Skessuhorn - 29.11.2017, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201728
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Ólafsdalur er eitt merkilegasta minja-
svæði landsins, ekki síst vegna marg-
víslegra búnaðarumbóta og fram-
kvæmda Torfa Bjarnasonar skóla-
stjóra og manna hans þar. Torfi var
einn af forgöngumönnum votheys-
gerðar hérlendis – aðferðar sem
í fyrstu var jafnan nefnd súrheys-
gerð. Árið 1888 birti Torfi allræki-
lega grein í Búnaðarriti (2. árg., bls.
95-115) þar sem hann greindi frá
aðferðinni og fyrstu reynslu sinni af
henni. Vorið 1885 hafði hann byggt
„dálitla hlöðu handa súrheyinu“ er
hann lýsti nánar þannig:
„...hún er grafin í jörð, hér um
bil 6 fet annars vegar; hinum megin
minna. Er hún í botninn 12 álna löng
[7,6 m] og 6 álna breið [3,8 m], er lít-
ið eitt lengri og víðari að ofan. Allir
veggirnir eru ofurlítið bogadregnir,
svo hún líkist sporöskju. Botninn er
hörð leirmöl og í hana grafið lokræsi
með öðrum hliðveggnum og út úr
barði, sem hlaðan stendur á, því eg
óttaðist neðangönguvatn. Veggirn-
ir eru hlaðnir úr tómu grjóti, nærri
jafnhátt jörð, en þéttaðir og sléttað-
ir innan með leir. Þar fyrir ofan eru
veggirnir hlaðnir úr þéttum, vel sígn-
um hnaus og þykktin eptir hæð, líkt
og á vanalegum torfveggjum. Alls
voru veggirnir frá gólfi 5½ alin [3,5
m], þegar hlaðan var nýbyggð, en
hafa sígið nokkuð síðan.“
Samkvæmt lýsingu Torfa fylgdi
„súrheyshlaðan“ svipuðu grunn-
formi og þurrheyshlöður þeirrar tíð-
ar: Hún var ferköntuð og ílöng en
þannig virðast allra fyrstu íslensku
súrheystóttirnar hafa verið. Fyrir-
myndin að þeim mun ekki síst hafa
verið sótt til Noregs en þar tíðkuð-
ust súrheysgeymslur (surhåkjeller) í
sama stíl úr tilhöggnu grjóti. Sýni-
lega hefur verið vandað til súrheys-
hlöðunnar í Ólafsdal, bæði t.d. með
leirþéttingu steinhleðslunnar og lok-
ræsi frá henni, að ekki sé nú gleymt
þaki sem á hlöðuna var sett og Torfi
lýsir svo:
„Á veggina allt um kring voru lagð-
ar hellur og þar á ofan tréflettingur –
vegglægjur – hringinn í kring, og á
þeim vegglægjum liggja bitarnir, og
sperrur standa á þeim, sem bera þak-
ið, er dregst að sér jafnt frá hliðum
og göflum. Vegglægjurnar eru lagðar
3 - 6 þuml. frá innri brún veggjanna.
Eptir þessu má skilja, að engin stoð
er í hlöðunni. Dyr eru á öðrum
hliðvegg ofan til, rúmar 3 álnir frá
gólfi.“
Eftir tölum Torfa um hirðingu í
súrheyshlöðuna fyrsta sumarið virð-
ist mega áætla að í hana hafi komist
jafngildi u.þ.b. 50 hestburða af þurr-
heyi (5 tonn), sem var vetrarfóður
fyrir a.m.k. 25-30 ær með nokkurri
beit. Til þess að fergja súrheyið not-
aði Torfi mikið af veggjamold (sem
hann síðan lét nota til blöndunar við
mykju en þannig hefur fengist af-
bragðs góð gróðurmold!). Eftir tvo
mánuði hóf Torfi að gefa heyið sem
„var alstaðar óskemmt og sýndist
mjög vel verkað,“ skrifaði hann.
Telja má víst að nemendur í bún-
aðarskóla Torfa hafi tekið virkan þátt
í öllum verkum við gerð hlöðunnar,
verkun heysins og síðan gjafir þess
og þannig fræðst með verklegum
hætti um hina nýju heyverkunarað-
ferð. Ekki er heldur ólíklegt að þeir
hafi sjálfir gert einhverjar tilraun-
ir með aðferðina er skóladvölinni í
Ólafsdal lauk og þeir teknir til sjálf-
stæðra starfa. Líklegt er því að Torfa-
tóftin hafi bæði orðið hvati og fyrir-
mynd að hinum nýju heyverkunar-
háttum í öðrum sveitum.
Við skráningu Landbúnaðarsafns
Íslands á ræktunarminjum í Ólafs-
dal fyrir nokkrum árum töldum við
Ragnhildur Helga Jónsdóttir okkur
hafa gengið fram á þessa tóft og hana
skráðum við. Á fallegu sunnudags-
síðdegi í byrjun október sl. kom ég
svo við í Ólafsdal til þess að skoða og
mæla tóftina nánar og að bera sam-
an ræktunarminjaskráningu okk-
ar Ragnhildar Helgu Jónsdóttur og
greinargóða lýsingu Torfa á súrhey-
stóftinni frá 1888. Ekki varð ann-
að séð en að allt falli þar í löð, eins
og best verður lýst með meðfylgj-
andi myndum. Tóftin er enn mjög
vel sýnileg þar sem hún hefur verið
grafin ofan í árdalsbrúnina spölkorn
austur af bæjarhúsunum í Ólafsdal.
Ekki virðist vafi leika á að skv.
ræktunarminjaskráningunni og við-
bótarathugun minni að tóftin er sú
sem Torfi Bjarnason lýsti í súrheys-
grein sinni í Búnaðarriti. Það eru
lifandis undur að enn megi sjá svo
glöggar leifar súrheystóftar sem gerð
var vorið 1885. Bæði hefur verið
vandað mjög til tóftarinnar í upphafi
og það lent í blessunarverðri útideyfu
að fylla tóttina með rusli, sem þó var
jafnan gert á bæjum, því yfirgefnar
vilpur sem þessi voru víða illa séðar
vegna velferðar skepna og manna.
Fróðlegt væri að skoða súrheystóft-
ina nánar, m.a. að kanna botn hennar
og hvort finna mætti leifar lokræsis-
ins frá henni til þess að sjá gerð þess
og frágang.
Súrheystóftin í Ólafsdal telst til
elstu minja um súrheysgerð hérlend-
is og eru raunar þær elstu sem mér
er kunnugt um. Hún er gagnmerk í
ljósi íslenskrar búnaðarsögu og sem
hluti af hinu merkilega minjasvæði
í Ólafsdal. Hana þarf að rannsaka
nánar og að ekki sé nú gleymt nauð-
syn þess að halda yfir henni traustum
hlífiskildi.
Bjarni Guðmundsson
Súrheystóftin í Ólafsdal
- elstu minjar um súrheysgerð hérlendis?
Horft inn í tóftina til austurs; hleðslan sést greinilega. Til hægri eru hún allt að 1,7
m á hæð. Tóftin hefur gengið nokkuð saman enda ekki ósennilegt að endurtekin
frost hafi þokað veggjum inn í tóftina sem staðið hefur tóm um áratuga skeið.
Sporöskjuformið hefur því að mestu horfið. Handan við austurgaflinn eru tóftir
tvennra húsa, líklega fjárhúsa.
Súrheystóftin hefur verið gerð nokkuð frá bæ og eins og sjá má á myndinni, og
„út úr barði“ eins og Torfi skrifaði því hann óttaðist „neðangönguvatn“. Þar hefur
verið auðvelt að losna við uppmoksturinn úr tóftinni ofan fyrir brekkubrúnina.
Líklega hafa kappsamir skólasveinar unnið það verk.
Enn má glöggt sjá steinlímið, „leirinn“, sem borið var í glufurnar á milli steinanna í
tóftarhleðslunni til þéttingar.
Mjög lausleg tilgátumynd af fyrstu súrheystóft (-hlöðu) Torfa í Ólafsdal sam-
kvæmt lýsingu hans. (BG)