Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 23 Brynhildur Traustadóttir er efni- legur sundkappi frá Akranesi sem stefnir langt á því sviði í framtíð- inni. Hún er Skagastelpa í húð og hár, fædd 2001 og varð því 16 ára gömul fyrr á þessu ári. Brynhild- ur hefur náð mjög góðum árangri í sundinu og hefur til að mynda bætt tvö Akranesmet í sundi á þessu ári. Einnig hefur hún mikinn áhuga á tónlist og æfir á bassaklarínett í Tónlistarskóla Akraness. Auk þess að æfa sund tíu sinnum í viku, í eina og hálfa til tvær klukkustund- ir í senn, og stunda nám í Tón- listarskóla Akraness í tvær klukku- stundir á viku er Brynhildur nem- andi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á náttúrufræðibraut. „Það er alltaf nóg að gera en þann- ig finnst mér líka gott að hafa það. Ég æfi sund alltaf á morgnana í svona eina og hálfa klukkustund en þar sem ég er í afrekstímum í skól- anum get ég tekið þrjá morguntíma í viku á skólatíma. Á fimmtudög- um og föstudögum þarf ég aftur á móti að mæta á sundæfingu klukk- an sex, áður en ég fer í skólann. Ég fer líka á tveggja klukkustunda æf- ingar seinni partinn á virkum dög- um og klukkan sjö á laugardags- morgnum. Þetta hljómar vissulega mikið en ég elska að synda,“ segir Brynhildur þegar blaðamaður sett- ist niður með henni í liðinni viku. Stefnir erlendis í háskóla Aðspurð hversu lengi hún hafi æft sund segist hún hafa verið að synda eins lengi og hún man eftir sér. „Ég hef verið í vatni eins lengi og ég man. Ég byrjaði í ungbarna- sundi fyrir eins árs aldur og held að ég hafi nú eiginlega bara verið að æfa síðan þá,“ segir Brynhildur og hlær. Hún segist vona að sund- ið eigi eftir að hjálpa henni að ná markmiðum sínum. „Mig lang- ar að mennta mig erlendis, helst í Bandaríkjunum. Ég hef mik- inn áhuga á því sem tengist vís- indum og stefni á nám í einhverju því tengdu, t.d. í efnafræði. Sund- ið gæti verið lykillinn að því mark- miði mínu því það gæti hjálpað mér að komast inn í skóla og að fá styrk til náms,“ segir Brynhildur. „Bróðir minn var í sundliði í há- skóla í Bandaríkjunum á styrk og það kveikti minn áhuga og ég hef síðan þá stefnt að því að gera þetta líka,“ bætir hún við og brosir. Ákvað að minnka við sig í tónlistinni fyrir sundið Þó að vissulega sé mikið að gera hjá Brynhildi segist hún hafa alveg nægan tíma fyrir félagslíf og nám. „Ég þarf náttúrulega líka að standa mig vel í námi ef ég ætla að komast í háskóla svo ég passa mig alltaf að gefa mér nægan tíma fyrir skólann. Ég skipulegg tímann minn mjög vel og bæði tónlistarkennarinn og sundþjálfarinn sýna mér mik- inn skilning og þess vegna gengur þetta allt upp. Ég hefði alveg vilj- að leggja meiri áherslu á tónlistina en sá bara ekki fram á að geta þá sinnt bæði sundi og skóla eins og ég vildi. Ég tók því ákvörðun um að minnka við mig í tónlistinni og finnst þetta fínt svona. Enda er sundið og námið mikilvægir þætt- ir í því að ná markmiðum mínum í framtíðinni. Ég hitti vini mína að sjálfsögðu í skólanum og á æf- ingum en svo er ég venjulega búin að öllu klukkan átta á kvöldin og hef þá smá tíma fyrir sjálfa mig og félagslíf. Mér finnst ekki erfitt að samtvinna þetta allt, ég er nátt- úruleg bara að gera það sem mér þykir skemmtilegt og þá er þetta ekkert mál. Svo æfi ég ekkert á sunnudögum og get þá nýtt dag- inn eins og ég vil og sofið út,“ seg- ir Brynhildur og hlær. Sett tvö ný Akranesmet á þessu ári Brynhildur er mikil keppnismann- eskja og eins og fram hefur komið á hún sem stendur tvö Akranesmet í sundi. Hún keppir helst í skrið- sundi og flugsundi en æfir önnur sund líka til að halda sér í þokka- legri æfingu. Í lok október keppti hún á móti hjá Sundfélagi Hafnar- fjarðar þar sem hún bætti tólf ára gamalt Akranesmet í 1500 metra skriðsundi um 55 sekúndur þegar hún synti það á tímanum 18.25.27. „Ég bætti einnig 20 ára gam- alt Akranesmet í 100 metra flug- sundi í sumar. Það er mjög gaman að ná slíkum árangri en ég stefni á að gera alltaf betur og vonandi set ég fleiri met eða bæti jafnvel mín eigin,“ segir Brynhildur. Um liðna helgi keppti hún á Íslandsmeistara- móti í sundi í 25 metra laug. „Fyrsti dagurinn gekk sérstaklega vel og ég náði lágmarki inn á Norðurlanda- meistaramótið í desember. Það hef- ur lengi verið markmið mitt að taka þátt í landsliðsverkefni og er þetta mitt fyrsta,“ segir Brynhildur að endingu. arg Athugið að ekki er posi á staðnumKvenfélagið 19. júní BING Ó 24. nóvember HIÐ ÁRLEGA JÓLABINGÓ Kvenfélagsins 19. júní verður haldið í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands, Ásgarði, Hvanneyri, föstudaginn 24. NÓVEMBER KL. 20:00. Ágóðinn rennur til góðgerðarmála innan héraðs. Margir góðir vinningar. Spjaldið kostar 1000 kr. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Styrkumsóknir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2018. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Efnileg sundkona sem bætti nýlega tólf ára Akranesmet í skriðsundi Brynhildur Traustadóttir er ung og efnileg sundkona á Akranesi. Einkum leggur hún áherslu á skriðsund og flugsund. Brynhildur keppti á Íslandsmeistaramóti í sundi um liðna helgi. Á tónleikunum Ungir gamlir í Bíóhöllinni fyrr í þessum mánuði spilaði Brynhildur í húsbandinu á bassaklarinett. Páll Óskar var þar í stóru hlutverki ásamt ungu tónlistarfólki af Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.