Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 15 www.skaginn3x.com Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 200 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Skaginn 3X hlaut nýlega Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun Íslands. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Reynsla sem nýtist í starfi • Aukin ökuréttindi C/CE • Vinnuvélaréttindi eru æskileg • Áreiðanleiki og stundvísi nauðsynleg • Gott vald á íslensku og ensku er kostur Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Umsóknir sendist á: job@skaginn3x.com. Nánari upplýsingar veitir Árni Ingólfsson verkstjóri í síma 861 3988 eða arni@skaginn3x.com Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2017. Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða vana lyftara– og tækjamenn Vertu með í auknum umsvifum Pipar\TBW A \ SÍA Stígamót bjóða upp á ókeypis viðtalsþjónustu við fólk á Vestulandi sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi. Viðtölin fara fram á Akranesi og í Borgarnesi hálfsmánaðarlega og þjónustuna veitir Erla Björg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi. Tímapantanir fara fram í gegnum síma 5626868. Ókeypis þjónusta Stígamóta á Vesturlandi Verið öll hjartanlega velkomin Starfsfólk Stígamóta SK ES SU H O R N 2 01 7 Undanfarið hefur á vegum Snæ- fellsbæjar verið unnið að lagningu ljósleiðara frá Stekkjarvöllum að Malarrifi annars vegar og frá Ólafs- vík að Mávahlíð hins vegar. Hef- ur vinnan gengið ágætlega en búið er að plægja stofnlögnina sunnan- megin en eftir er að plægja á Arn- arstapa og tengilagnir á Hellnum. Frá Ólafsvík að Mávahlíð er stofn- lögnin komin í jörðu en tengilagn- ir eftir. Lengst er verkið komið á sunnanverðu nesinu en búið er að blása ljósleiðarastrenginn að Arnarstapa frá Stekkjarvöllum og eru inni í því allir þeir staðir sem tengdir verða á þeirri leið. Vonast er til að hægt verði að hleypa um- ferð um kerfið að Arnarstapa um næstu mánaðamót og restina af leiðinni að sunnanverðu í desemb- er. Norðanmegin er vonast til að verkinu ljúki í febrúar en það verð- ur bundið veðri hvernig gengur. Áætlaður kostnaður við verk- ið er um 120 milljónir króna og fékkst styrkur úr Fjarskiptasjóði. Þá borgar hver og einn fyrir að fá tengingu til sín og vonast Snæ- fellsbær til að geta selt kerfið en það var á dögunum auglýst til sölu. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir hver endanlegur kostnaður sveit- arfélagsins verður. Það er Gunnar Hauksson sem stýrir verkinu fyrr hönd Snæfells- bæjar og tæknilegur ráðgjafi er Guðmundur Gunnarsson hjá Lýs- ir ehf sem jafnframt sá um hönnun kerfisins. Stafnafell ehf plægir nið- ur ljósleiðararörið og það er svo Leiðarinn sem blæs ljósleiðara- strengnum í rörin. mm Framkvæmdir ganga vel við ljósleiðaralögn í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.