Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Side 25

Skessuhorn - 29.11.2017, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 25 Leitað er að dugmiklum og drífandi UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR auglýsir eftir kraftmiklum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra í 100% starf. HELSTU VERKEFNI • • • • • • HÆFNISKRÖFUR • • • • • • FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá KM þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 7. desember Föstudagur 8. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 7 Í tilefni af umfjöllun í sjónvarpi um brotamál og eftirlit í sjávarútvegi vill Fiskistofa koma eftirfarandi á fram- færi: Fiskistofa fékk í sumar vitneskju um myndefnið og þann vitnisburð sem honum fylgdi og birtist í frétta- skýringaþættinum Kveik þriðjudags- kvöldið 21. nóvember sl. Sett hefur verið af stað rannsókn og málið sett í farveg sem mögulegt brotamál en stofnunin var bundin ákveðnum trúnaði gagnvart heimildarmannin- um. Síðan þetta mál kom upp hef- ur Fiskistofa sent eftirlitsmenn með í veiðiferðir hjá viðkomandi útgerð í tilefni af þessum upplýsingum. Stjórnendur Fiskistofu hafa marg oft bent á galla í reglum um vigtun afla bæði gagnvart ráðuneyti, stjórn- málamönnum og á opinberum vett- vangi. Nefna má að Fiskistofa gerði tillögur að mögulegum breyting- um á vigtarlöggjöfinni og skilaði til ráðuneytis sjávarútvegsmála. Ráðu- neytið vann frumvarp á grundvelli þeirra sem dagaði uppi. Stofnunin telur sem fyrr mjög brýnt að endur- skoða reglur um vigtun sjávarfangs með þeim hætti að eftirlit og við- brögð við brotum geti verið mark- vissari en nú er. Fiskistofa hélt úti svonefndum bakreikningsrannsóknum á mögu- legum brotum á vigtarlöggjöfinni á árunum 2006 - 2012. Niðurstaða þeirra 14 mála sem tekin voru fyr- ir reyndist vera að 9 voru felld nið- ur vegna þess að ekki var sýnt fram á óeðlilegt misræmi, 2 málum var vísað til annarra stjórnvalda vegna gruns um tegundasvindl og einu máli lauk fyrir dómstólum. Það varð ljóst að árangur af þessum rannsóknum var í engu samræmi við þann tíma og fjár- muni sem í þær var lagt. Því var tek- in sú ákvörðun í samráði við ráðu- neytið að stofnunin beindi kröftum sínum að öðru og árangursríkara eft- irliti á grundvelli áhættugreiningar. Fiskistofa hefur í mörg ár lagt áherslu á birtingu upplýsinga um veiðar, vigtun og vinnslu. Gagn- sæinu í þessum upplýsingum er m.a. ætlað að stuðla að því að allir aðilar í sjávarútvegi geti átt þátt í að halda aftur af brotum. Þetta hefur skilað góðum árangri. Þannig eru niður- stöður vigtunar alls landaðs afla að- gengilegar á vef Fiskistofu. Áhafnir hafa t.d. verið í sambandi við Fiski- stofu vegna frávika í ísmagni við end- urvigtun sem þær telja ekki stemma. Sjómennirnir eru þeir sem ísa fisk- inn og sé afli að hluta í raun skráður sem ís við endurvigtun er verið að hafa af áhöfninni réttan aflahlut og flytja ágóðann af útgerð til vinnslu. Sjómenn hafa því tekið þessari upp- lýsingagjöf fagnandi og telja hana veita aðhald. Gagnaöflun Fiskistofu er einnig notuð til svonefndrar áhættugrein- ingar þar sem leitast er við að meta hvar árangursríkast er að bera niður í eftirliti út frá frávikum í aflasam- setningu eða íshlutfalli, svo dæmi séu nefnd. Þetta hefur reynst vel. Nefna má að birting frávika við end- urvigtun eftir því hvort eftirlitsmað- ur er viðstaddur eða ekki hefur dreg- ið fram þau fyrirtæki þar sem end- urvigtun sker sig úr. Með þessu móti hefur verið hægt að gera störf eftir- litsmanna markvissari. Fjöldi eftir- litsmanna og viðvera þeirra á sjó, í höfnum og vinnslu er því ekki ein- hlítur mælikvarði á umfang og ár- angur eftirlitsins. -fréttatilkynning Eftirlit með brottkasti og endurvigtun afla

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.