Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 19 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1264. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 25. nóvember kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudag• inn 27. nóvember kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. • hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 25. nóvember kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Framsóknar• húsinu við Sunnubraut, mánudaginn 27. nóvember kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Lesið milli lína í dagbókum Kristjáns X. Borgþór S. Kjærnested rithöfundur flytur í tilefni af Fullveldisdegi Íslendinga Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 28. nóv. 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Borgþór fékk leyfi Margrétar Danadrottningar til að lesa dagbækur afa hennar frá árunum 1908–1932. Þar eru meðal annars skráð samskipti hans við Íslendinga. Auglýsing um deiliskipulag Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundar- fjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha að stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðar- hús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá 7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017. Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar. Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 7 Folaldasýning verður haldin í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi laugardaginn 25. nóvember kl. 13.00 Aðgangseyrir er 1.000 kr. á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé (enginn posi). Innifalið í því eru kaffiveitingar. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Hver skráning kostar 1.000 krónur og hægt er að skrá hjá Einari í tölvupósti: einar@sodulsholt.is. Sýningin er öllum opin. Við skráningu þarf að gefa upp nafn folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu i hvorum flokki og velja svo gestir fallegasta folaldið. Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 23. nóvember. Folaldasýning í Söðulsholti SK ES SU H O R N 2 01 7 Framkvæmdir hafa staðið yfir við Akranesvita að undanförnu en ver- ið er að laga vegg og stétt sem sjór- inn hefur brotið niður í tímans rás í kringum vitann. Á fimmtudaginn var nýr veggur steyptur upp. arg Nýr veggur við Akranesvita Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ átti tíu ára afmæli fyrr á þessu ári. Voru henni færðar marg- ar og góðar gjafir við það tæki- færi og ennþá berast gjafir. Ein þeirra var tveir snjóflóðabakpokar með tilheyrandi búnaði sem Nes- ver ehf. gaf. Eru bakpokar þess- ir mikilvægir fyrir björgunarsveit- ina og munu verða notaði af vél- sleðamönnum hennar. Snjóflóða- bakpoki heldur þeim sem hann er með á floti ef hann lendir í snjó- flóði þar sem hann er búinn belg sem heldur manneskjunni á floti og eykur þannig líkurnar til muna að lifa af snjóflóð. Í þessum pok- um er einnig ýla, snjóflóðaleitar- stöng og skófla sem nauðsynlegt er að hafa. Við sama tækifæri færðu Hafn- ir Snæfellsbæjar sveitinni sjónvarp að gjöf fyrr á árinu. Voru þessar tvær gjafir formlega afhentar í síð- ustu viku þó þær hafi báðar verið komnar í notkun. þa Lífsbjörgu færðar fleiri gjafir á afmælisárinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.