Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 20186 Fengu að leita skjóls í Grundaskóla AKRANES: Grundaskóli á Akranesi var um hádegis- bil á sunnudaginn opnaður fyrir ferðalöngum sem voru veðurtepptir á Akranesi og í nágrenni. Þar var á ferð hópur íþróttafólks, einn kór og nokkir ferðamenn að auki. Um 40 manns sátu veðrið af sér í skólanum við góðar aðstæður, að sögn Sigurðar Arnars Sigurðs- sonar skólastjóra. -mm Útskrift framundan BIFRÖST: Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi kl. 13.00 verður braut- skráning frá Háskólanum á bifröst. Alls munu 76 nem- endur útskrifast úr grunn- námi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og sí- menntun. Vilhjálmur Eg- ilsson rektor skólans mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum. Tónlistar- atriði í athöfninni verða í höndum Karlakórsins Söngbræðra ásamt und- irleikurum. boðið verður upp á móttöku að athöfn lokinni. -fréttatilk. Hlutfall ungs fólks í fjár- málavanda eykst LANDIÐ: Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoð- ar hjá umboðsmanni skuld- ara fer hækkandi, sem skýr- ir að hluta aukinn fjölda umsækjenda hjá embætt- inu síðustu tvö ár. Hlutfall smálána af heildarkröfum þeirra sem sækja um ráð- gjöf eða greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuld- ara hefur vaxið umtalsvert á undanförnum árum. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuld- um umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlut- fall fasteignalána,“ seg- ir Ásta Sigrún Helgadótt- ir, umboðsmaður skuldara. Fjöldi þeirra sem sóttu eftir aðstoð hjá umboðs- manni skuldara hefur ver- ið að aukast frá árinu 2015 en á árinu 2017 bárust 470 umsóknir um greiðslu- aðlögun en 386 umsókn- ir á árinu 2015. Þetta má að hluta til rekja til auk- ins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán, segir í tilkynningu frá umboðs- manni skuldara. -mm Fimm í árekstri SNÆFELLSNES: Mik- ill viðbúnaður viðbragðs- aðila var að morgni síðast- liðins fimmtudags þegar harður árekstur tveggja bíla varð á Snæfellsnesvegi í Kol- beinsstaðahreppi á móts við Syðstu-Garða. Fimm manns voru í bílunum, allt erlendir ferðamenn. Að sögn lögreglu slösuðust allir eitthvað en þó enginn alvarlega að talið var. Var fólkið flutt undir lækn- ishendur. bílarnir eru báðir taldir ónýtir. Mjög blint var á svæðinu þegar áreksturinn varð en auk þess hálka. -mm Kannar hug ráðherra vegna háskóla NV-KJÖRD: bjarni Jóns- son, varaþingmaður VG, spurði á þingi Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, út í stöðu og sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni. „Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að eyða óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár um stöðu og sjálfstæði Háskólans á Hól- um, Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri og Há- skólans á bifröst og styrkja og tryggja starfsemi þeirra þannig að þeir geti vaxið í heimabyggðum sínum?“ Þá spurði þingmaðurinn ráð- herra hvort hún hygðist tryggja áframhaldandi sjálf- stæði þessara háskólastofn- ana og uppbyggingu þeirra. -mm Engu er logið þegar sagt er að bolludagurinn sé mikil uppskeru- hátíð í bakaríum. Á bolludag mok- ast bollurnar út af ýmsum gerð- um. Rjómabollur með ýmsum af- brigðum, gerbollur og svo eru rúnstykkin einnig vinsæl, enda ekki allir fyrir rjómann. Meðfylgj- andi mynd var tekin í brauða- og kökugerðinni á Akranesi á mánu- dagsmorgun en þar var biðröð út á götu af bolluþyrstum viðskipta- vinum. Hekla Karen Steinars- dóttir stendur hér innan við af- greiðsluborðið. mm Líf og fjör í bakaríum landsins Það óhapp varð á þriðjudagskvöld- ið í liðinni viku að Akurey AK fékk trollið í skrúfuna þegar skipið var að ljúka karfaveiðiferð og statt á Jökultungu. Togarinn Ottó N. Þorláksson RE, sem var á leið á Vestfjarðamið, var staddur í um 30 mílna fjarlægð, sigldi til móts við skipið og tók hann Akurey í tog um klukkan 22 um kvöldið. Næsta morgun var varðskipið Þór sent á móti skipunum sem þá voru stödd norðvestan við Garðaskaga og fylgdi þeim til hafnar. „Það var haugasjór þegar þetta gerðist og mikill vindur. Ölduhæðin var upp í um sjö metra,“ sagði Eiríkur Jóns- son skipstjóri um aðstæður þegar óhappið varð. Þá var vindhraðinn á miðunum 25-30 metrar á sek- úndu. ,,Við vorum komnir með um 120 tonna afla og hugmyndin var að ljúka veiðiferðinni á karfaveiðum á Jökultungunni. Óhappið varð um klukkan 18 á þriðjudaginn, en sem betur fer var Ottó ekki langt und- an,“ segir Eiríkur en frá þeim stað sem Akurey fékk trollið í skrúfuna og til hafnar í Reykjavík var um 75 mílna sigling. Heimferðin gekk vel miðað við aðstæður og voru skip- in komin til hafnar í Reykjavík um miðjan næsta dag. mm Akurey AK fékk trollið í skrúfuna Akurey AK. Varðskipið Þór er hér að leggja af stað til móts við skipin klukkan 9 á mið- vikudagsmorgun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.