Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201714 Hátíðarguðsþjónusta var síðast- liðinn sunnudag í Ólafsvíkurkirkju þegar fimmtíu ára afmæli kirkjunnar var fagnað. Sóknarbörn fjölmenntu til kirkju en eftir guðsþjónustu var dagskrá í Klifi. Frú Agnes M Sig- urðardóttir biskup Íslands prédik- aði við athöfnina og séra Óskar Ingi Ingason þjónuðu fyrir altari ásamt fyrrverandi prestum sóknarinnar og prófasti sem sáu um lestra og bæn- ir. Jazztríó skipað þeim Jóni Raf- nssyni, Kjartani Valdimarssyni og Þór Breiðfjörð sá um tónlist og söng ásamt Elenu Makeeva organista, Veronicu Osterhammer kórstjóra og einsöngvara, Kór Ingjaldshóls- kirkju og Kirkjukór Ólafsvíkur. Eftir athöfnina var boðið til hátíðardag- skrár í félagsheimilinu Klifi þar sem Sturla Böðvarsson sagði m.a. frá byggingu kirkjunnar. Einnig kom fram við athöfnina í Klifi Barna- og skólakór Snæfellsbæjar og sáu Val- entina Kay og Evgeny Makeev um stjórn. Kennileiti fyrir bæinn Ólafsvíkurkirkja setur sterkan svip á bæinn og vekur form hennar og byggingarstíll eftirtekt og aðdáun margra sem þangað koma. Hún er ein af fyrstu nútímakirkjum landsins og var strax sátt um hana í söfnuðin- um. Kirkjan var hönnuð af Hákoni Hertervig og vígð 19. nóvember 1967. Fyrsta skóflustungan var tekin 1961 af Stefáni Kristjánssyni. Bygg- ingameistari var Böðvar Bjarnason frá Böðvarsholti í Staðarsveit. Sterk tenging Þegar kirkjan var í byggingu starf- aði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og fv. ráðherra með föður sínum við framkvæmdina. Við rifjum hér upp frásögn Sturlu sem reyndar er síðan fyrir tíu árum þeg- ar kirkjan varð fjörutíu ára: „Ég byrjaði að vinna við smíð- ina með pabba þegar ég var sextán ára gamall og var við bygginguna meira og minna á sumrin þar til henni var lokið, allt frá því að vinna á loftpressu til þess að setja kross- inn á turninn og hengja upp altar- istöfluna. Ólafsvíkurkirkja er flókin bygging og faðir minn var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni. Ég var að læra húsasmíði hjá honum á þessum árum og fór síðar í byggingatækni- fræði eftir það. Þegar kom að því að vígja kirkjuna vorum við Hallgerður Gunnarsdóttir farin að búa. Okkur þótti tilvalið að standa aðeins upp frá skólabókunum í Reykjavík, skreppa vestur og láta gifta okkur og skíra elsta barn okkar, Gunnar, í leiðinni. Þannig vildi það til að hjónaband okkar er jafngamalt kirkjunni. Þessi dagur, þ.e. 19. nóvember er helg- ur dagur í okkar fjölskyldu bæði af þessu og vegna fleiri atburða. Og svo hefur hjónaband okkar Hall- gerðar verið gott og farsælt þannig að yfir öllu þessu er mikil blessun,” sagði Sturla. af/mm/ Ljósm. af. Ólafsvíkurkirkja fimmtíu ára Gestir fjölmenntu til kirkju á afmælinu. Aðalsteinn Þorvaldsson prestur í Grundarfirði, Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi, Friðrík Hjartar fyrrum sóknarprestur Ólafsvíkurprestakalls og nú prestur í Vídalínskirkju, frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Óskar Ingi Ingason sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur á Borg, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson fyrrum sóknarprestur Ólafsvíkur- prestakalls en nú sóknaprestur í Hrunaprestakalli og séra Magnús Magnússon fyrrum sóknarprestur Ólafsvíkurprestakalls en nú sóknaprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli. Á myndina vantar séra Elínborgu Sturludóttur sóknarprest í Stafholtsprestakalli. Barnakórinn og kirkjukórinn sem söng. Biskub Íslands prétikaði við athöfnina. Prestar sem þjónað hafa Ólafsvíkurkirkju. Sturla Böðvarsson framan við Ólafsvíkurkirkju. Ljósm. úr safni Skessuhorns/þþ. Rithöfundurinn og fótboltamaðurinn Þorgrímur Þráinsson var mættur ásamt föður sínum Þráni Þorvaldssyni. Kirkjukórinn sá um glæsilegar veitingar.Sturla Böðvarsson ásamt fjöldskyldu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.