Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 20178 Viðbrögð við náttúru- hamförum LANDIÐ: „Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli, vill Mat- vælastofnun minna dýraeig- endur á að huga að áætlunum sínum um viðbrögð við nátt- úruhamförum. Þar sem náttúruhamfarir gera oft ekki boð á undan sér, ættu dýraeigendur að gera áætlan- ir um skyndileg viðbrögð við mismunandi vá og undirbúa aðstæður eftir því sem kost- ur er, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys og aðrar þjáningar dýranna. Sér í lagi á þetta við um aðstæð- ur sem valda því að eigendur gætu þurft að yfirgefa dýrin í skyndi. Við gerð viðbragðsáætlana þyrftu eigendur að velta fyrir sér hvernig þeir telja að dýr- unum sé best borgið mið- að við tilteknar aðstæður, svo sem hættu á flóði, öskufalli, ofsaveðri o.s.frv. og gera ráð- stafanir í samræmi við það. Jafnframt ættu þeir að tryggja eftir föngum að til staðar sé nauðsynlegur búnaður fyrir eigið öryggi og dýranna, sem og flutningstæki til rýmingar ef til þess kæmi. Dýraeigendur þyrftu einnig að íhuga hvort aðrir geti sinnt dýrunum ef þeir sjálfir eru ekki í stakk búnir til þess. Til að auðvelda björgunarsveit- um eða öðrum ókunnugum umhirðu dýranna, ætti hver og einn dýraeigandi að leitast við að hafa eftirtaldar upplýs- ingar uppfærðar og sýnilegar á staðnum á hverjum tíma: Nöfn, heimilisföng og 1. símanúmer þeirra sem þekkja best til. Upplýsingar um hvar finna 2. megi lista yfir dýrin með númerum og/eða öðrum einkennum. Upplýsingar um veikindi 3. dýra, burði og aðra mikil- væga þætti. Upplýsingar um fjölda 4. dýra og staðsetningu þeirra í húsum og beitar- hólfum. Kort yfir hús og beitar-5. hólf. Leiðbeiningar um helstu 6. verk, s.s. fóðrun og mjalt- ir. Upplýsingar um fóður, s.s. 7. staðsetningu og birgðir. Upplýsingar um stjórnun 8. mikilvægs tækjabúnaðar, s.s. mjalta-, fóður- og loft- ræstikerfis, vararafstöðvar o.s.frv. Einstaklingsmerkingar dýra eru mikilvægar í þessu sam- bandi, meðal annars með tilliti til umönnunar og til að koma dýrum sem lent hafa á flækingi til síns heima.“ mm Ný ráðuneyt- isstofnun um félagsþjónustu LANDIÐ: Stjórnsýsla og eftirlit með félagsþjónustu sem veitt er af hálfu sveit- arfélaga, opinberra stofn- ana eða á grundvelli samn- inga verða falin nýrri ráðu- neytisstofnun sem unnið er við að koma á fót í vel- ferðarráðuneytinu. Und- ir félagsþjónustu sveitarfé- laga heyrir t.d. ýmis þjón- usta sem snýr að börnum, fjölskyldum, fötluðu fólki, öldruðum og innflytjend- um. Auglýst hefur ver- ið eftir stjórnanda stofn- unarinnar. „Ákvörðun um að fela þessi verkefni sér- stakri stofnun byggist á til- lögum nefndar sem ráð- herra félagsmála skip- aði árið 2014 með það að markmiði að styrkja und- irstöður heildstæðrar þjón- ustu ríkis og sveitarfélaga og skilja með skýrum hætti á milli stjórnunar- og eftir- litshlutans annars vegar og veitingu þjónustunnar hins vegar,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Stefnt er að því að stofnunin taki til starfa í byrjun næsta árs. -mm Heilabrot út af málverki Listfræðingar og almenn- ingur hafa að undanförnu furðað sig á atriði í gömlu málverki efitr Ferdinand Georg Waldmüller. Verk- ið var málað 1860 og er til sýnis í Neue Pinakothek safninu í München í Þýska- landi. Engu líkara er en stúlkan á myndinni haldi á einhverju og segja samsær- iskenningasmiðir að sjálf- sögðu sé hún með farsíma í höndunum og er eins og nútímafólk með andlitið grafið ofan í símann. Eins og fram kom í fréttum síðast- liðið sumar festi Ísfiskur í Kópa- vogi kaup á fiskvinnsluhúsum HB Granda við Bárugötu á Akranesi. Ráðgert var að flytja alla starfsemi fyrirtækisins þangað um næstu ára- mót. Nú liggur hins vegar fyrir að á því verður seinkun að hluta. „Ísfisk- ur mun hefja starfsemi á Akranesi í janúar með um tíu starfsmönn- um í fyrstu,“ segir Albert Svavars- son framkvæmdastjóri Ísfisks í sam- tali við Skessuhorn. „Flutningar á fyrirtækinu héðan úr Kópavogi, sem upphaflega stóð til að yrðu í janúar, frestast þar til næsta sum- ar. Ástæðan er sú að í janúar átti að vera rólegur tími hjá fyrirtækinu til flutninga en nú er ljóst að við get- um ekki stöðvað framleiðslu vegna mikilla pantana sem liggur fyrir að afgreiða á Kínamarkað. Af þeirri ástæðu munum við flytja alla starf- semina á Akranes í sumar, líklega í júní eða júlí. Við munum hinsveg- ar flytja vinnslulínu sem við eigum austur á Breiðdalsvík á Akranes og koma henni fyrir í móttökusalnum og því byrjar hluti starfseminnar þar eftir áramót eins og til stóð.“ mm Flutningi Ísfisks á Akranes seinkar um nokkra mánuði Úr vinnslusal Ísfisks í Kópavogi. Það getur verið kuldalegt við lönd- un þegar tekur að vetra. Það fengu starfsmenn Fiskmarkaðar Snæfells- bæjar að kynnast þegar þeir voru að landa úr línubátnum Rák GK síð- astliðinn laugardag. Afli báta sem róa á línu frá Snæ- fellsnesi hefur verið góður að und- anförnu og gott verð hefur feng- ist fyrir fiskinn á mörkuðum. En nú er leiðindar veðurspá fyrir alla þessa viku svo þá halda menn að sér höndum og nota bræluna til þess að endurnýja kraftana og hvíla lúin bein. af Kalsasamt við löndun Matvælastofnun hefur síðastlið- in tvö ár varað við neyslu kræk- lings úr Hvalfirði. Ástæða viðvör- unar var sú að DSP þörungaeitur í skelkjöti hafði greinst yfir viðmið- unarmörkum og eitraður þörung- ur sem getur valdið DSP eitrun í skelfiski hefur verið á sveimi í firð- inum síðastliðið ár. Var um óvenju- lega langt tímabil að ræða sem var- að var við neyslu kræklings af svæð- inu. Við sýnatöku úr sjó í Hvalfirði nú í byrjun nóvember var kræklingi safnað við Fossá. Ekki varð vart við eitraða þörunga í sjónum. „Þör- ungaeitur greindist en það var und- ir þeim viðmiðunarmörkum sem sett hafa verið. Fólk getur því hald- ið í fjöru og tínt krækling og gætt sér á uppskerunni,“ segir í tilkynn- ingu frá Matvælastofnun. mm Kræklingur í Hvalfirði nú laus við eiturþörung Hálka eða snjóþekja var í gærmorg- un á vegum á Vesturlandi en ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Aðfararnótt þriðju- dags lentu vegfarendur í vand- ræðum einkum á Holtavörðuheiði þar sem fjöldi bíla sat fastur. Mik- ið óveður geisaði á heiðinni þá um nóttina og óskaði lögregla eftir því síðla nætur að björgunarsveitir úr Húnavatnssýslum og fjórar sveit- ir af Vesturlandi færu til aðstoð- ar vegfarendum á heiðinni. Þar var fólk í nokkrum smábílum í vand- ræðum eftir að bílar þess festust í snjó og afleitu skyggni. Að minnsta kosti sjö flutningabílar festust efst á heiðinni. Heiðinni var lokað fyr- ir umferð enda ófært framhjá fjölda bíla sem skyldir voru eftir þar til veðrið gekk niður. mm Fóru til aðstoðar á Holtavörðuheiði Fjórar björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði fóru til aðstoðar á Holtavörðuheiði ásamt húnvetningum. Ljósm. úr safni Björgunarsveitarinnar Heiðars af sambærilegum aðstæðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.