Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201712 Gunnlaugur A Júlíusson sveitar- stjóri Borgarbyggðar hefur sent Samgönguráðuneytinu bréf þar sem hann ítrekar þá kröfu sveitar- félagsins að bætt verði úr vetrar- þjónustu snjómoksturs í uppsveit- um Borgarfjarðar. Vegagerðin fékk jafnframt afrit af bréfinu. „Á síðastliðnum vetri sendi Borgar- byggð ítrekað kröfur til Vegagerð- arinnar og samgönguráðuneytis- ins um úrbætur í snjómokstri með fjölgun mokstursdaga í uppsveit- um Borgarfjarðar. Sérstök áhersla var lögð á mokstur Borgarfjarðar- brautar sem leið liggur frá Borg- arfjarðarbrú upp að Húsafelli. Á síðustu árum hefur þróast í upp- sveitum Borgarfjarðar umfangs- mikil ferðaþjónusta auk þess sem almenn búseta hefur styrkst í sam- ræmi við styrkingu ferðaþjón- ustunnar,“ segir í bréfinu. Vísar Gunnlaugur þar í aukna starfsemi svo sem vegna Hótels Húsafells, ísganga í Langjökli, starfsemi í Víðgelmi, Fosshótels Reykholti sem nú er að stækka og nú nýverið bættist við baðstaðurinn Krauma í Deildartungu við þau fyrirtæki sem gera munu út á ferðaþjónustu allt árið. „Því er stöðug umferð ferða- fólks allt árið um þessar slóðir orðin regla en ekki undantekning eins og fyrir fáum árum. Það gefur því að skilja að tryggar og öruggar samgöngur eru ekki einungis mik- ilvægar fyrir samfélagið á þessum slóðum og rekstur þeirra fyrir- tækja sem þar eru staðsett, heldur eru þær einnig mikið öryggisatriði fyrir ferðafólk sem á leið um þess- ar slóðir og er yfirleitt óvant að aka við erfiðar og ófyrirsjáanlegar vetraraðstæður. Síðastliðinn vetur var mjög snjóléttur og því vildi svo vel til að fáir snjómokstursdagar urðu ekki til mikilla vandræða,“ skrifar Gunnlaugur. Á þeim tiltölulega fáum dögum sem liðnir eru síðan fór að snjóa og frysta nú í vetrarbyrjun hef- ur fjöldi fólks haft samband við sveitarfélagið Borgarbyggð og lýst hrakförum sínum og hættulegum akstursskilyrðum vegna lélegrar vetrarþjónustu á umræddri leið. „Þegar saman fara frosin krapaför á veginum og snjóhula þar ofan á er vegurinn beinlínis hættulegur fyrir þá umferð sem um hann fer. Því er hér enn og aftur skorað á Samgönguráðuneytið og Vega- gerðina að fjölga snjómoksturs- dögum á Borgarfjarðarbraut frá Borgarfjarðarbrú upp að Húsafelli áður en slys hlýst af því ófremdar- ástandi sem nú ríkir í vetrarþjón- ustu á þessari leið.“ mm Fjölga verður snjómokstursdögum í uppsveitum Borgarfjarðar Framkvæmdir eru hafnar við bygg- ingu tíu hæða fjölbýlishúss við Stillholt 21 á Akranesi. Það er verktakafyrirtækið Þingvangur ehf. sem byggir. „Það gengur ágætlega, verið er að vinna í hönnun á verk- efninu, undirstöðum hússins og slíku. Eins og sést eru framkvæmd- irnar sjálfar á byrjunarstigi. Jarð- vinnan er þó hafin og mun hún standa yfir á næstu vikum,“ segir Brynjar Einarsson, verkefnastjóri hjá Þingvangi, í samtali við Skessu- horn. „ Ég geri ráð fyrir því að eft- ir áramót hefjist vinna við sökklana á bílageymslunni og síðan í febrú- ar vinna við húsið sjálft. Áætlan- ir standa þar,“ bætir hann við. Að- spurður segir Brynjar að væntan- legar íbúðir séu ekki komnar á sölu en hvetur áhugasama til að fylgj- ast með heimasíðu Þingvangs og kynningu fasteignasala þegar verk- efnið verður komið lengra á veg. Húsið sjálft verður sem fyrr se- gir tíu hæðir, auk kjallarans. Efsta hæðin verður inndregin, rétt eins og í fjölbýlishúsinu við hliðina á, að Stillholti 19. „Ef við ættum nógu stóran 3D prentara þá myndum við bara prenta nýja húsið eftir hinu. Þetta verður í raun nákvæmlega eins hús, eina breytingin er að tei- kningarnar hafa verið uppfærðar til að taka mið af gildandi byggingar- reglugerðum,“ segir Brynjar. En hvenær má búast við því að byggingu nýs fjölbýlishúss við Stil- lholt 21 ljúki? „Það er 18 til 24 má- naða verktími á þessari framkvæmd, þannig að við áætlum að húsið verði fullklárað síðla árs 2019,“ se- gir hann. „Okkur hlakkar mikið til að byrja að byggja og þykir ánægju- legt að geta státað af svona flottu verkefni í miðbæ Akraness,“ segir Brynjar Einarsson að endingu. kgk Þingvangur byggir tíu hæða fjölbýlishús á Akranesi Nýja húsið við Stillholt 21 mun rísa sunnan megin við fjölbýlishúsið að Stillholti 19, eða hægra megin í mynd. Ljósm. mm. Hagnaður af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu níu mánuði árs- ins nam 10,5 milljörðum króna. Mestu munar að rekstrarkostn- aður var lægri en sömu mánuði í fyrra. „Ytri rekstrarskilyrði hafa um margt verið hagstæð það sem af er ári,“ segir í tilkynningu, en árs- hlutareikningur samstæðu OR var samþykktur í stjórn í dag. Heild- ar skuldir OR er nú 166 milljarðar króna og eigið fé 128 milljarðar. Innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru, auk móðurfélags- ins; Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Saman- lagður rekstrarkostnaður fyrir- tækjanna lækkaði frá fyrra ári. Í fjárhagsspá fyrir næsta ár, sem birt var 20. október síðastliðinn, er gert ráð fyrir að rekstrarkostnað- ur haldi áfram að lækka. Þetta skil- ar sér til viðskiptavina því á þessu ári hefur gjaldskrá fyrir kalt vatn lækkað og gjaldskrá fyrir dreifingu rafmagns lækkað tvisvar. Þá er verulegur hluti raforkusölu ON, dótturfyrirtækis OR, tengdur ál- verði, sem hefur hækkað nokkuð frá áramótum. „Þetta hefur skilað auknum tekjum á árinu. Samning- ar um raforkusölu til álbræðslu eru langtímasamningar og er áætlaður ábati á öllum samningstímanum færður til tekna í árshlutareikn- ingnum. Þess vegna endurspeglar hin góða rekstrarniðurstaða tíma- bilsins ekki bara tekjuaukningu frá áramótum heldur einnig væntan- legan tekjuauka, sem framtíðin mun leiða í ljós hvort skilar sér,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. mm Mikill rekstrarafgangur af OR fyrstu níu mánuðina Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á degi íslenskrar tungu síð- astliðinn fimmtudag. Þá var Gunn- ari Helgasyni við sama tilefni veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu. Verðlaun Jón- asar Hallgrímssonar eru veitt ein- staklingum sem hafa með sérstök- um hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðl- að að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn sem að þessu sinni fór fram í menn- ingarhúsinu Bergi á Dalvík. mm/ Ljósm. Guðný Ólafsdóttir. Vigdís Grímsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Gunnar Helgason rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Kristján Þór Júlíusson ráðherra og Vigdís Grímsdóttir handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.