Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 20172 Hildibrandur Bjarnason bóndi, há- karlaverkandi og ferðafrömuð- ur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi lést 16. nóvember síðastliðinn. Hildi- brandur fæddist 18. nóvember 1936 á Asparvík á Ströndum. For- eldrar hans tóku sig upp af Strönd- um með barnahópinn sinn og fluttu árið 1951 búferlum að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Þar hefur Hildi- brandur og fjölskylda hans rek- ið myndarbú með sauðfé og hross en þekktastur er Hildibrandur fyr- ir verkun og sölu á hákarli og miðl- un þekkingar og fróðleiks til ferða- manna sem í þúsundatali hafa sótt Bjarnahöfn heim á ári hverju. Á bæj- arhlaðinu hefur verið reist myndar- legt safn um gamla búhætti og sjó- sókn og aðstæður til móttöku ferða- fólks eru þar framúrskarandi. Óhætt er að segja að Hildibrand- ur í Bjarnarhöfn sé fyrir löngu orð- inn þjóðkunnur fyrir starf sitt, frá- sagnargáfu og litríka persónu. Hann var vinmargur sem glöggt sást fyr- ir réttu ári á áttræðisafmælinu þeg- ar hann tók á móti yfir 300 gestum með gleði og söng heima í Bjarnar- höfn. Veikindi höfðu hrjáð hann síð- ustu misserin en af þekktri seiglu og með bjartsýni um bata tókst hann á við þann skafl allt til enda. Hildibrandi í Bjarnarhöfn verð- ur seint fullþakkað framlag hans til uppbyggingar ferðaþjónustu á Vest- urlandi. Hann vann brautryðjanda- starf sem eftir var tekið við varð- veislu minja og miðlun sögu lands og þjóðar til gesta sem hingað komu hvarvetna úr heiminum. Fyrir hönd Vestlendinga allra eru honum að leiðarlokum færðar þakkir fyrir sinn skerf til samfélagsins. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og ættmenn- um öllum eru færðar samúðarkveðj- ur. Eftir lifir minningin um mætan mann. -mm Nú þegar stutt er eftir af nóvember eru ýmsir fjölbreyttir viðburðir fram- undan á Vesturlandi. Má þar t.d. nefna hið árlega jólabingó Kvenfélagsins 19. júní, basar í Setrinu í Stykkishólmi og jóla- og sveitamarkað í Breiðabliki. Allt eru þetta kjörin tækifæri til að fara og hitta fólk og gera sér dagamun í skammdeginu. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi og snjókomu eða éljagangi um landið norðanvert, en úrkomulaust um sunn- anvert landið á fimmtudag og föstu- dag. Frost verður 0-8 stig. Á laugardag er spáð allhvassri eða hvassri norðan- átt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi en bjart verður sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst á vesturhluta landsins en áfram verð- ur kalt í veðri. Á sunnudag er útlit fyrir austlæga átt og bjart veður en skýjað og dálitla snjókomu á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti um frostmark við suð- vesturströndina en talsvert frost í inn- sveitum Norðan- og Austanlands. Á mánudag er spáð hægum vindi, þurru og frosti um land allt. Alvarleg kerfisbilun varð hjá hýsingar- aðila www.skessuhorn.is, 1984.is, nú í lok síðustu viku og datt því spurn- ing vikunnar út af vef Skessuhorns. Við komum sterk inn með spurningu fyrir næstu viku þar sem spurt er: Hversu oft þværðu þér um hárið? Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur frá Akranesi er Vestlendingur vikunnar. Hún náði besta árangri íslenskra kylf- inga fram til þessa þegar hún varð í þriðja sæti á Sanya Ladies Open í Kína um helgina, í næststerkustu mótaröð sem spiluð er í heiminum. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ísland fremst í upplýsinga- tækni HEIMURINN: Ísland er nú í efsta sæti þjóða heims á einkunnalista Alþjóða fjar- skiptasambandsins í árlegri skýrslu sem birt var í síð- ustu viku um stöðu og þró- un upplýsingasamfélagsins í heiminum. Þar er ríkjum raðað á lista eftir einkunn- um og niðurstöðum skv. mælikvörðum sem not- aðir eru til að mæla stöðu og þróun upplýsingasam- félagsins. Einnig er birtur listi með heildareinkunn- um ríkja, svokallaður IDI listi (ICT Development Index). Þar er 176 ríkjum um allan heim raðað í ein- kunnaröð og borið er sam- an við niðurstöður frá síð- asta ári. Ísland var í 2. sæti á þessum lista á síðasta ári, en hefur nú skotist upp fyr- ir Suður-Kóreu sem hef- ur verið í efsta sætinu síð- ustu ár. Í þriðja sæti er Sviss og síðan kemur Danmörk í fjórða sæti. -mm Vetrarþjónusta Vegagerðar- innar LANDIÐ: Vegagerðin vill vekja athygli vegfar- enda á því að aðeins örfá- ir vegir eru í þjónustu all- an sólarhringinn. „Í grennd við marga þéttbýlisstaði eiga vegir að vera færir til klukkan 22 en víða lýkur þjónustu um kvöldmatar- leytið eða jafnvel enn fyrr - og sumir vegir eru ekki í daglegri þjónustu. Eft- ir að þjónustu lýkur getur færð spillst nokkuð hratt þegar snjóar eða skefur og ástandið getur því orð- ið nokkuð annað en þegar vegir voru hreinsaðir síðast og færð skráð. Því er alltaf ráðlegt að skipuleggja ferð- ir innan þjónustutíma eftir því sem kostur er,“ segir í tilkynningu frá Vegagerð- inni. -mm Breyttur tími körfuboltaleiks AKRA-BORG: KKÍ hef- ur gert breytingu á tíma- setningu leiks í 1. deild í körfubolta karla. Vestur- landsslagur Skallagríms og ÍA verður spilaður 15. des- ember kl. 19.15 í stað 14. desember. -mm Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hef- ur staðfest viljayfirlýsingu um sam- starf við Bjarg íbúðafélag um upp- byggingu þriggja fjölbýlishúsa fyr- ir leiguíbúðir á Akranesi í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um al- mennar íbúðir. Bjarg leigufélag er í eigu BSRB og ASÍ og er tilgangur þess að byggja, eftir danskri fyrir- mynd, íbúðarhúsnæði sem leigt er til langs tíma á viðráðanlegu verði, þ.e. án hagnaðarsjónarmiðs. Bæj- arstjórn Akraness samþykkti á síð- asta fundi sínum viljayfirlýsingu um samstarf við íbúðafélagið um út- hlutun lóða við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi. Auk þessa sam- komulags við Akraneskaupstað hef- ur Bjarg m.a. ritað undir viljayfir- lýsingu við Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð um lóðir fyrir á annað þúsund íbúðir en markmið félags- ins er að byggja í fyrsta áfanga 1200 íbúðir í nokkrum sveitarfélögum. mm Leigufélagið Bjarg fær þrjár fjölbýlishúsalóðir á Akranesi Lóðirnar Asparskógar 12, 14 og 16 liggja vestan við götuna, samsíða einbýlis- húsunum sem þarna sjást. Ljósm. kgk. Skortur hefur verið á heitu vatni í Heiðarskóla og Heiðarborg í Hval- fjarðarsveit að undanförnu. Tals- verðrar óánægja gætir meðal íbúa í sveitarfélaginu vegna þessa. Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðar- sveitar segir að skortur á heitu vatni hafi verið vandamál í nokkurn tíma. Vandamálið ágerist í miklu frosti eða í löngum kuldaköflum. Skúli staðfestir að af og til þurfi að grípa til þess að hita Heiðarskóla upp með rafmagni. „Þetta er flókið mál sem varðar samskipti og eignarhald og engin úrlausn í sjónmáli eins og er. Við skiljum vel þær óánægju- raddir sem hafa heyrst í samfé- laginu og erum að skoða hvað hægt er að gera, en það er engin einföld lausn til á þessu vandamáli,“ segir Skúli í samtali við blaðamann. Að- spurður hvaða hugsanlegu lausnir sé verið að skoða segist hann ekki geta greint frá því að svo stöddu. „Eins og ég segi er þetta flókið en við erum vel meðvituð um þetta vandamál og erum að skoða hvað sé hægt að gera. Þetta vandamál er ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að það sé neitt meiri skortur á heitu vatni núna heldur en verið hefur síðastliðna vetur.“ arg Vegna heitavatnsskorts þarf af og til að kynda Heiðarskóla upp með rafmagni. Skortur á heitu vatni í Hvalfjarðarsveit Andlát: Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.