Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn
á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á
netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið
að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið
verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá
Skessuhorni.
Alls bárust 93 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin
var: „Reglusemi.“ Vinningshafi er Laufey Valsteinsdóttir, Kvíum, Þverár-
hlíð, 311 Borgarnes.
Pláss
Prang
Étandi
Ein-
göngu
Kraftur
Brall
Epjast
Eins
um R
Tæm-
andi
Gufa
Ótti
Vilt
Sérhlj.
Dreifir
Rusl
2
Magi
Tvíhlj.
Haf
Gufa
Næði
Læti
Vesæll
Á fæti
Mæliein
Krap
í nánd
Glaðir
Mauk
Erfiði
Sýl
Þátt-
taka
Verma
Heila
Fræg
Sjór
Gnótt
Sníkill
Jötnar
Sögn
Agar
Mjöður
Fisk
Vein
Grín
Gá-
leysi
Leyfist
Snagar
Varg
Mála
Dvali
Tónn
Yndi
Taut
Kámar
Fyndin
Ákafur
Óhljóð
Áman
Stefna
6 Afl
Ekki
öll
4
Hávaði
Sk.st.
Úfinn
Bar-
dagi
Skaði
Sjó
Hvel
Lána
Fen
Hrafna
Berg-
mála
Hita-
tæki
Áhald
Þreyta
Gekk
Span
Skordýr
Öslaði
Pinnar
Þar til
Háloft
Skalli
1
Stórar
Átt
Grípa
Áköf
Á flík
Gæði
Yfir-
höfnin
Hálka
Frjó
Friður
5
Sjó
Vökvar
Tíndi
Matar-
veisla
Ljómi
Hrekkir
Blína
7 3
1 2 3 4 5 6 7
B
H E I L I N D I M A K K A R
E F L I U R Ð Ö X U L L Ó
I L Á Ð A N A N G I Ó T T
L I M U R N U R L R Á S A R
S N A R K A M E S S Ó F I
A G N A F S K I P T I S
N Ý B R Á J A Ð A R V Á
F R Ú S Ó P U R Í T A K
F A S V I N I R S K Á K A
Y S K O N A N E I K U L
L Á B Ý S N S K I L Ö R L
G L Æ R A N I Ð L E S T
I R Á I L J A R R Ó
R E I S N E K L A G R A S
R S T S N N Á E I S A
H Ó T U S S A T A L T S Á
Ó S I N N A L I N S K A L
F I D Æ L L N Á N I R Ó L
R E G L U S E M I
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Þegar þetta er ritað er
ekki búið að mynda ríkis-
stjórn en formlegar þreif-
ingar (eða formlegt áreiti)
í gangi. Hvað sem síðan kann að verða. Eitt er
þó ljóst hvaða stjórnarmynstur sem við tekur
að ekki verða allir ánægðir. Trúlega verða þeir
jafnvel færri sem telja það verða sína óska-
stjórn. Gamall skólabróðir minn, Bogi Sig-
urðsson, sendi mér þessa vísu sem kom hon-
um í hug á kjördag:
Flokkastóðið háði hildi,
heldur slakur rómur gerður.
En eitthvað sem að enginn vildi
uppskeran að lokum verður.
Það þýðir reyndar ekkert að leggjast í þung-
lyndi yfir því þó eitthvað angri okkur í pólitík-
inni. Gæti samt verið gott að rifja upp vísur
Einars Beinteinssonar:
Eðli mitt ég ekki skil
- ótal þrautir beygja. -
Mér finnst vont að vera til
en vil þó ekki deyja.
Ýms þótt meinin hafi hrjáð
hæfir sízt að trega,
heldur reyna að drýgja dáð
og drepast karlmannlega.
Guðmundur Jónasson frá Múla var marg-
frægur ferða- og fjallagarpur á sinni tíð og um
hann kvað Ísleifur Gíslason:
Yfir heiðar fen og flár,
fjöll og breiðar jökulsár,
sér til heiðurs síð og ár
sínum reið á hemlaklár.
Æskulýðsfylkingin var á sínum tíma all-
magnað fyrirbæri og ferðalög þess félags-
skapar bæði merkilegar samkomur og menn-
ingarlegar. Létu menn þar óspart fljúga vís-
ur bæði prenthæfar og óprenthæfar um ná-
ungann og ýmsa mannkosti viðkomandi eða
þá skort á þeim. Á þessum árum var mjög í
tísku meðal ungra manna og vinstrisinnaðra
að spandera ekki dýrmætum gjaldeyri í rak-
blöð og annan slíkan óþarfa heldur gefa and-
litshárum sínum frjálst flæði. Einstöku mað-
ur varð þó fyrir líkri reynslu og Hákon Að-
alsteinsson minnist á í vísu um kunningja
sinn „vel má sjá að vitið hefur / vaxið uppúr
hárinu.“ Um þá þróun og væntanleg viðbrögð
við henni kvað Sigurður V. Friðþjófsson:
Þegar höfuðhársins rytja
hinztu lýkur vökunni,
upp á kollinn eg mun flytja
afleggjara af hökunni.
Bjarni Jónsson hefur væntanlega verið
kominn á efri ár þegar þessi varð til:
Fölvi amar kaldri kinn,
kraftur framar enginn.
Andans lamað ljós ég finn,
lampinn samangenginn.
Sami maður mætti ungu pari á götu og að
sjálfsögðu lét öfundin ekki bíða eftir sér:
Víf þó drengir velji sér,
við mig tengist grunur:
Kona engin auðnist mér,
- en sá gengismunur!
Ýmisleg starfsheiti auðnast okkur í lífinu
og að sjálfsögðu misvirðuleg eins og gengur.
Alltaf hefur samt þótt virðulegra að vera titl-
aður „fræðingur“ eða „stjóri“ en bara verka-
maður eða bóndadurgur. Um þetta orti Refur
bóndi:
Marga nafngift menntun gaf,
mönnum, smáum, stórum.
Fullt er allt á Fróni af
„fræðingum“ og „stjórum“.
Ekki veit ég hvaða starfsheiti sá bar sem
Kristinn Bjarnason orti um en ekki virðist
hann hafa verið í miklu áliti hjá Kristni:
Gamall dári dyggðasmár,
djöfli og árum mætur.
Prettahár og hyggjuflár
hræsnistárum grætur.
Jónatan Jakobsson fyrrverandi skólastjóri
sendi eitt sinn samkennara sínum sem ekki
var meðal fróðustu manna um stuðlasetningu
þessa vísu. Ég læt lesendum eftir að breyta
orðaröð þannig að hún verði rétt kveðin:
Nú er komin jólakyrrð.
Skal þér kveðju senda.
Stakan þótt þér virðist stirð
mætti stuðlum venda.
Hallgrímur Hallgrímsson landsbókavörður
þótti kær að ölinu sem og fleiri góðir menn.
Hann var af sumum nefndur Red-body en
þegar hann varð brákvaddur sagði Friðfinnur
Ólafsson:
Líður sál um ljósan geim
laus við kvöl og dauða,
Nú hefir Bakkus borið heim,
barn sitt, Hallgrím rauða.
Elís Ó. Guðmundsson skömmtunarstjóri
kvað af sama tilefni:
Floginn er til fegri landa,
friðnum hvílir í.
Hallaði sér og hætti að anda
Hallgrímur Reddboddý.
Ekki man ég til að neinn hafi ort erfiljóð
um Bakkus kóng enda hefði það hvort sem er
verið unnið fyrir gýg en um hann orti Gísli
Erlendsson eigi að síður:
Í þér sorg og angur sjá
eðli borgið sínu,
sjúkar dorga sálir á
sölutorgi þínu.
Kristján Guðjónsson Schram hét maður
eða Stjáni í Gasstöðinni. Hann var hagmælt-
ur vel og gamansamur. Látinn fékk hann þessi
eftirmæli hjá Ingþóri Sigurbjörnssyni:
Grínið eins og gróðrarskúr
græddi sár og hressti veika.
Gullkorn sem hann gróf upp úr
grjóti hversdagsörðugleika.
Væri vel ef allir þeir sem töldu sig honum
meiri í lifanda lífi hafa fengið jafngóð eftir-
mæli eða betri en hér kemur svo ein eftir
Kristján Schram:
Skálum oss til skemmtunar,
skal það engan saka.
Þökkum allt sem er og var
og aldrei fæst til baka.
Gömul vinkona sem ætlaði að fara að end-
urnýja forn kynni sín við Kristján fékk þetta
svar:
Gildir jafnt um gott og slæmt
góða elsku vina.
Það á enginn afturkvæmt
inn í fortíðina.
Sumt er það sem aldrei fæst til baka og ótal
vangaveltur um hvort sá möguleiki væri til
bóta eða ekki. Eftirfarandi vísa hefur verið
eignuð Kristjáni frá Djúpalæk um sárasaklaust
stúlkukorn sem lítið lét fyrir sér fara:
Sigga litla er sætt grey,
sagt hún getur já-nei,
hingað kom ´ún hrein mey,
héðan fer ´ún það ei.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Þegar höfuðhársins rytja - hinztu lýkur vökunni