Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Síða 21

Skessuhorn - 29.11.2017, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 21 Aðventa í Kjósinni SK ES SU H O R N 2 01 7 Laust er starf vélamanns á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Starfssvið Menntunar- og hæfniskröfur Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinar eru konur með tilskyldar Vélamaður Síðastliðinn laugardag var spilað í Logalandi í Borgarfirði eitt sterk- asta briddsmót sem haldið hef- ur verið í landshlutanum um langt skeið. Um silfurstigamót er að ræða í tvímenningi og það helgað minn- ingu Þorsteins Péturssonar kennara frá Hömrum sem lést fyrr á þessu ári. Þorsteinn var mikill spilamað- ur alla tíð og átti ásamt fleirum þátt í að bridds hefur verið kennt í héraðinu þannig að Bridgefélag Borgarfjarðar er nú annað stærsta briddsfélag landsins. Það var Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum sem skipulagði mótið ásamt Þorvaldi Pálmasyni og félögum í Bridge- félagi Borgarfjarðar. Til mótsins var boðið öllum þeim sem vildu. Þegar upp var stað- ið tóku 36 pör þátt, um helmingur spilara kom af höfuðborgarsvæð- inu en aðrir af Vesturlandi og allt norður á Strandir. Meðal keppenda má nefna landsliðsmenn og konur, ríkjandi Íslandsmeistara í einmenn- ingi og fyrrum heimsmeistara Að- alstein Jörgensen. Engu að síður voru það heimamenn sem hömp- uðu bikar í mótslok, þeir Svein- björn Eyjólfsson og Lárus Péturs- son frá Hvanneyri. Forysta þeirra var býsna sannfærandi og þeir vel að sigurlaunum komnir. Höfðu menn á orði að það væri ánægjulegt að fyrrum spilafélagar Þorsteins á Hömrum til áratuga næðu þessum árangri. Í öðru sæti urðu Bernód- us Kristinsson og Ingvaldur Gúst- afsson úr Reykjavík en í þriðja sæti urðu heimamennirnir Heiðar Bald- ursson og Logi Sigurðsson, sem tvímælalaust eru með efnilegustu ungu briddsspilurum landsins um þessar mundir. Stefnt er að því að Þorsteinsmót verði árlegur viðburðir hjá bridds- fólki og spilað síðari hluta nóvem- ber. Fjölmörg fyrirtæki og einstak- lingar studdu mótið með ýmsum hætti. Meðal annars var það Skorra- dalshreppur sem gaf farandbikar sem varðveittur verður í Logalandi milli móta. mm Heimamenn sigursælir á fyrsta Þorsteinsmótinu Þrjú efstu pör á fyrsta Þorsteinsmótinu í bridds. F.v. eru þeir Heiðar og Logi, Svein- björn og Lárus og Bernódus og Ingvaldur. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ómar og Steinunni fóru í heimsókn á Tann- læknastofu Ara Bjarnasonar í Snæfellsbæ. Slakað á með rjúkandi kakó eftir góðan dag í Stykkishólmi.Sigurður Fannar var gestastarfsmaður í sundlauginni í Stykkishólmi. Einar Marteinn var gestastarfsmaður hjá Íslenska gámafélaginu í Hólminum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.