Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201726 Pennagrein Kostnaður á rekstri sjóðanna sem eru 23 að tölu er hátt í tíu milljarð- ar á ári. Til samanburðar má benda á að rekstrarkostnaður Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) var sam- kvæmt fjárlögum ársins 2016; 1,6 milljarður, þó svo að starfsemi TR sé margfalt flóknari en starfsemi frjálsu lífeyrissjóðanna. Hjá TR er sýslað um ellilífeyrisbætur, ör- orkubætur, barnabætur, húsaleigu- bætur, vaxtabætur og fleira. Hjá frjálsu líeyrissjóðunum er aðeins um ellilífeyrisbætur og örorkubæt- ur að ræða. Að vísu þurfa þeir að fylgast með innkomu til sjóðanna og ávöxtun fjármagnsins, en mikið fjári virðist það vera erfiður rekst- ur að kostnaður þeirra skuli vera 6-7 sinnum meira en hjá TR. Auð- söfnun frjálsu lífeyrissjóðanna er brjálæði. Þar er spilað með sparifé launafólks af pókerspilamönn- um sjóðanna um framtíðarafkomu eldra fólks að loknu ævistarfi. Mörg dæmi eru um þetta. Ég nefni t.d miljarða tap á fjárfestingum í kís- ilverum í Helguvík og á Grundar- tanga og fleira mætti nefna. Það er til háborinnar skamm- ar fyrir stjórnendur sjóðanna, að sáralítill hluti fjármuna sjóðanna hefur verið notaður til samfélags- legrar uppbyggingar t.d. byggingar lítilla hagkvæmra íbúða fyrir eldra fólk og ungt fólk, sem er að byrja búskap. Þeir hafa aftur á móti lán- að fasteignafélögum (bröskurum) ómældar upphæðir til kaupa á íbúð- um, sem eru svo oft leigðar þessu gamla og unga fólki á okurvöxtum. Meðal leiguverð á íbúð á mánuði í Reykjavík 2016 var 2500 kr. per fermetra, sem gerir í leigu á 80 fer- metra íbúð 200 þúsund á mánuði x 12 = 2,4 milljónir á ári. Ný 80-85 fermetra íbúð í blokk í Reykjavík kostar tæpar 40 milljónir og ef líf- eyrissjóðirnir byggðu og ættu slík- ar íbúðir, leigðu þær út og krefð- ust 3,5% ávöxtunar (sem er yfirlýst lágmarksávöxtunarkrafa sjóðanna) af kostnaðarverði íbúðarinnar í leigutekjur þá yrði kostnaður leigj- enda tæplega helmingi minni eða 3,5% af 40 milljónum = 1,4 milljón á ári. Fleira hef ég verið að skoða í skammdeginu um mismunandi að- ferðir við að tryggja eldra fólki elli- lífeyri að ævistarfi loknu. Launa- maður með 5 milljóna króna laun á ári leggur til lífeyrissjóðanna 4% af launum sín þ.e. 200 þúsund og vinnuveitandi 10% þ.e. 500 þús- und. Samtals 700 þúsund á ári. Á 40 ára starfsævi sinni t.d. frá 25 ára til 65 ára hefur þetta árlega fram- lag með 3% vöxtum sem hægt er fá í öllum bönkum (hálfri prósentu lægri vexir en lífeyrissjóðirnir krefj- ast) orðið að 62 milljónum króna. Meðalævi Íslendinga 83 ár og ef við deilum 18 árum (65 mínus 83) í 62 milljónir þá gerir það 3.445.000 í árslaun fyrir utan vexti af innstæðu fjármagnsins á hverjum tíma. Á söfnunarfé í lífeyrissjóðunum er enginn erfðaréttur, þannig að látist eigandi fjárins stuttu áður en 67 ára aldri er náð, þá fær lífeyrissjóður- inn allt það fé sem safnast hefur til þess eiganda, sem gæti verið allt að 62 milljónum króna. Þessar augljósu staðreyndir ættu að nægja til þess að gjörbreyta því kerfi sem nú er til tryggingarfram- færslu eldra fólks að loknu ævistarfi. Þessu kolvitlausa kerfi verður að breyta og taka upp gegnumstreym- iskerfi, eins og t.d. sænska kerfið sem er talið það besta í heimi. Hafsteinn Sigurbjörnsson. Nokkrar staðreyndir um hringa- vitleysu lífeyrissjóðakerfisins „Það kom að því að hleðslustöðin fyrir rafbíla í Búðardal yrði notuð. Eru þetta fyrstu og einu viðskipta- vinirnir sem starfsfólk Dalabyggðar hefur orðið vart við. En nú hlýtur notkunin að fara að aukast,“ skrif- ar Bogi Kristinsson í Búðardal við þessa mynd sem hann tók síðast- liðinn miðvikudag. Á myndinni eru Elmar Þórðarson talmeinafræðing- ur og Ásþór Ragnarsson sálfræðing- ur á Akranesi sem leið áttu um hér- aðið í liðinni viku og tóku straum á Tesluna. Rafhleðslustöðin í Búðar- dal var sett upp fyrr á þessu ári. mm/ Ljósm. Bogi Kristinsson. Urðu fyrstir til að nota rafhleðslustöðina í Búðardal Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug fór fram um helgina. Sund- félag Akraness sendi ellefu sund- menn til keppni, en alls tóku 142 þátt í mótinu. Áttu sundgarpar af Akranesi góðu gengi að fagna um helgina, en þeir syntu samtals 24 sinnum til úrslita í mótinu og sneru heim með fjögur verðlaun, þar af einn Íslandsmeistaratitil. Þá varð Skagakonan Inga Elín Cryer, sem keppir fyrir Ægi, Íslands- meistari í 100 metra flugsundi og synti til silfurverðlauna í 50 metra flugsundi. Ágúst Júlíusson varð Íslands- meistari í 100 m flugsundi á tím- anum 54,62 sem er aðeins 0,07 frá Akranesmetinu hans síðan í fyrra. Með sundinu tryggði Ágúst sér þátttökurétt á Norðurlandameist- aramótinu. Í sama sundi var Atli Vikar Ingimundarson að bæta sig vel og hafnaði í fjórða sæti, aðeins 0,25 sek frá bronsinu. Hann synti á tímanum 58,83 sek. Í 50 m flugsundi var hörð bar- átta á milli fyrsta og þriðja sætis. Ágúst varð í þriðja sæti á tímanum 24,60, aðeins 0,19 sekúndum frá fyrsta sætinu. Sævar Berg var kraftmikill í bringusundinu þar sem hann náði lágmarki á NM í 50 metrum á tím- anum 30,52 og hafnaði í þriðja sæti. Hann bætti tímann sinn um sekúndu í 100 m og náði öðru sæti ásamt því að vera í öðru sæti í 200 m bringusundi. Brynhildur Traustadóttir, sem einmitt er rætt við á öðrum stað í blaðinu, náði lágmarki á Norður- landameistaramótið í 400 m skrið- sundi og hafnaði í 5. sæti á móti mörgum öflugum sundmönnum. Í 4x100 m fjórsundi settu þeir Atli Vikar, Sævar Berg, Sindri Andreas og Ágúst frábært Akra- nesmet á tímanum 4.01.62 en gamla metið var 4.04.48 og var síðan 2015. Þeir voru aðeins 0,5 sek frá bronsinu. Í 4x100 m skriðsundi karla unnu þeir Atli Vikar, Sævar Berg, Sindri Andreas og Ágúst brons. Í 4x200 m skriðsundi lentu þeir Atli Vikar, Sindri Andreas, Sævar Berg, Erlend í fjórða sæti. Stelpurnar enduðu í fimmta sæti í 4x100 m fjórsundi en þá sveit skipuðu þær Una Lára, Brynhild- ur, Ragnheiður og Ásgerður. Í 4x100 m skriðsundi náðu þær Brynhildur, Ásgerður, Eyrún og Una Lára 6. sæti á tímanum 4.12.34 sek. en það var bæting um 3 sekúndur frá því í fyrra. Blönduð boðsundssveit í 4x100 m skriðsundi tók einnig þátt og náðu 6. sæti en í henni voru þau Sindri Andreas, Eyrún, Ragnheið- ur og Enrique. hhf/kgk Sundfólk af Akranesi gerði gott mót Keppendur Sundfélags Akraness á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug. Ljósm. Sundfélag Akraness. Snorrastofa í Reykholti minn- ist Fullveldisdags Íslendinga með því að Borgþór S. Kjærnested rit- höfundur flytur fyrirlestur í Bók- hlöðu Snorrastofu, þriðjudaginn 28. nóvember næstkomandi, um dagbækur Danakonungs, Krist- jáns X. Hann fékk leyfi Mar- grétar drottningar til að lesa dag- bækur afa hennar, þar sem skráð eru samskipti hans við Íslend- inga og íslenskar aðstæður á ár- unum 1908-1932. Bækurnar byrj- aði hann að skrá 1908 eftir að hið svokallaða „Uppkast“ var fellt í at- kvæðagreiðslu á Íslandi. Kristján konungur skrifaði margar dagbækur samhliða. Eina um persónulegar tilfinningar sínar og viðhorf, eina um hestana sína, eina um sjálfan sig sem krónprins og síðan sem konung Danmerkur frá 1912 og svo um samskiptin við Ísland og Íslendinga frá 1908 fram til ársins 1932. Þá hætti hann alveg að skrá þær. Um er að ræða 500 handritaðar blaðsíður í stílabókum sem eru lokuð gögn fram til ársins 2112, eða í 160 frá andláti drottn- ingar hans, Alexandrínu, 1952. Sögufélag Íslands undirbýr nú sérstakt leyfi til að gefa bækurnar út í íslenskri þýðingu Borgþórs, en fyrrv. forseti félagsins, Guðni Th. Jóhannesson nú forseti lands- ins, fylgdist náið með framvindu skráningar þeirra 2011 til 2015. Borgþór Vestfjörð Svavars- son Kjærnested er fæddur 1943 í Sandgerði en ólst upp að Ásum í Stafholtstungum. Hann hefur dvalið langdvölum í Finnlandi og stundað blaða- og fréttamennsku um norræn málefni við fjölmarg- ar fréttastofur. Hann hefur einnig starfað við leiðsögn og fararstjórn erlendra gesta á Íslandi og stundað ritstörf og þýðingar. Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30, þar sem boðið er til kaffi- veitinga og umræðna að fyrirlestri loknum. Aðgangur er kr. 500. -fréttatilkynning Lesið milli lína í dagbókum Kristjáns X. Borgþór S Kjærnested flytur fyrirles- turinn. Fyrirlesturinn byggir á dagbókarfærslum Kristján X. Danakonungs sem hér situr tignarlegan hvítan hest í einni Íslandsferð sinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.