Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 25 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 31. október 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Þjóðminjar og Þjóðminjasafn Íslands, fyrr og nú Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Saga Þjóðminja safns Íslands og hlutverk þess með þjóðinni og í alþjóðlegu samhengi. Greint frá fornleifarannsókn í Viðey þar sem Snorri Sturluson stofnaði klaustur á sínum tíma. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði                  Fjölmenningarhátíð var haldin í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ síðastliðinn laugardag. Var þetta í þriðja skipti sem hátíðin fer fram. Nokkur hundruð manns mættu og var meðal annars boðið upp á mat frá átta þjóðlöndum og löndin kynnt. Auk þess sem var boðið upp á söng, skemmtiatriði og kynningar frá ýms- um félagasamtökum í Snæfellsbæ. Kristinn Jónasson bæjarstjóri setti hátíðina og bauð gesti velkomna og sérstaklega Guðna Th Jóhannesson forseta Íslands og Elizu Reid eig- inkonu hans. Sagði Kristinn meðal annars að erlendir íbúar væru 18% af íbúum Snæfellsbæjar og gegndu þeir mikilvægu starfi í sveitarfélaginu og ynnu fjölbreytt störf. Nefndi hann beitningu, sjómennsku, ferðaþjón- ustu, vinnu í fiskvinnslu og fleira. Guðni forseti hélt stutta ræðu og ítrekaði mikilvægi erlendra íbúa hér á landi og sagði að í sumum tilfell- um ættu þeir erfitt með að fá störf, kannski aðallega út af því að þeir heita framandi nöfnum. „En ég á nú von á því að slíkt fari að breytast og allir taki fólki utan úr heimi með opnum örmum,“ sagði Guðni. af Fjölmenningarhátíð var haldin í Frystiklefanum Vinsælt var meðal gesta að fá mynd af sér með forsetanum og frú og hér á myndinni eru börn úr Lýshólsskóla. Börn úr Tónlistarskólanum á Lýsuhóli skemmtu gestum með söng og hljófæraleik. Þessar dömur voru með íslenskar kleinur og eru hér að lofa einum ferðamanni að smakka. Ekki stóð á viðbrögðunum: ,,Amazing taste,“ sagði þessi ferðamaður skælbrosandi. Matur frá Pólandi var kynntur á há- tíðinni. Þessi börn skemmtu sér hið besta og voru vel klædd. Guðni Th með Marcin Pielechowski og voru þeir að metast um hvor þeirra kynni meira í tungumáli hvors annars. Var fosetinn með fleiri orð á pólsku en Marcin á íslensku. Var ekki annað að sjá að vel færi á með þeim félögum sem skemmtu sér hið besta. Snæfellsbær Kjörskrá vegna alþingiskosninga SK ES SU H O R N 2 01 7 Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 28. október 2017 verður lögð fram samþykkt af bæjarstjórn þann 18. október nk. Kjörskráin verður frá þeim degi til sýnis í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Snæfellsási 2, Hellissandi, á opnunartíma skrifstofunnar. Við viljum vekja athygli kjósenda á því að þeir geta nú kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær með tölvupósti á kristinn@snb.is eða lilja@snb.is, eða koma þeim bréflega í Ráðhús Snæfellsbæjar. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.