Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 47. tbl. 20. árg. 22. nóvember 2017 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 GJAFABRÉF www.landnam.is - landnam@landnam.is Sími: 437 1600 Bráðskemmtileg jólagjöf! SEM Á ENGA SÍNA LÍKA Rúta með 15 manns fór útaf Snæ- fellsnesvegi og valt á hliðina skammt frá afleggjaranum að Kálfárvöll- um í Staðarsveit á sjötta tímanum á sunnudaginn. Alls þurfti að flytja tíu undir læknishendur, þrjá með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavík- ur og sjö með sjúkrabílum á Akra- nes. Enginn mun þó hafa slasast al- varlega. Rútan er skráð erlendis en henni ók íslenskur ökumaður. Aðrir í bílnum voru erlendir ferðamenn í dagsferð frá Reykjavík. Aðstæður voru fremur erfiðar á vett- vangi slyssins; hvasst, töluverð hálka og snjór. Fjölmennt lið viðbragðs- aðila var sent á staðinn, bæði frá Borgarnesi en flestir af Snæfells- nesi. Þar með taldar björgunarsveit- ir, heilbrigðisstarfsfólk, lögregla og sjúkraflutningabílar, ásamt Slökkvi- liði Snæfellsbæjar og þyrlu Gæslunn- ar. Aðgerðir á vettvangi gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður eins og fyrr segir. Þó fauk sjúkrabíll út í kant þrátt fyrir að vera á góðum dekkjum, slík var hálkan og mikill hliðarvind- ur á veginn. Hluti fólksins úr rút- unni var í fyrstu fluttur að Lýsuhóli þar sem fjöldahjálparstöð var komið upp. Þá var aðgerðastjórn almanna- varna á Vesturlandi virkjuð á Akra- nesi og einnig fjöldahjálparstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík. Lögregla lokaði veginum um tíma vegna slyssins en hann var opnað- ur um tveimur tímum eftir, strax og aðgerðum á vettvangi lauk. mm/ Ljósm. Alfons Finnsson Rútuslys við slæmar aðstæður í Staðarsveitinni Veðurstofan spáir köldu veðri út þessa viku með frosti inn til landsins. Víðáttumikil hæð hefur hreiðrað um sig yfir Grænlandi og lægðirnar fara í halarófu framhjá langt fyrir sunnan land. Við slíkar aðstæður er viðvarandi köld norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan, en lengst af björtu veðri sunnan heiða. Stórhríð hefur nú geisað á norðanverðu landinu með tilheyrandi röskun á færð. Um næstu helgi er því spáð að dragi úr vindi og éljagangi. Þessa fallegu vetrarmynd tók Þórunn Reykdal í Hálsasveit síðastliðinn laugardag. Sólin rétt náði að teigja geisla sína yfir hálsinn og lýsa upp ískristallana í snjónum sem fest hafði á girðingunni. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, náði sínum besta árangri á ferlinum á Evrópumótaröðinni um helgina þegar hún endaði í þriðja sæti á Sa- nya Ladies Open. Jafnframt er þetta besti árangur íslenskra kylfinga frá upphafi. Mótinu lauk aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma. Með árangrinum færðist Valdís upp um fjölmörg sæti á stigalista mótarað- arinnar og er hún jafnframt búin að tryggja sér keppnisrétt á mótaröð- inni á næsta ári. Hún er nú komin upp í 50. sæti stigalistans á Evrópu- mótaröðinni með 24.458 stig. Til að setja þennan árangur í samhengi við aðra kylfinga, þá er þetta fjórði besti árangur nýliða á þessu tímabili en alls eru 22 kylf- ingar að leika á mótaröðinni í fyrsta sinn. Lokamót tímabilsins hjá Val- dísi Þóru fer fram dagana 6.-9. des- ember nk. mm/kylfingur.is Frábær árangur Valdísar Þóru í Kína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.