Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201716 Eva Karen Þórðardóttir úr Reyk- holtsdal í Borgarfirði hefur nú stofnað fyrirtæki sem hefur feng- ið nafnið Effect ráðgjöf. Eva Kar- en á og rekur fyrirtækið sjálf en að því koma ráðgjafar af ýmsum svið- um vinnumarkaðarins. Sjálf hefur hún lokið mastersprófi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bif- röst. Stefnt er að ráðgjöf á landsvísu fyrir fyrirtæki til að þau geti leyst margvísleg vandamál sem gjarnan koma upp í almennum rekstri. „Við höldum námskeið fyrir þau fyrir- tæki sem leita til okkar og eru nám- skeiðin sniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Hjá okkur starfa ráðgjafar sem hjálpa fyrirtækjunum að koma betra skipulagi á reksturinn, t.d. á starfsmannamálin,“ segir Eva Kar- en í samtali við Skessuhorn. Sjálf hefur hún áralanga starfs- reynslu úr ferðaþjónustu, þá helst hótel- og veitingageiranum, auk þess sem hún rak um tíma eigin dansskóla. „Síðustu ár hef ég verið að vinna hjá veitingahúsakeðju þar sem við vorum að vinna í stefnu- breytingu. Við vorum þá að koma skýrari mynd á starfsemina og efla starfsfólkið og leituðum þá til ým- issa ráðgjafa. Okkur fannst stund- um vanta einhvern sem hafði starf- að á gólfinu, einhvern sem hafði raunverulega reynslu af þeim vandamálum sem koma upp dag- lega á svona vinnustöðum,“ seg- ir Eva Karen og bætir því við að hún hafi þá fundið að þörf væri fyr- ir fyrirtæki eins og Effect, þar sem ráðgjafarnir hefðu raunverulega reynslu úr þeim störfum sem unn- in eru í fyrirtækjunum sem leita til þeirra. „Þetta hvatti mig til að fara af stað og stofna þetta fyrirtæki. Í fyrra starfi sáum við það svart á hvítu að þegar lögð er áhersla á að útbúa góða starfslýsingu, og setja það skýrt niður á blað til hvers er ætlast af starfsfólki, verður skil- virkni fyrirtækisins betri. Sú vinna, ásamt reglubundinni þjálfun starfs- manna, skilar sér í margfalt betri þjónustu sem svo skilar sér fljótt í kassann hjá fyrirtækinu,“ bætir Eva Karen við. Mikilvægt að hafa vel þjálfað starfsfólk „Starfsmannamál eru orðin eitt af stærstu verkefnum stjórnenda í fyr- irtækjum í dag og það er óþarfi að allir séu að finna upp hjólið hver í sínu horni. Þar getum við aðstoð- að,“ segir Eva Karen. Hún hefur mikla þekkingu á hvað það er sem stjórnendur geri og segir að fræðsla starfsmanna, námskeið og að setja niður starfslýsingar sitji of oft á hakanum hjá þeim. Þar gæti Effect komið inn og hjálpað fyrirtækjum með þessa einföldu hluti sem eru svo mikilvægir en komast ekki allt- af í verk. „Fyrirtæki sem vilja leggja meiri áherslu á að þjálfa starfsfólk- ið sitt getur líka sótt um styrki til þess og það er mjög lítið mál að gera það. Það er eitt af því sem við erum að taka að okkur, að leiðbeina fyrirtækjum með hvað er í boði og hjálpa þeim að nýta sér það. Oft er nefnilega mikill kostnaður í þjálf- un starfsmanna og margir sem setja það fyrir sig,“ segir Eva Karen. „Ég er þeirra skoðunar að það sé rík þörf á fyrirtæki eins og Effect hér á Vesturlandi. Hér er mikill fjöldi ýmissa fyrirtækja, t.d. í ferðaþjón- ustu. Hjá Effect eru ráðgjafar sem hafa mikla reynslu af ferðaþjónustu á Vesturlandi og þekkja inn á sam- félagið, auk þess að vera með góða reynslu í stjórnun, starfsmannamál- um og rekstri,“ segir Eva Karen að lokum. arg Stofnar ráðgjafarfyrirtækið Effect Eva Karen Þórðardóttir stofnandi ráðgjafarfyrir- tækisins Effect. Stígamót hófu reglubundna þjón- ustu á Vesturlandi í byrjun þessa árs með að bjóða upp á viðtöl fyr- ir brotaþola kynferðisofbeldis. Viðtölin voru hálfsmánaðarlega í Borgarnesi og á Akranesi. Erla Björg Kristjánsdóttir félagsráð- gjafi hjá Stígamótum hefur séð um þjónustuna á Vesturlandi og segir hún það mikilvægt fyrir brotaþola að geta sótt stuðning í sínu nærum- hverfi. „Okkar reynsla er að þessi þjónusta er mjög vel nýtt og ég er viss um að við séum að ná til mun fleiri brotaþola með því að bjóða upp á þjónstuna svona víða. Okkar vilji er að ná til sem flestra,“ seg- ir Erla Björg. Stígamót eru gras- rótarsamtök sem berjast gegn kyn- ferðisofbeldi og veita aðstoð fyr- ir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Með kynferðisofbeldi er átt við nauðg- anir, kynferðislega áreitni, klám, sifjaspell, starfrænt kynferðisof- beldi og vændi eða mansal. Eðli þjónustunnar „Við bjóðum fyrst og fremst upp á einstaklingsviðtöl fyrir brotaþola og eru allir sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hafa náð 18 ára aldri velkomnir til okkar. Einnig geta aðstandendur kynferðisbrota- þola komið til okkar í viðtöl, enda geta brot af þessu tagi líka haft áhrif á aðstandendur,“ segir Erla Björg og bætir því við að þjónust- an sé alveg að kostnaðarlausu og engin takmörk séu á fjölda við- tala. „Við leggjum áherslu á ein- staklingsmiðaða nálgun og er mis- jafnt hversu mikla aðstoð hver og einn þarf, svo fjöldi viðtala tekur mið af því. Við byggjum okkar að- stoð á hugmyndafræði sem heit- ir hjálp til sjálfshjálpar og reyn- um við að skoða með brotaþolum hvaða afleiðingar brotið hefur haft á líf viðkomandi og vinnum út frá því,“ segir Erla Björg. Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér þjónustu Stígamóta, t.d. vegna bú- setu, er einnig hægt að sækja sér aðstoð í gegnum síma eða inter- net. „Við reynum alltaf að teygja okkur í allar áttir og til allra sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Við vitum vel að þó við séum að bjóða upp á viðtöl úti á landi eiga ekki allir heimangengt til okkar. Því er alltaf hægt að fá símaviðtal eða viðtal í gegn um internetið, t.d. í gegn um Skype,“ segir Erla Björg. Aðspurð hvert skuli leita til að fá viðtal segir Erla Björg að fyrir þá sem eru á Vesturlandi sé hægt að hafa samband við hana í tölvupósti erla@stigamot.is, auk þess sem hægt sé að hringja í síma 562-6868 eða hafa samband á Facebook síðu Stígamóta. arg Stígamót með reglulega starfsemi á Vesturlandi Erla Björg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi hjá Stígamótum aðstoðar brotaþola kynferðis- ofbeldis á Vesturlandi. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.