Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 37 Sumarhús til leigu Hef til leigu í skamman tíma lítið sumar- hús. Upplýsingar í síma 897-5142. Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar LEIGUMARKAÐUR Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM Grundarörður House of Food Mathús Rjúpusúpa með ostakexi ---- Grann Þorskhnakki Hörpuskel á jurtakryddvöu Reykt önd Lax, sítrus , negull --- Krónhjörtur, fíkjur , rauðkál Lynghæna, marineruð rauðrófa Hreindýrabollur, gráðaostur, kartöugratín Kalkúnn á pinna, marineraður Gæs, bláber, púrtvín --- Súkkulaðiþrenna, mousse, ís, kaka --- Verð kr. 7.900,- á manninn. Erum byrjuð að taka borðapantanir í Jóla-Tapas. Laugardagana 18.11, 25.11, 2.12. Ef þú ert með hóp sem langar að koma í seðilinn, hafðu þá samband og við nnum dagsetningu sem hentar. Bjargarsteinn Mathús, Sólvöllum 15, 350 Grundarrði Sími 4386770. Netfang mathus@bjargarsteinn.is, Facebook.com/bjargarsteinnrestaurant Jóla-Tapas 11. október. Stúlka. Þyngd: 3.720 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Erla Karlsdóttir og Sigurbjörn Lárusson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 17. október. stúlka. Þyngd: 3.656 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Svanhildur A. Týsdóttir og Arnór Ingi Jónasson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 21. október. Stúlka. Þyngd: 3.366 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sigríður Theodóra Sigurbjörnsdóttir og Árni Ólafsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 21. október. Stúlka. Þyngd: 3.370 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir og Grímur Sveinn Erlendsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 22. október. Drengur. Þyngd: 3.576 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Lilja Rún Jónsdóttir og Skarphéðinn Magnússon, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Á döfinni Dalabyggð - miðvikudagur 25. október Blóðug jörð. Vilborg Davíðsdóttir segir frá land- námskonunni Auði djúpúðgu og nýrri bók sinni í Auðarskóla, Búðardal klukkan 18:00 í boði Sōgufélags Dalamanna. Akranes - miðvikudagur 25. október Nistarnir á loftinu. Upptaktur að Vökudögum. Fjórir organistar flytja klassísk orgelverk, dæg- urlög og kvikmyndatónlist í Akraneskirkju. Sjá nánar frétt hér í blaðinu. Akranes - fimmtudagur 26. október Menningarhátíðin Vökudagar hefst á Akranesi og stendur til 5. nóvember. Fjölmargir viðburð- ir á dagskrá víða um bæ. Ítarlega dagskrá er að finna í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - fimmtudagur 26. október Fyrsti hluti fyrirlestraraðar í Safnahúsi Borgar- fjarðar. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt flytur erindi sitt: „Mannvirkin og sagan: Húsahönnun í héraði“ kl. 20:00. Borgarbyggð - föstudagur 27. október Félagsvist kl. 20:00. Þriðja kvöldið í fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Góð verðlaun og veitingar í hléi. Allir vekomnnir. Akranes - föstudagur 27. október ÍA og Skallagrímur mætast í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akra- nesi. Borgarbyggð - laugardagur 28. október. Listamenn sýna í brugghúsi. Í gestastofu Brugghússins Steðja í Borgarfirði munu átta listamenn sýna verk sín um næstu helgi, dag- ana 28.-29. október frá klukkan 13:00 til 17:00 báða dagana. Súpa og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Stykkishólmur - laugardagur 28. október Snæfell mætir Val í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttamiðstöð Stykkishólms kl. 16:30. Borgarbyggð - laugardagur 28. október Kosningakaffi í Þinghamri. Kvenfélag Stafholts- tungna býður upp á kaffihlaðborð í Þinghamri á kosningadaginn frá kl. 14:00 - 17:00. Verð 1.500 kr á mann. Enginn posi á staðnum. Borgarbyggð - laugardagur 28. október Skógarganga - ljósið í myrkrinu! Skógræktarfé- lag Borgarfjarðar heldur ljósagöngu um skóg- arstíga í Reykholti kl. 18:00. Gangan hefst við Höskuldargerði. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér luktir, kerti eða annað ljós til að glöggva sig á aðstæðum og lýsa upp forvitni- lega grósku á leiðinni. Auk þess munu heima- menn, sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum, gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Að lyktum verð- ur kveiktur varðeldur og boðið upp á ljúffenga skógarsnúða og ketilkaffi. Miðað er við að fólk komist heim fyrir kosningavöku í sjónvarpinu. Eyja- og Miklaholtshreppur - sunnudagur 29. október Sveitamarkaður á Breiðabliki frá kl. 13 til 17. Matur og handverk af Snæfellsnesi. Borgarbyggð - miðvikudagur 1. nóvember Sviðamessa F.A.B. Félag aldraðra í Borgarfjarð- ardölum heldur hina árlegu sviðamessu í Brún þann 1. nóvember kl. 14:00. Nýir félagar 60+ boðnir velkomnir í félagið. Borgarbyggð - miðvikudagur 1. nóvember Skallagrímur mætir Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.