið sem ekkert. Fjárlög- in sem samþykkt voru á Alþingi nú síðast og fjárlagafrumvarp fráfar- andi ríkisstjórnar tala sínu máli um efndirnar. Það þarf stórátak í vega- málum kjördæmisins. Tekjustofnar og fjármunir eru fyrir hendi. Breikkun Vesturlandsvegar Hvaða vit er t.d. í því að ríkið hef- ur innheimt 3,2 milljarða í virðis- aukaskatt af veggjöldunum í Hval- fjarðargöngum sem rennur beint og óskilgreint í ríkissjóð í stað þess að verja þeim til vegabóta á svæð- inu. Og svo tala menn um ný veg- gjöld. Vegurinn um Kjalarnes milli Reykjavíkur og Akraness og Borg- arness er mjór, allur í blindhæð- um og ber engan veginn þá umferð sem honum ber. 2 + 1 vegur myndi bæta stórlega þar úr. Beinar tekjur sem ríkið hefur haft af Hvalfjarðar- göngunum gætu svo vel farið í end- uruppbyggingu og breikkun á þess- um vegi. Þar eru milljarðar króna og ætti að skila áður en talað er um ný veggjöld á þessari leið. Héraðs- og sveitavegirnir kalla Um Borgarfjörð, Mýrar, Snæfells- nes, Skógarströnd, Dali, Vestfirði, Strandir, Húnavatnssýslurnar inn til dala, um Vatnsnesið, Skagann um Skagafjörð og út á Reykjaströnd eða um Hegranesið. Það þýðir ekki eft- ir kosningar að hver bendi á annan um „að ekki hafi fengist stuðning- ur við þessa eða hina framkvæmd- ina.“ Vinur minn, bóndi á Vatns- nesi, kallaði mig Vega - Bjarna. Mér þótti það hól. Það er rétt að ég hef farið reglulega um alla þessa vegi kjördæmisins og þekki vel ósk- ir fólksins, íbúanna og finn til með þeim í vegleysunum. Svar mitt er, að ég treysti mér til og mun leggja mig allan fram í að bera fram óskir fólksins úr hinum dreifðu byggðum um bætt vegakerfi og fylgja þeim eftir á Alþingi. Bjarni Jónsson Höf. skipar 2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi Pennagrein Áfram veginn www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.