Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 11 Frá stöð nr. 1 (alla virka daga) 07:10 - 07:40 - 08:10 - 08:40 - 09:10 - 09:40 07:28 - 07:58 - 08:24 - 08:58 - 09:28 - 09:58 Frá Akratorgi (alla virka daga) Ferðir kl. 15:45 og 16:06 falla niður frá 1. júní til 1. sept. Frá stöð nr. 1 (alla virka daga) 11:15 - 11:45 - 12:15 - 12:45 - 13:15 - 13:45 - 14:15 14:45 - 15:15 - 15:45 - 16:15 - 16:45 - 17:15 - 17:45 11:36 - 12:01 - 12:36 - 13:06 - 13:36 - 14:06 - 14:36 15:06 - 15:36 - 16:06 - 16:36 - 17:06 - 17:36- 18:06 Frá Akratorgi (alla virka daga) Frekari upplýsingar á www.akranes.is Seinni leið 07:10 - 09:40 11:15 - 17:45 Stöðvar: 1 2 3 4 5 5b 6 7 8 11a 12 13 14 15 16 17 1 18a 18b 19 20 21 22 23 29a 28a 27a 24a 30 31 32 33 In nn es ve gu r Br es a öt Ke til s öt Þo rm óð s öt Þo rm óð s öt Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Le yn isb ra ut Le yn isb ra ut In nn es ve gu r In nn es ve gu r In nn es ve gu r In nn es ve gu r In nn es ve gu r Þjó ðb ra ut Es ju br au t Es ju br au t Va llh olt Ve stu rg at a Há ho lt Kir kju br au t M er kig er ði Ve stu rg at a Sk óla br au t Sk óla br au t Kir kju br au t Kir kju br au t St illh olt Ga rð ab ra ut Morgunleið Stöðvar: heilan tíma: heilan tíma: 10 11 12 13 13 13 14 15 15 16 17 17 18 18 19 20 20 21 22 23 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 32 33 34 34 35 40 41 42 43 43 43 44 45 45 46 47 47 48 48 49 50 50 51 52 53 53 54 55 56 57 58 59 00 01 02 02 03 04 04 05 1 2 3 4 5 5b 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 1 18b 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 15 16 17 18 18 18 19 19 20 21 22 22 23 23 24 25 25 28 29 30 31 31 32 33 34 35 35 36 37 38 40 42 45 46 47 48 48 48 49 49 50 51 52 52 53 53 54 55 55 58 59 00 01 01 02 03 04 05 05 06 07 08 10 12 mánudaga til föstudaga Ve st ur ga ta Ve st ur ga ta Ki rk ju br au t Garðabraut Stillholt Vo ga br au t Þj óð br au t Le yn isb ra ut Esjubraut Innnesvegur Vallholt Háholt Skólab raut Merkigerði Vitateigur S uð ur ga ta LANGISANDUR SÓLMUNDARHÖFÐI Morgunleið (07:10 - 09:40) Stoppistöð AkstursleiðSeinni leið (11:15 - 17:45) LEYNIR KRÓKALÓN MERKURTÚN N 1 Allar ferðir með vagninum eru án endurgjalds! Grundaskóli Íþróttamiðstöð Brekkub.skóli 2 3 4 5 6 18 19 18b 2021 22 23 30 29a 29 28 27 24 24a 27a 26 25 28a 31 32 33 18a 5b 7 8 9 11 10 11a 12 13 14 15 16 17 KALMANSVÍK K O R T: U JÓ N SD Ó T T IR In nn es ve gu r Br es a öt Ke til s öt Þo rm óð s öt Þo rm óð s öt Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Ga rð ag ru nd Jö ru nd ar ho lt Jö ru nd ar ho lt Jö ru nd ar ho lt Le yn isb ra ut Le yn isb ra ut In nn es ve gu r In nn es ve gu r In nn es ve gu r In nn es ve gu r Es ju br au t Es ju br au t In nn es ve gu r Va llh olt Ve stu rg at a Há ho lt Kir kju br au t Ak ra to rg Su ðu rg at a Vit at eig ur Ve stu rg at a Ve stu rg at a M er kig er ði Kir kju br au t Kir kju br au t St illh olt Ga rð ab ra ut FYRRI AKSTURSLEIÐ STRÆTÓ TEKUR AFTUR GILDI ÞANN Fyrirmyndardagurinn verður næst- komandi föstudag, 24. nóvember. Markmið fyrirmyndardagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði at- vinnuleitendum með skerta starfs- getu að vera gestastarfsmenn fyr- irtækisins í einn dag, eða hluta úr degi. Dagurinn er því mikilvæg- ur til að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu til fjölbreyttari at- vinnuþátttöku. Með því fá gesta- starfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda. Hér á Vesturlandi tekur Vinnu- málastofnun höndum saman með Starfsendurhæfingu Vesturlands og starfsfólki vinnu- og hæfingarstaða og hafa forsvarsmenn þeirra á síð- ustu dögum heimsótt vinnustaði. Að sögn Guðrúnar Sigríðar Gísla- dóttur forstöðumanns Vinnumála- stofnunar á Vesturlandi hafa við- tökur atvinnurekenda verið mjög jákvæðar við að fá gesti í heimsókn á fyrirmyndardaginn. „Þetta er í fjórða sinn sem Vinnumálastofnun heldur þennan dag og þriðja sinn sem við á Vesturlandi tökum þátt,“ segir Guðrún. Í bréfi sem stjórn- endum fyrirtækja hefur verið sent eru þeir jafnframt hvattir til þátt- töku í þessu þarfa verkefni. Þann- ig leggi þeir sitt af mörkum til að stuðla að fjölbreyttari samfélagi og atvinnuþátttöku sem flestra. Á Facebooksíðu sem nefnist „Fyrirmyndardagurinn“ má fræð- ast nánar um verkefnið. Gleðilegan fyrirmyndar-föstudag! mm Fyrirmyndardagur til að auka möguleika til atvinnuþátttöku Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður hjá HVER og Guðrún Sigríður Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi heimsóttu skrifstofu Skessuhorns í vikunni. „Við höfum ávallt verið hreinskilin við okkar viðskiptavini og höldum því áfram. Í gær varð gríðarlega alvarleg bilun í kerfum 1984 og því miður algert kerfishrun. Við munum vinna sleitulaust að því að laga það sem hægt er að laga,“ sagði í tilkynningu sem vefhýsing- arfyrirtækið 1984.is sendi frá sér á fimmtudagsmorguninn. Kvöld- ið áður hafði gerst það sem ekki á að geta gerst hjá fyrirtækjum sem þessum, þegar allt tölvukerfi fyr- irtækisins og pósthýsing hrundi. Í ljósi þess að 1984.is er eitt stærsta hýsingarfyrirtæki landsins hafði bilunin áhrif á þúsundir fyrirtækja hér á landi sem vistuðu vefsíður sínar hjá því. Eftir á að meta tjón ýmissa fyrirtækja, svo sem vegna bókana og annars, en ljóst að tjón- ið er verulega mikið og hleypur á milljónatugum eða jafnvel meira. Fjölmörg stór og lítil fyrirtæki, á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni, geymdu gögn sín hjá 1984, ýmist vefi og/eða tölvu- póst, bókunarkerfi, myndasöfn o.s.fv. Sérfræðingar sem til þekkja vita ekki um stærra kerfishrun hjá íslensku fyrirtæki frá því Internet- ið var fundið upp. Enn liggur ekk- ert fyrir um hvort um skipulagða innrás tölvuhakkara var að ræða, eða hvort kerfishrunið hafi orðið af öðrum ástæðum. Óvíst hvað endurheimtist Allt frá því kerfishrunið varð hef- ur hópur fólks reynt að endur- heimta þau gögn sem fyrirtæk- ið geymdi. Um helgina var búið að endurheimta 40-60% þeirra vefsíðna sem féllu niður og veru- legan hluta tölvupóstsgagna. Sum þau fyrirtæki sem áttu afrit af vefj- um sínum vistuð á öðrum stað hófu strax vinnu við uppsetningu á nýjum vefjum og hýsingu hjá öðrum fyrirtækjum. Fréttavefur Skessuhorns var í þeim hópi fyr- irtækjavefja sem vistaður var hjá 1984.is. Fleiri vestlenskar síður einnig, svo sem veitingafyrirtæk- ið Sansa, Smáprent, Landsnáms- setrið og fleiri. Mánaðar gamalt afrit var til af vef Skessuhorns og tókst að koma nýrri vefsíðu í loftið á há- degi á föstudaginn sem byggði á þeim gögnum. Ekki liggur þó fyr- ir hvort náist að endurheimta öll þau gögn sem töpuðust, en það eru einkum fréttamyndir og efni sem ritað var á vefinn á mánað- artímabili fyrir kerfishrunið. At- hygli skal vakin á því að endurskrá þarf smáauglýsingar og upplýs- ingar í viðburðaskrá Skessuhorns. Hvorutveggja er ókeypis þjónustu eins og kunnugt er. mm Stærsta kerfishrun frá upphafi Það þyrmdi yfir marga þegar ljóst var hversu alvarleg bilun hafði orðið og miklar upplýsingar að líkindum glatast.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.