Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur tók á móti Vestra í toppslag 1. deildar karla í körfu- knattleik í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Skallagrímur í öðru sæti en Vestri í því þriðja. Borgnesingar biðu leiks- ins með nokkurri eftirvæntingu því Aaron Parks, nýr erlendur leikmað- ur liðsins, lék þarna sinn fyrsta leik með Skallagrími. Leikurinn var fjör- ugur og spennandi en lauk að lokum með sigri Skallagríms, 106-96. Vestramenn byrjuðu í svæðis- vörn og gerðu skyttum Skallagríms erfitt fyrir í upphafi leiks. Borgnes- ingar höfðu þó heldur yfirhönd- ina fyrstu mínúturnar. En gestirnir gáfu ekkert eftir, voru öflugir und- ir körfunni og komust yfir seint í fyrsta leikhluta. Leikurinn var í járnum og gestirnir leiddu með að- eins einu stigi að loknum upphafs- fjórðungnum, 22-23. Vestramenn voru mjög sterkir í öðrum leikhluta, komu boltanum inn að körfunni og snemma annars fjórðungs voru þeir komnir ellefu stigum yfir. Skalla- grímsmenn reyndu að spyrna við fótum en varð lítt ágengt fyrr en líða tók nær hálfleik. Með góðum spretti síðustu mínúturnar tókst þeim að minnka muninn í þrjú stig áður en hálfleiksflautan gall, 49-52. Mikið jafnræði var með liðunum fyrst eftir hléið og hverri körfu var svarað. Það var síðan um miðjan þriðja leikhluta sem Skallagrímur náði yfirhöndinni í leiknum og tíu stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 75-65. Skallagrímsmenn voru áfram sterkari í fjórða leikhluta og mikil stemning í liðinu. Mest náðu þeir 15 stiga forskoti um miðjan fjórðung- inn en það sem eftir lifði leiks gættu þeir þess að gefa engin færi á sér og sigldu að lokum heim tíu stiga sigri, 106-96. Eyjó með þrennu Eyjólfur Ásberg Halldórsson var atkvæðamestur Skallagrímsmanna og setti upp huggulega þrennu. Hann skoraði 22 stig, tók 14 frá- köst og gaf 10 stoðsendingar. Aar- on Parks átti skínandi fínan leik í frumraun sinni með Borgarnes- liðinu, skoraði 21 stig, tók 7 frá- köst og gaf 8 stoðsendingar. Davíð Guðmundssno skoraði 20 stig og reynsluboltinn Darrel Flake skor- aði 15 stig og tók 6 fráköst. Flake var einkar nægjusamur í leiknum, tók sex skot utan af velli og hitti úr þeim öllum. Hinn reyndi Nebojsa Knezevic var yfirburðamaður í liði Vestra. Hann átti stórleik, skoraði 37 stig og tók 12 fráköst en næstur hon- um kom Ingimar Aron Baldursson með 17 stig. Með sigrinum tylltu Skalla- grímsmenn sér á topp deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki og eru tveimur stigum á undan Breiðabliki í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur Skallagríms verður leikinn á morg- un, fimmtudaginn 23. nóvember, þegar liðið tekur á móti FSu. kgk Skallagrímur sigraði Vestra í fjörugum leik Eyjólfur Ásberg Halldórsson setti upp huggulega þrennu í leiknum. Aaron Parks lék vel í sínum fyrsta leik fyrir Skallagrím. Meistaraflokksráð karla hjá Körfu- knattleiksdeild Skallagríms hefur ákveðið, í samráði við þjálfara liðs- ins, að segja upp leikmannasamn- ingi við Bandaríkjamanninn Zac Carter sem leikið hefur með liðinu í 1. deildinni frá upphafi tímabils. Í fréttatilkynningu frá kkd. Skalla- gríms eru Zac þökkuð vel unnin störf. Jafnframt er greint frá því að mat stjórnar og þjálfara hafi verið að liðið þyrfti á annars konar leik- manni að halda, sem leyst gæti fleiri stöður á vellinum bæði varnar- og sóknarlega í þeirri baráttu sem framundan er við að tryggja Skalla- grími að nýju sæti í deild þeirra bestu. Skallagrímur hefur því samið við nýjan leikmann, Bandaríkjamann- inn Aaron Parks. Hann leikur stöðu skotbakvarðar, en hefur einnig leik- ið sem leikstjórnandi. Aaron er 191 cm á hæð og 95 kg að þyngd. Hann er fæddur árið 1994 og útskrifað- ist frá CSUN háskólanum í Banda- ríkjunum síðastliðið vor. Hann lék með liði háskólans í hinni sterku Big West deild í 1. deild háskóla- boltans þar ytra. Á síðasta tíma- bili sínu var hann með 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 4,7 fráköst gaf 2,4 stoðsendingar og 1,7 stolna bolta. „Aaron er jafnframt góður varnarmaður sem mun hjálpa lið- inu mikið á þeim enda vallarins. Er Aaron boðinn velkominn í Borg- arnesið fagra,“ segir í tilkynningu kkd. Skallagríms. kgk Körfuknattleiksfélag ÍA hefur sam- ið við nýjan erlendan leikmann eft- ir að Derek Shouse, sem leikið hef- ur með liðinu í 1. deild karla síðan í fyrra, þurfti að yfirgefa félagið vegna slæmra meiðsla. Leikmaðurinn sem kemur til með að fylla hans skarð er Bandaríkjamaðurinn Marcus Levi Dewberry. Hann útskrifaðist frá Sa- int Leo háskólanum í Flórída síðast- liðið vor. Á síðasta ári var hann með 20,5 stig, 4,8 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali í leik með liði skólans sem skilaði honum sæti í úr- valsliði deildarinnar. „Við hjá ÍA erum mjög spenntir fyrir komu Marcusar til liðsins og bindum miklar vonir við kappann, sem er sömuleiðis mjög spenntur að spila fyrir ÍA,“ segir í tilkynningu Körfuknattleiksfélags ÍA. kgk ÍA semur við nýjan Bandaríkjamann Marcus Levi Dewberry í leik með liði Saint Leo háskólans. Skallagrímur skiptir um Kana Aaron Parks í leik með liði CSUN háskólans í bandaríska háskólaboltanum. Skagamenn tóku á móti FSu í botnslag 1. deildar karla í körfu- knattleik á föstudagskvöld. Liðin hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi móts og voru án stiga í tveimur neðstu sætunum fyrir leik- inn. Svo fór að lokum að FSu hafði sigur eftir jafnan leik, 80-87. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heilt yfir höfðu Skagamenn heldur yfirhöndina í fyrsta leikhluta. ÍA leiddi með einu stigi að upphafsfjórðungnum lokn- um, 22-21. Liðin skiptust á að leiða í öðrum leikhluta og köstuðu for- ystunni á milli sín framan af leik- hlutanum. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks var staðan jöfn, 33-33, en með smá rispu undir lok fyrri hálfleiks náðu gestirnir að fara með þriggja stiga forskot inn í hléið, 38-41. Skagamenn mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu forystunni eftir þrjár mínútur í þriðja leik- hluta, 50-48 og eftir það var leik- urinn í járnum. FSu komst yfir að nýju og hafði síðan eins stigs for- ystu fyrir lokafjórðunginn, 65-66. Skagamenn komust fjórum stig- um yfir snemma í fjórða leikhluta, 70-66 en gestirnir tóku forystuna að nýju skömmu síðar. Leikurinn var jafn um miðjan lokafjórðunginn en það var þá sem gestirnir í FSu fóru að síga fram úr. Þeir virtust einfald- lega eiga meira eftir á tanknum og höfðu sjö stiga sigur, 80-87. Marcus Dewberry lék vel í frum- raun sinni með Skagamönnum. Hann skoraði 25 stig, tók sex frá- köst og gaf sex stoðsendingar. Ár- mann Örn Vilbergsson var með 15 stig og fimm fráköst og Jón Orri Kristjánsson var með ellefu stig og ellefu fráköst. Charles Speelman var stigahæst- ur gestanna með 26 stig, Hlynur Hreinsson var með 17 stig og fimm fráköst og Ari Gylfason með 15 stig. Eftir leikinn sitja Skagamenn ein- ir eftir á botni deildarinnar án stiga. Tvö stig eru í FSu í sætinu fyr- ir ofan en Skagamenn eiga þó leik til góða á Selfyssinga. Næsti leikur ÍA er gegn Fjölni föstudaginn 24. nóvember. Hann fer fram í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. kgk Skagamenn einir á botni deildarinnar Marcus Dewberry þreytti frumraun sína með ÍA á föstudag og átti prýðilegan leik. Ljósm. jho.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.