Skessuhorn - 29.11.2017, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201722
Viðburðir á aðventu á Vesturlandi
Ritstjórn Skessuhorns kallaði í
liðinni viku eftir upplýsingum
um viðburði á döfinni hér á
Vesturlandi á aðventunni og til
jóla. Fjölmargir brugðust við
og birtum við hér og á næstu
síðum það sem fólk vildi koma
á framfæri. Hlutaðeigandi er
þakkað fyrir og íbúar jafnframt
hvattir til að nýta sér fjölbreytta
flóru á sviði listar, menningarlífs,
í sóknum og á vettvangi sveitar-
félaga á næstunni. Fyrirvari er
gerður um að listi þessi er ekki
tæmandi.
Akranes
Mikið verður af viðburðum á Akranesi á að-
ventunni og ættu allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Dagskráin hefst strax á morg-
un, fimmtudaginn 30. nóvember, í Dularfullu
búðinni. Þar verður boðið upp á jólaglögg og
piparkökur á meðan Gítardúóið „Góðir háls-
ar“ spilar létta jólatónlist. Í Dularfullu búðinni
verður mikil dagskrá í aðdraganda jóla, til að
mynda verður lifandi tónlist í boði hússins frá
kl. 22 til miðnættis föstudaginn 1. desember
og laugardagana 9. og 16. desember. Þá verð-
ur boðið upp á jólakakó og sögustund fyrsta
sunnudag í aðventu, 3. desember, frá klukk-
an 16-18. Fimmtudaginn 7. desember verð-
ur Rithöfundakvöld í Dularfullu búðinni þar
sem Halldór Armand, Bergur Ebbi og Valur
Gunnarsson lesa upp og kynna nýútkomn-
ar bækur sínar. Laugardaginn 16. desember
mun félag Litháa á Íslandi vera með kynningu
á landi og þjóð klukkan 14 og að lokum verða
tónleikar með Korselettunum föstudaginn 22.
desember klukkan 21.
Aðventustemning verður með ljúfum jóla-
tónum í Akranesvita alla laugardaga í des-
ember klukkan 14. Laugardaginn 2. desember
kemur tónlistarfólkið Valgerður Jónsdóttir og
Þórður Sævarsson. Laugardaginn 9. desember
verða Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og
Birgir Þórisson. Laugardaginn 16. desember
kemur Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona
og á Þorláksmessu koma þau Rakel Pálsdótt-
ir söngkona og Birgir Þórisson spilar undir.
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Aðra aðventuhelgina verður sýningin Jólin,
jólin allsstaðar opnuð í Lesbókinni á Akranesi.
Þá mun Örlitla jólabúðin skjóta upp kollinum
í miðbæ Akraness en búðin verður opin frá 7.
- 10. desember.
Laugardaginn 2. desember klukkan 13 verð-
ur Jólamarkaður Skagamanna í matsal Sem-
entsverksmiðjunnar við Mánabraut. Þar má
finna ýmiskonar handverk, matvöru, skraut-
muni, skargripi, fatnað og margt fleira. Seinna
sama dag, klukkan 16:30, verða ljósin tendruð
á jólatrénu á Akratorgi. Sú athöfn verður með
hefðbundnu sniði og hugsanlega láta jólasvein-
ar sjá sig. Laugardaginn 6. desember mun kór
Akraneskirkju halda tónleika í Bíóhöllinni.
Föstudaginn 15. desember klukkan 20 verð-
ur Jólagleði í Garðalundi þar sem haldin verð-
ur hamingjustund eftir kvöldmat, sérstaklega
ætlað þeim sem vita að jólasveinarnir eru til og
forráðamönnum þeirra. Allir verða að muna
að klæða sig vel, mæta með vasaljósið og skilja
síma og bíla eftir heima. Þá verður jólamark-
aður í Guðnýjarstofu og Garðakaffi sunnu-
daginn 17. desember frá klukkan 11-17.
Vinkonurnar Katrín, Sigga og Hekla halda
jólatónleika í Tónbergi miðvikudaginn 20.
desember. Tónleikarnir bera nafnið „Korter
í Jól,“ góðgerðatónleikar, en allur ágóði mun
renna óskertur til Mæðrastyrksnefndar Akra-
ness. Þær vinkonur fá til sín góða gesti á tón-
leikunum svo sem Þórunni Antoníu, Stúkurn-
ar, Jónu Öllu, Skólakór Grundaskóla og fleiri.
Bubbi Morthens verður með tónleika í Bíó-
höllinni þriðjudaginn 19. desember. Fyrir þá
sem vilja slaka á rétt áður en jólin skella á verða
Þorláksmessutónleikar í Gamla Kaupfélaginu
frá klukkan 22 til miðnættis laugardaginn 23.
desember með lifandi tónlist þar sem frítt er
inn.
Garðaprestakall á Akranesi
Sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Þráinn Haraldsson
3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu:
Jólaföndur sunnudagaskólans klukkan 11
í Vinaminni. Aðventuhátíð í Vinaminni
klukkan 14 og í Höfða klukkan 17.
10. desember – Annar sunnudagur í að-
ventu: Jólaball sunnudagaskólans klukkan 11
í Vinaminni og Guðsþjónusta klukkan 14.
17. desember – Þriðji sunnudagur í að-
ventu: Fjölskylduguðsþjónusta klukkan 14.
24. desember – Aðfangadagur: Aftansöng-
ur í Akraneskirkju klukkan 18 og miðnæt-
urguðsþjónusta klukkan 23.
25. desember – Jóladagur: Hátíðarguð-
sþjónusta í Akraneskirkju klukkan 14.
26. desember – Annar dagur jóla: Guðs-
þjónusta á Höfða klukkan 12:45.
31. desember – Gamlársdagur: Aftansöngur
klukkan 18.
1. janúar – Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón-
usta klukkan 14.
Hvalfjarðarsveit
Í Hvalfjarðarsveit hefst aðventan með ár-
legri Fullveldishátíð í Heiðarskóla á morg-
un, fimmtudaginn 30. nóvember klukkan
17:15. Þar munu nemendur í 1. og 2. bekk
ásamt elstu börnum leikskólans flytja söng-
atriðið „Dýrin í Afríku“ og nemendur í 5. til
7. bekk sýna leikritið „Samferða um ævin-
týrin.“ Þá verða einnig atriði frá Tónlistar-
skólanum á Akranesi og að sýningu lokinni
verður boðið upp á vöfflur, piparkökur, heitt
súkkulaði og kaffi. Aðgangseyrir er 1.000 kr.
og rennur óskiptur í ferðasjóð Nemenda-
félagsins. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Á Laxárbakka verða aðventuhlaðborð
bæði föstudag og laugardag næstu tvær helg-
ar og skötuveisla föstudaginn 22. desember
bæði í hádeginu og seinni partinn. Á Bjart-
eyjarsandi verður árlegur viðburður „Jól í
Álfhól“ laugardaginn 16. desember og byrj-
ar dagskráin þá með markaði klukkan 13 þar
sem hægt verður að kaupa ýmis matvæli frá
Bjarteyjarsandi. Magnús Þór Hafsteinsson
kemur og les upp úr nýrri bók sinni auk þess
sem kaffihúsið verður opið. Smáréttahlað-
borð verður opið á milli kl. 18:30 og 20:30
og að lokum verða þau Ragnheiður Grön-
dal, Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knút-
ur með tónleika klukkan 21.
Saurbæjarprestakall
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
3. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu:
Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ
klukkan 14.
10. desember – Annar sunnudagur í að-
ventu: Aðventusamkoma í Innra-Hólms-
kirkju klukkan 20.
14. desember – Fimmtudagur: Aðventusam-
koma í Leirárkirkju klukkan 20.
24. desember – Aðfangadagur: Hátíðarguð-
sþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ klukk-
an 23.
25. desember – Jóladagur: Hátíðarguð-
sþjónusta í Leirárkirkju klukkan 13:30 og
hátíðarguðsþjónusta í Innra-Hólmskirkju
klukkan 15.
31. desember – Gamlársdagur: Messa í
Innra-Hólmskirkju klukkan 13:30.
Borgarbyggð
Margt spennandi er á döfinni í Borgarbyggð
á aðventunni í ár. Má þar fyrst nefna að
Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur sett upp
söngleikinn Móglí og enn eru eftir fáeinar
sýningar fram til laugardagsins 9. desemb-
er en þá er lokasýning. Þá munu nemend-
ur tónlistarskólans setja upp jólatónleika í
Tónlistarskólanum í Borgarnesi mánudag-
inn 11. desember klukkan 17 og 19, þriðju-
daginn 12. desember klukkan 17 og mánu-
daginn 18. desember klukkan 16:30. Einn-
ig verða tónleikar á Bifröst þriðjudaginn 12.
desember klukkan 20 og í Logalandi mið-
vikudaginn 13. desember klukkan 18.
Þau Rúnaa Einars og Sigmundur Ern-
ir kynna bók sína „Rúna Örlagasaga“ í Líf-
landi í Borgarnesi laugardaginn 2. desember
klukkan 12.
Ljósin verða tendruð á jólatrénu við
Kveldúlfsgötu í Borgarnesi klukkan 17
sunnudaginn 3. desember. Jólalög verða
sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur við undirleik Hall-
dórs Hólm. Andrea Jónsdóttir mun spila á
saxafón og nemendur Grunnskólans í Borg-
arnesi ætla að bjóða upp á heitt kakó. Aldrei
að vita nema jólasveinarnir láti sjá sig.
Miðvikudaginn 6. desember verða tón-
leikar sem bera nafnið „Ilmur af jólum“
haldnir í Reykholti. Þar mun Hera Björk
koma fram ásamt góðum gestum úr heima-
byggð. Með henni í för verða Björn Thor-
oddsen gítarleikari og Ástvaldur Traustason
píanóleikari.
Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgar-
fjarðar verða fimmtudaginn 14. desember í
Hjálmakletti klukkan 20:30, miðaverð í for-
sölu er 3.000 kr. og fer fram í Framköllunar-
þjónustunni í Borgarnesi. Allur ágóði af tón-
leikunum rennur beint í sjóð sem ætlaður er
til að styðja við bakið á upprennandi tónlist-
arfólki í Borgarfirði.
Laugardaginn 16. desember verða hátíð-
artónleikar Eyþórs Inga í Borgarneskirkju.
Á Landnámssetrinu verða hollustuhlað-
borðin á sínum stað í hádeginu en þann 7.
desember verður hlaðborðið með jólaívafi.
Þá mun rithöfundurinn Vilborg Davíðsdótt-
ir segja sögu Auðar Djúpúðgu á Landnáms-
setrinu sunnudaginn 3. desember klukkan
16.
Markaður verður í Nesi í Reykholts-
dal laugardaginn 9. desember frá klukkan
13-17, þar sem hægt verður að kaupa fallegt
handverk, fatnað, ýmist matarkyns og margt
fleira sem framleitt er í héraði. Spákonan
verður á sínum stað með áramótaspána.
Í Safnahúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn
7. desember klukkan 10:30 verður mynda-
morgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins.
Sýndar verða ljósmyndir víða að úr héraðinu
og gestir beðnir að greina óþekktar myndir.
Heitt verður á könnunni. Viðburðurinn er
í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og lýk-
ur klukkan 11.45. Föstudaginn 8. desember
verður lengd opnun í Safnahúsinu í tilefni
aðventu. Bókasafnið verður opið til klukkan
20 og þá hefst frásögn Gunnlaugs A Júlíus-
sonar af þátttöku hans í um 400 km hlaupi
á Bretlandi fyrir nokkrum árum. Gunnlaug-
ur er eins og kunnugt er sveitarstjóri Borg-
arbyggðar, en einnig þekktur langhlaupari.
Hefur hann tekið þátt í fjölmörgum lang-
hlaupum, m.a. Thames Ring hlaupinu í
London árið 2013 sem jafngildir tíu mara-
þonhlaupum. Húsið verður opið til klukkan
21 þetta kvöld og boðið verður upp á kaffi-
sopa og konfekt, aðgangur ókeypis. Safna-
hús hefur gefið út sérstakt bókamerki í tilefni
dagsins og er það gert í minningu tveggja
einstaklinga sem báðir eru látnir, Jóns Guð-
mundssonar (1901-1957) og Bjarna Valtýs
Guðjónssonar sem lést 2013.
Jólaljósin að koma upp á Eystri-Leirárgörðum
Þeir sem beygja af þjóðveginum við
Beitistaði og áleiðis upp að Leirá eða inn
í Svínadal í Hvalfjarðarsveit á aðvent-
unni, hafa vafalaust rekið augun í fallega
upplýst bæjarhúsin á Eystri-Leirárgörð-
um. Þau hjónin Magnús Hannesson og
Andrea Björnsdóttir eru mikil jólabörn
og finnst notalegt að lýsa upp í skamm-
deginu fyrir sig og sína með fallegum
ljósum. Andrea segir að það sé húsbónd-
inn sem er í senn verkfræðingurinn og
vinnumaðurinn við hönnun og uppsetn-
ingu ljósaskreytinganna. „Hann Maggi
minn er stöðugt að bæta við og þróa
þessa lýsingu. Við erum jólabörn í okk-
ur og finnst þetta notalegt og skemmti-
legt,“ segir hún.
Jónas H Ottósson ljósmyndari brá sér
bæjarleið í síðustu viku fyrir Skessuhorn
og festi á filmu skreytingarnar eins og
þær voru þá. Honum var að vísu tjáð að
eftir væri að koma fyrir jólatré og fleiri
ljósum þannig að hann yrði bara að koma
aftur. Það var auðsótt enda var húsmóðir-
in þá þegar búin að baka vel yfir fimmtán
sortir af jólasmákökum sem ljósmyndar-
inn fékk að njóta. Það þarf ekki frekar að
dekstra menn til að heimsækja þau hjón
aftur.
mm/ Ljósm. jho.