Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 21
Skipulagsauglýsingar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 163. fundi sínum þann 9. nóvember 2017, sam-
þykkt að auglýsa tillögur að breytingu tveggja deiliskipulaga og eru þær auglýstar í
samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gamli miðbærinn í Borgarnesi – tillaga að breyttu deiliskipulagi
Breytingin felst í eftirfarandi: Íbúðarlóðirnar Brákarsund 2 og 4 falla niður. Skilgreind verður
sameignarlóð, Brákarsund 2, sem tilheyrir Brákarbraut 10 og Brákarsundi 1, 3, 5 og 7, fyrir
sorplausnir með djúpgámum. Lóðamörk og byggingarreitir Brákarsunds 1 og 3 hliðrast til
þannig að byggingarreitur verður samliggjandi. Skilgreind verður sameignarlóð; Brákarsund 4,
sem tilheyrir Brákarsundi 1 og 3 og nýtist sem bílastæði. Lóð Brákarsunds 5 stækkar um
572 m² og heimilt verður að byggja allt að 30 m² hjóla- og vagnageymslu innan skilgreinds bygg-
ingarreits. Lóð Brákarbrautar 10 stækkar um 127 m². Stærð og lega leiksvæðis breytist. Fyrir-
komulag gangstétta og bílastæða við Brákarbraut breytist og verða 23 bílastæði og tvö stæði
fyrir rútur. Breyting verður gerð á landfyllingu og brimvörn við friðlýsta steinbryggju til þess að
bæta aðgengi að henni.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 3. nóvember 2017.
Helgavatn, Vatnshlíð – tillaga að breyttu deiliskipulagi
Markmið breytinganna er að hnitfesta lóðarmörk, breyta vegum í samræmi við núverandi legu
og afmarka byggingarreiti frístundahúsa. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð
dags. 8. nóvember 2017.
Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá
23. nóvember til 6. janúar 2018 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar,
www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við
tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 6. janúar
2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Miðvikudaginn 6. desember 2017 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og
skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgar-
nesi, þar sem tillögurnar verða kynntar sérstaklega þeim sem þess óska.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Eyrarrósin verður veitt í fjórtánda sinn í mars 2018,
fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði
Byggðastofnunar.
Verðlaunin eru veitt verkefnum sem hafa fest sig í sessi, eru vel
rekin og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í
sínu byggðarlagi.
Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta
svo tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar sem verður afhent
við hátíðlega athöfn 1. mars 2018. Frú Eliza Reid forsetafrú og
verndari Eyrarrósarinnar afhendir verðlaunin.
Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000
krónur. Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun;
500 þúsund hvort.
SÓTT ER UM Á WWW.LISTAHATID.IS/EYRARROSIN
Öllum umsóknum verður svarað.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 15. JANÚAR 2018
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar
í síma 561-2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnar
WWW.LISTAHATID.IS/EYRARROSIN
AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM
Nemendur og starfsmenn í Grunda-
skóla á Akranesi hófu síðastliðinn
mánudag árlega söfnun sem kallast
„Breytum krónum í gull.“ Í því er
safnað fyrir eitt fátækasta ríki heims,
Malaví. Þennan dag komu hjónin
Sveinn Kristinsson, formaður RKÍ
og Borghildur Jósúadóttir í skólann
til að segja nemendum frá heim-
sókn þeirra til Malaví fyrr á þessu
ári. „Frá árinu 2007 hafa fjármunir
sem nemendur í Grundaskóla hafa
safnað verið notaðir til að styrkja
fátækustu börnin í Chiradzulu og
Mwanza í Malaví til náms. Meðal
annars hafa skólagjöld verið greidd
niður, skólabúningar og skólavörur
keyptar auk þess sem þau fá félags-
legan stuðning frá sjálfboðaliðum
Rauða krossins í þorpunum. Mörg
barnanna eru munaðarlaus vegna
alnæmisfaraldar og hafa fjármunir
einnig nýst til umönnunar þeirra. Í
ár reynum við einnig að vinna sér-
staklega með gildi mannréttinda og
barnasáttmálann. Þá verður hinn ár-
legi Malavímarkaður fimmtudaginn
30. nóvember þar sem hægt verður
að versla ýmislegt sem nemendur
skólans hafa búið til síðastliðnar vik-
ur. Sal skólans verður breytt í kaffi-
hús í hádeginu þann dag, þar sem
boðið verður upp á ýmislegt góð-
gæti. Þá ætla nemendur að syngja
og spila jólalög og skemmta gestum
skólans,“ segir Sigurður Arnar Sig-
urðsson, skólastjóra Grundaskóla, í
samtali við Skessuhorn. arg
Nemendur í
Grundaskóla safna
fyrir börn í Malaví
Hjónin Sveinn Kristinsson og Borg-
hildur Jósúadóttir sögðu börnum í
Grundaskóla á Akranesi frá heimsókn
sinni til Malaví fyrr á þessu ári.
Börn í Grundaskóla voru mjög áhugasöm um lífið á Malaví.