Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 17 ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐA DANSKAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI OPIÐ: ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM VÖNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Borgarbyggð auglýsir starf byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á byggingarmálum og hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Borgarbyggð auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru yfirferð og afgreiðsla byggingarleyfisumsókna vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda, stöðuleyfa og fyrirspurna auk útgáfu byggingarleyfa að uppfylltum skilyrðum. Byggingarfulltrúi annast að auki eftirlit með byggingarframkvæmdum og frágangi þeirra, sem og umhverfi lóða til samræmis við samþykkt gögn, skilmála, byggingarreglugerð og lög sem því tengjast. Hann sinnir einnig öðrum verkefnum sem falla undir verksvið byggingarfulltrúa og umhverfis- og skipulagssvið hverju sinni. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði byggingarmála með löggildingu í mannvirkjahönnun skv. 25. gr. laga um mannvirki og reynsla á sviði byggingar- mála og lagaumhverfis þess. Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfni, fagmennsku og góða samskiptahæfileika. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri í síma 433-7100. Umsóknir ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar til borgarbyggd@borgarbyggd.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Í liðnum mánuði hélt stjórn Há- skólans á Bifröst stefnumótunar- fund þangað sem boðið var fulltrúa- ráði skólans, starfsfólki, nemendum og fulltrúum aðstandenda skólans. Góð mæting var á fundinn en hann sóttu yfir 50. Voru mörg áhugaverð sjónarmið viðruð og velt upp spurn- ingum er lúta m.a. að stefnupýra- mída skólans, Háskólanum á Bifröst eftir 10 ár, tengingu skólans við at- vinnulífið, áherslum varðandi náms- framboð og kennsluhætti, hugsan- lega sameiningu við aðra háskóla, staðsetningu skólans, forgangsmál næstu ára og fleira. Stjórn Háskólans á Bifröst vinn- ur nú úr niðurstöðum umræðna sem urðu á stefnumótunarfundinum en tekið var saman viðamikið efni um það sem fram kom og byggt verður á við áframahaldandi vinnu. Niður- stöður og ákvarðanir stjórnar há- skólans verða í kjölfarið birtar með stefnu skólans fyrir árin 2018 – 2021 en hún verður afgreidd samhliða rekstraráætlun næsta árs á stjórnar- fundi háskólans sem fram fer í næstu viku. Helstu niðurstöður stefnumótunarfundar Umræðurnar sýndu fjölbreytt við- horf mismunandi hópa og voru þau meira afgerandi í sumum efnisþátt- um en öðrum. Í umræðunum kom meðal annars fram sú sýn fund- argesta að eftir tíu ár yrði skólinn rótgróinn, alþjóðlegur háskóli með skýra stefnumörkun á sérstaklega tilgreindum sviðum og sterka fag- lega tengingu við íslenska náttúru og menningu. Sefnupýramídi há- skólans verður endurskoðaður með tilliti til niðurstaðna stefnumótunar- vinnunnar. Ljóst er af niðurstöðun- um að hann mun verða uppbyggður með líkum hætti og áður. Fram kom það viðhorf að almennt yrði lögð áhersla á fjarnám við Há- skólann á Bifröst og skólanum mörkuð sérstaða og forysta á þeim grunni. Á sama tíma skal stuðla að uppbyggingu á svæðinu og styrkja stöðu Bifrastar sem búsetukosts. Skoðanir þátttakenda voru mis- jafnar þegar spurt var um samein- ingu háskólans við aðrar stofnanir. Almenn skoðun þátttakenda var sú að aðstandendur háskólans ættu að vera opnir fyrir hugmyndum er lúta að sameiningu háskólans og auknu samstarfi. Einnig að brýnt sé að undirbúa vel faglega greiningu áður en ákvarðanir eru teknar í þeim efn- um. Varðandi staðsetningu skólans þá komu fram tvær andstæðar skoð- anir. Mikil áhersla var lögð á stað- setningu skólans á Bifröst og talið að sérstaða skólans felist m.a. í þeirri staðsetningu. Einnig að horfa verði á staðsetninguna í stærra samhengi til framtíðar og í ljósi möguleika til samvinnu við aðra skóla og stofn- anir. Fundargestir voru að mestu sam- mála um að Háskólinn Bifröst skyldi sækja fram á alþjóðlegum vettvangi og hafa námið aðgengilegt jafnt á ensku sem íslensku. Þá skulu verk- efni er lúta að alþjóðavæðingu og stefnumörkun í þeim efnum vera vandlega undirbúin og fjárhagslega sjálfstæð. Mörgum hugmyndum var velt upp um hvernig tengja mætti nám- ið og háskólann betur við fyrirtæki og atvinnulífið. Sérstaða Háskólans á Bifröst hefur alltaf verið samofin forystu og stjórnun og þannig tengst viðskiptalífinu. Enginn vafi er á því að þetta sé sérstaða skólans. Nánari upplýsingar um stefnu- mótunarfundinn, myndir og mynd- bönd má finna á vef skólans. mm/byggt á fréttabréfi. Stefnumótunar- fundur var haldinn í Háskólanum á Bifröst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.