Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Side 12

Skessuhorn - 25.10.2017, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201712 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Skothlífar í veiðina Skothlífar með umhverfishljóðnema fyrir veiðimanninn, henta vel til að liggja upp að byssu skeftinu. Möguleiki á tengingu fyrir mp3. Verð: 24.775 kr. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bend- ir á í nýjum pistli að heildareign- ir íslensku lífeyrissjóðanna séu nú 3.738 milljarðar króna. Þar af eru 2.882 milljarðar inni í íslensku hagkerfi. „Eins og allir vita þá er ávöxtunarviðmið íslensku líf- eyrissjóðanna 3,5%. Það er ljóst að þetta ávöxtunarviðmið er m.a. ástæðan fyrir því að við þurfum að búa hér við mjög hátt vaxta- stig og verðtryggingu,“ segir Vil- hjálmur og heldur áfram: „Til að standa undir 3,5% raunávöxtun sem lífeyrissjóðirnir fara í raun fram á þarf íslenskur almenning- ur, heimili og fyrirtæki, að greiða yfir 100 milljarða á ári hverju til að standa undir þessu ávöxtunar- viðmiði sjóðanna.“ Slíkri ávöxt- unarkröfu sé ekki hægt annað en velta út í verðlagið í formi hærri álagningar sem því nemur. Vil- hjálmur bendir á að þessi upphæð slagi í sömu upphæð og aflaverð- mæti allra íslenskra skipa var árið 2016, en það var 133 milljarð- ar. „Það er morgunljóst í mínum huga að þau stjórnvöld sem taka við stjórnartaumunum eftir kosn- ingar verða að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að stinga rækilega á það graftarkýli sem ís- lensku lífeyrissjóðirnir eru í ís- lensku samfélagi.“ Og Vilhjálmur heldur áfram: „Hvaða vitglóra er í því að við séum með tæpa 3.000 milljarða inni í íslensku hagkerfi sem leið- ir til þess að vextir eru miklu hærri fyrir vikið og hlutabréfa- bólan þenst út eins og enginn væri morgundagurinn, vegna þess að sjóðirnir gera lítið annað en að kaupa og selja af hvorum öðrum? Af hverju halda menn að norski olíusjóðurinn fjárfesti nánast ein- göngu utan Noregs? Nei, snill- ingarnir sem stjórna lífeyrissjóð- unum á Íslandi eru ekkert að fara eftir Norðmönnum enda eru ís- lensku lífeyrissjóðirnir með 77% af heildareignum sjóðsfélaga sinna til ávöxtunar í íslensku hagkerfi sem lendir af fullum þunga á ís- lenskum heimilum og fyrirtækjum til ávöxtunar. Galið og þessu þarf að breyta eins og skot.“ Bend- ir hann á að íslensku lífeyrissjóð- irnir, sem stjórnað er af Samtök- um atvinnulífsins og verkalýðs- hreyfingunni, eiga uppundir 50% af öllum hlutabréfum í Kauphöll- inni. mm Lífeyrissjóðum gert að afla jafn mikilla vaxtatekna og verðmæti sjávaraflans er Framundan er fyrirlestur þjóð- minjavarðar, Margrétar Hall- grímsdóttur, um höfuðsafn okkar Íslendinga, hlutverk þess og sögu. Margrét flytur fyrirlesturinn í Bókhlöðu Snorrastofu í Reyk- holti, þriðjudaginn 31. október næstkomandi kl. 20:30. Þjóðminjasafn Íslands var stofn- að árið 1863 á tímum sjálfstæðis- baráttu Íslendinga. Frá þeim tíma hefur stofnunin mótast með sam- félaginu og leggur nú áherslu á víðsýni og hið þjóðlega í alþjóð- legu samhengi. Margrét kynnir bók sína, Þjóðminjar og stiklar á stóru í sögu samfélagsþróunar og hlutverks höfuðsafns þá og nú. Sjónum verður beint að hlutverki stofnunarinnar á sviði þjóðminja- vörslu, varðveislu, rannsókna og miðlunar. Margrét fléttar inn í fyrirlestur sinn frásögn af forn- leifarannsókninni í Viðey á árun- um 1987-1995, en Þjóðminjasafni Íslands er ætlað að varðveita gögn og jarðfundna gripi allra fornleifa- rannsókna á Íslandi. Í Viðey átti Snorri Sturluson sín spor þegar hann stóð ásamt Þorvaldi Gissur- arsyni að stofnun klausturs þar. Margrét Hallgrímsdóttir hefur helgað starfsferil sinn rannsókn- um og minjavörslu. Hún stjórn- aði fornleifarannsókn í Viðey, sem fram fór á árunum 1987-1995, var borgarminjavörður 1989 -2000 og síðan þjóðminjavörður. Hún sótti víðtæka menntun sína til Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla og hefur ritað um málefni þjóðminja- vörslu og fornleifarannsókna og látið víða til sín taka á þeim vett- vangi. Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 þar sem boðið er til um- ræðna og kaffiveitinga. Aðgangur er kr. 500. -fréttatilkynning Þjóðminjar og Þjóðminjasafn á fyrirlestri í Snorrastofu Margrét Hallgrímsdóttir. Mótorhjólaatriði í tónlistarmynd- band með nýju lagi bandaríska tón- listarmannsins Elliot Moss var tek- ið upp í Hvalfjarðargöngum að- fararnótt síðasta fimmtudags. Kvik- myndagerðarmenn nýttu sér tæki- færið þegar göngin voru lokuð vegna árlegs viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjóla- ferð sem endaði miður vel. El- liot Moss er 24 ára lagahöfundur, söngvari og hljóðfæraleikari í New York og býsna þekktur meðal ann- ars í Bandaríkjunum. Alla vega nógu þekktur til að heill her kvikmynda- tökufólks var staddur hér á landi til að taka upp myndbandið. Sjálft mótorhjólið sem notað var í upptökunum er Honda, kjör- gripur af árgerð 1975, í eigu Guð- mundar Steinþórssonar frá Ólafsvík. Guðmundur, sem býr í Reykjavík, á nokkur mótorhjól til viðbótar við Honduna. Hann var að sjálfsögðu á vettvangi og aðstoðaði tökufólkið. mm/ Ljósm. Spölur. Tónlistarmyndband tekin upp í Hvalfjarðargöngum Parið sem lék í atriðinu í göngunum. Guðmundur Stein- þórsson eigandi Hondunnar var kvikmyndatökufólki innan handar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.