Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Gott að kynna sér almenn öryggisatriði Þegar yfirvofandi ógn vofir yfir setur að mörgum óhug, eðlilega. Nú færist skammdegið yfir af krafti og árstíminn minnir óneitanlega á sig. Stórhríð geisar um allt norðanvert landið þegar þetta er skrifað síðdegis á mánudegi. Í gær fauk til dæmis lítil rúta út af í Staðarsveitinni og í dag féll snjóflóð og lokaði veginum til Siglufjarðar. Samgöngur eru teknar að spillast. Þá er boðað í fjölmiðlum að hæsti jökull landsins, sem jafnvel vísindamenn töldu kulnaða eldstöð, sjálfur Öræfajökull, væri tekinn að hósta og ræskja sig. Undir honum er greinilega virk eldstöð sem lætur enga vísindamenn segja sér hvort hún er lífs eða liðin, jafnvel þótt hún hafi þagað í þrjú hundruð ár. Í það minnsta er að myndast ferkílómeters dyngja efst á jöklinum skammt frá sjálfum Hvannadalshnjúki. Við erum minnt á að við búum á landi hinna miklu andstæðna þar sem eldur og ís takast á og maðurinn má sín lítils við ákveðnar aðstæður. Þessu tengt, þó á annan hátt. Í síðustu viku varð rof á ákveðinni þjón- ustu. Eitt stærsta vefhýsingarfyrirtæki landsins lamaðist. Þar horfðu starfs- menn upp á, án þess að geta nokkuð að gert, þegar heilu tölvusamstæð- urnar dóu, hugbúnaður hvarf, algjört kerfishrun varð. Þúsundir vefsíðna hreinlega hurfu. Á þessari stundu, tæpri viku síðar, er allsendis óvíst hvort hægt verður að endurheimta allt það efni sem hýst var hjá fyrirtækinu. Við á Skessuhorni vorum eitt af þeim fyrirtækjum sem urðum fyrir barðinu á þessari árás sem mér finnst nokkuð augljóst að hafi verið gerð á fyrirtækið 1984.is. Enn hefur gamla heimasíðan okkar ekki fundist. Skaðinn var þó takmarkaður í okkar tilfelli þar sem ungi maðurinn sem skrifaði síðuna fyr- ir okkur fyrir tveimur árum ákvað að taka sjálfstæða afritun af henni mán- aðarlega. Því gátum við á rúmum sólarhring eftir kerfishrunið mikla sótt það sem skipti máli til að opna nýja heimasíðu og vistað hana á öðrum stað. En þetta tímabil meðan vefurinn var úti var dálítið taugatrekkjandi enda var ástand uppi sem ekki er unandi við þegar fréttasíða fyrir heilan lands- hluta á í hlut. Þetta ástand minnti mig óneitanlega á gamla daga þegar rafmagnir fór af í sveitinni og allir urðu að bjarga sér við slíkar aðstæður. Oft tók talsverðan tíma, stundum daga, að koma rafmagni á að nýju. Í sveitinni þurfti þá oft að handmjólka kýrnar og fóðra búfénaðinn við kertaljós eða vasaljósatýru. Menn gættu vel að því að eiga til birgðir af rafhlöðum í vasaljósin, næg kerti og gas til upphitunar. Auðvitað urðu þetta yndisstundir með fjölskyldunni eftir á að hyggja. Það sem helst hefur breyst síðan er að afhending raf- magns er víðast hvar orðin miklu öruggari þannig að dæmi eru um að ungu fólki og einkum börnum krossbregður þá sjaldan rafmagnið fer. Þessu litlu skinn hafa jafnvel sjaldan eða aldrei kynnst því ástandi að ekki sé rafmagn í híbýlum fólks, götulýsing slokknar og jafnvel kynding hverfur af húsum þar sem aðrir orkugjafar eru ekki til staðar eða þá að rafmagn knýr heita- vatnsdælurnar. Vissulega verðum við háð tækninni og smám saman samofin henni. Þess vegna þurfum við að hugsa út í að hæglega getur orðið rof hvort sem það er á afhendingu rafmagns, sjónvarpsútsendingum eða útvarpi, svo ég tali nú ekki um netið sem háð er bæði rafmagni og því að örbygljusamband sé til staðar eða straumur á símstöðinni. Af þessu sökum er það hollt öllum að kynna sér þau öryggisatriði sem eitt sinn voru skrifuð í Símaskránni en nú er að finna í bæklingum sem almannavarnir hafa gefið út og dreift til heim- ila. Ef raunveruleg ógn eða náttúruhamfarir steðja að er nefnilega dálítið seint að byrja að leita uppi slíkar upplýsingar. Þetta er einungis vinsamleg ábending og alls ekki fram sett til að mála skrattann á vegginn. Mér varð bara hugsað út í þetta í varnarleysisástandi ritstjórans með svörtu heimasíð- una í síðustu viku. Það getur allt gerst. Magnús Magnússon Leiðari Í tilkynningu frá Sæferðum á mánudag kom fram að vegna bilun- ar í aðalvél Baldurs falla allar ferðir ferjunnar niður þar til annað verð- ur tilkynnt. „Viðgerð hefur staðið yfir frá því í gær og var unnið í alla nótt. Ekki er ljóst á þessari stundu hve langt stopp ferjunnar verður,“ sagði í tilkynningunni sem skrifuð var klukkan 11 á mánudaginn. Sæ- ferðir mun nota farþegabátinn Sæ- rúnu eitthvað í fjarveru Baldur og verður það kynnt nánar á upplýs- ingasíðu fyrirtækisins; www.saefer- dir.is þegar betur verður vitað um umfang bilunarinnar í aðalvél Bald- urs. mm Aðalvél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs er biluð Akranesferja Sæferða hefur siglt sína síðustu ferð milli Akraness og Reykjavíkur þetta árið. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu ferjunnar á mánudag. Skipinu sjálfu verður nú siglt til annarra verkefna undan ströndum Spánar. Siglingarnar milli Akraness og Reykjavíkur hófust um miðjan júní- mánuð og síðan þá hafa verið farnar áætlanaferðir þrisvar sinnum á dag, alla virka daga. Í frétt Skessuhorns frá því um miðjan síðasta mánuð kom fram að stefnt væri að því að halda siglingum áfram eitthvað fram í desember, eins og hægt væri. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta siglingum. Undanfarna daga og vikur hefur þurft að fella niður fleiri ferðir en áður vegna veðurs. Áhugi er fyrir því bæði hjá Sæferð- um og Akraneskaupstað að halda áfram siglingum næsta sumar, eins og greint var ítarlega frá í frétt í 42. tölublaði Skessuhorns um miðj- an október. Áframhald siglinga er í skoðun, að því er fram kemur á Fa- cebook-síðu ferjunnar. „Við þökk- um öllum þeim góðu farþegum sem nýttu sér þessa samgönguleið í ár og sjáumst vonandi aftur með hækk- andi sól,“ segir í tilkynningunni. kgk Akranesferjan hefur farið síðustu ferð ársins Á Málræktarþingi 2017, sem fram fór í Þjóðminjasafninu miðviku- daginn 15. nóvember síðastlið- inn, hlaut Grundaskóli á Akranesi sérstaka viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir árangursríkt starf tengt kennslu í ritun og vinnu sem tengist tungumálinu. „Grundaskóli hlýtur viðurkenningu Íslenskr- ar málnefndar fyrir markvissa rit- unarkennslu og eftirbreytniverða kennsluhætti þar sem ritun nem- enda er mikilvægur hluti náms þeirra í hinum ýmsu greinum,“ segir í niðurstöðu málnefndar sem Guðrún Kvaran veitir forstöðu. Grundakóli er sagður vekja frum- kvæði að því að vekja opinbera at- hygli á því sem vel er gert við með- ferð íslenskrar tungu. „Þessi viðurkenning er mikill heið- ur fyrir starfsfólk skólans og enn ein rósin í hnappagat öflugs skólastarfs á Akranesi,“ segir Sigurður Arn- ar Sigurðsson, skólastjóri Grunda- skóla, sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd skólans. mm Grundaskóli hlaut viðurkenningu íslenskrar málnefndar Fulltrúar Grundaskóla sem tóku við viðurkenningu Íslenskrar málnefndar. Föstudaginn 17. nóvember síðast- liðnn bauð Lionsklúbbur Grundar- fjarðar íbúum bæjarins upp á ókeyp- is blóðsykursmælingu rétt fyrir innan innganginn í Kjörbúðinni. Það vor- ur sjúkraflutningamenn bæjarins sem framkvæmdu mælingarnar og fengu góðar viðtökur. Hátt á annað hundr- að manns nýttu sér þessa þjónustu enda gott að vera vakandi yfir ástandi á eigin líkama. tfk Lions bauð upp á blóðsykursmælingu Marinó Ingi Eyþórsson sjúkraflutn- ingamaður er hér að mæla blóð- sykurinn hjá Gunnari Ragnarssyni, verslunarstjóra Kjörbúðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.