Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201812 Nýverið voru auglýstar til umsókn- ar tólf fjölbýlishúsalóðir og átta par- og raðhúsalóðir í Skógarhverfi 1 og 2 á Akranesi, til byggingar á samtals 178 íbúðum. Alls bárust 44 umsóknir sem náðu til sex rað- og parhúsalóða og átta fjölbýlishúsalóða. Þar að auki eru rúmlega 200 íbúðir í byggingu á Akranesi nú þegar og 130 íbúðir til viðbótar bætast við þegar byggingar- réttur á fjórum lóðum á Dalbrautar- reit verður boðinn út í næsta mán- uði. Skessuhorn ræddi við Sigurð Pál Harðarson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, um lóðaframboð og uppbyggingu í bæjarfélaginu. „Við höfum alltaf unnið að skipu- lagi óháð öðrum þáttum og reynt að hafa góða rýmd og fjölbreytni í úr- vali á lóðum,“ segir Sigurður og bæt- ir því við að ásókn í lóðir hafi farið vaxandi undanfarin misseri. „Það sem hefur verið að gerast hér á Akranesi undanfarið er að fasteignaverð hefur verið að hækka. Þá er fýsilegra fyrir verktaka að byggja. Við finnum fyr- ir ákveðnum ruðningsáhrifum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann en nefnir að enn fremur séu innviðir þegar til staðar á Akranesi. „Hér eru góðir skólar sem gott orð fer af og al- mennt er gott fyrir barnafjölskyldur að vera á Akranesi. Síðan er kannski betra eins og staðan er í dag að keyra á milli Akraness og Reykjavíkur til og frá vinnu en milli Reykjavíkur og Selfoss til dæmis. Það er engin heiði hér á milli og fólk verður síður veð- urteppt. Þá er gjaldtaka væntanlega að hætta í Hvalfjarðargöngum og þá er sá sálfræðilegi þröskuldur úr sög- unni. Ég tel því að Akranes standi vel að vígi sem vænlegur búsetukostur,“ segir Sigurður. Fer að vanta par- og raðhúsalóðir Undanfarið segir hann helstu við- fangsefni á skipulags- og umhverfis- sviði hafa verið skipulagning íbúða- hverfa. Fyrst nefnir hann endur- skipulagningu lóða í Skógarhverfi 1 og 2, bæði fjölbýli og par- og rað- húsalóðir. „Það eru þær lóðir sem við vorum að auglýsa um daginn. Þegar skipulagið var endurskoðað mynd- uðust bæði nýjar lóðir og breytingar urðu á par- og raðhúsalóðum. Áður var gert ráð fyrir mörgum par- og raðhúsum á tveimur hæðum en við settum þau í eina hæð,“ segir Sig- urður Páll. „Af þeim átta par- og rað- húsalóðum sem auglýst voru til út- hlutunar um daginn var sótt um sex lóðir. Þær sem standa eftir eru ein- mitt tveggja hæða raðhúsin,“ bætir hann við. „Það er ljóst eftir þessa síð- ustu auglýsingu að það fer að vanta par- og raðhúsalóðir. Við þurfum að huga að framhaldinu í Skógarhverfi 2 hvað það varðar,“ segir hann. Þá segir Sigurður að sú breyting hafi jafnframt orðið á Skógahverfi 1 að fjölbýlishús hafi verið skipulögð við Asparskóga beggja vegna göt- unnar. „Áður hafði verið gert ráð fyrir þeim öðrum megin og á þrem- ur hæðum. Við lækkuðum húsin nið- ur í tvær hæðir en höldum bygginga- magninu með því að hafa byggðina beggja vegna götunnar,“ segir hann. Byggingarréttur boðinn út í mars Sigurður upplýsir að í marsmánuði verði boðinn út byggingarréttur á hluta af Dalbrautarreit, samtals um 130 íbúðir af þeim 220 sem gert er ráð fyrir á reitnum. „Um er að ræða fjórar fjölbýlishúsalóðir, það er að segja Dalbraut 4 og 6 annars vegar og Þjóðbraut 3 og 5 hins vegar. Þar er einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra,“ segir Sigurður Páll. „Síðan erum við búin að vera í skipulagsvinnu á Sementsreitn- um. Henni er lokið og þar er gert ráð fyrir um 350 íbúðum, eins og svæðið er hugsað í dag. Ég geri ráð fyrir því að byrjað verði að úthluta lóðum við Suðurgötu. Síðan verð- ur hugað að því hvernig framhald- ið verður,“ segir hann. „Sá munur er hins vegar á þessum tveimur reit- um að Dalbraut er klár til uppbygg- ingar. Þar þarf ekki að fara í neina gatnagerð en hins vegar er töluverð vinna framundan við að gera lóð- ir Sementsreitsins byggingarhæfar. Hreinlega gæti verið að við bjóðum út ákveðin svæði til uppbygging- ar í heild sinni, en við gætum líka farið aðra leið. Þessi mál erum við að ræða í rólegheitunum um þessar mundir,“ segir Sigurður Páll. Niðurrif á áætlun Sem kunnugt er stendur niður- rif á byggingum og búnaði Sem- entsverksmiðjunnar sálugu yfir um þessar mundir. Því er lóðaúthlutun á svæðinu ekkert alveg að bresta á. „Niðurrifið gengur ágætlega, verk- ið er á áætlun og vonandi geng- ur það bara áfram samkvæmt áætl- un,“ segir Sigurður Páll. „Niður- rifið verður klárað með þeim und- antekningum að mannvirkin sem Sementsverksmiðjan er með til árs- ins 2028 verða auðvitað ekki snert. Annað verður að mestu leyti farið næsta haust, fyrir utan strompinn,“ segir hann og brosir. „Það á eftir að taka ákvörðun um hvað verður um hann. En staðan er einfaldlega sú að ef menn ætla að rífa hann á ann- að borð þá er rétt að gera það núna. Það þarf bara að komast að niður- stöðu um hvað menn vilja gera,“ segir hann. Fólksfjölgun gerist í bylgjum Flestar íbúðir sem byggðar hafa verið undanfarin misseri hafa selst fljótlega eftir að þær eru sett- ar á sölu. Þær íbúðir sem nú eru í byggingu á Akranesi, sótt var um í Skógarhverfi á dögunum og verða auglýstar á Dalbrautar- reit í næsta mánuði, eru um 550 talsins. Það gæti þýtt fólksfjölgun upp á 1300 til 1500 manns í bæj- arfélaginu þegar flutt hefur verið inn í þær allar. Akurnesingar yrðu því fleiri en 8.500 talsins. Sigurður vill hins vegar fara varlega í að spá um fólksfjölgun. „Það er oft þann- ig að fólksfjölgun gerist í bylgjum. Það er mikil eftirspurn eftir hús- næði, mikið byggt á tímabili en síðan getur allt verið stopp í tölu- verðan tíma þar á eftir. Sjaldan er uppbyggingin jöfn og stígandi, allavega á þeim stöðum sem ég hef verið,“ segir Sigurður. Hann bæt- ir því að þó töluvert sé í byggingu af íbúðarhúsnæði á Akranesi um þessar mundir og meira í pípunum sé ekki þar með sagt að flutt verði inn í allar íbúðir um leið. „Við eigum auðvitað eftir að sjá hvern- ig gengur að koma út lóðunum á bæði Dalbrautarreit og Sements- reit. Þó nægt framboð sé af lóð- um, sem betur fer, þá er ekki þar með sagt að þær byggist allar.“ Fimleikahús boðið út í mars En það er fleira í undirbúningi hjá skipulagsyfirvöldum á Akranesi. Sigurður Páll upplýsir að nú sé ver- ið að undirbúa útboð í byggingu fimleikahúss við Vesturgötu. „Í mars munum við bjóða út byggingu fimleikahúss. Það er ein stærsta framkvæmd ársins, en húsið verður um 1600 fermetrar að stærð,“ segir hann. „Þá er skipulagsvinna í gangi vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar á íþróttasvæðinu við Jaðar- sbakka. Þar er, eins og áður hef- ur komið fram, gert ráð fyrir bún- ingsherbergjum og geymslum fyr- ir útiíþróttasvæði, nýju íþróttahúsi og innisundlaug þar sem núverandi íþróttasalur er staðsettur. Þetta er allt saman í vinnslu og stefnan er að byrja hönnunarvinnu á næsta ári,“ segir Sigurður Páll. „Að lokum má geta þess að út- boð vegna gatnagerðar er á döf- inni. Í því felst að setja nýtt hring- torg á gatnamót Esjubrautar og Kalmansbrautar. Samhliða því er áætlað að yfirleggja Esjubraut- ina frá hringtorginu að Þjóðbraut og laga gatnamót Esjubrautar og Smiðjuvalla. Sú lagfæring hefur ekki verið útfærð enn,“ segir hann. „Það er ýmislegt í pípunum og að mörgu að huga,“ segir Sigurður Páll Harðarson að endingu. kgk Margar íbúðir í byggingu á Akranesi og frekari uppbygging framundan „Tel að Akranes standi vel að vígi sem vænlegur búsetukostur“ Sigurður Páll Harðarson. Ljósm. úr safni. Skógarhverfi á Akranesi. Alls bárust 44 umsóknir í sex par- og raðhúsalóðir og átta fjölbýlishúsalóðir þegar auglýst var eftir umsóknum á dögunum. Byggingarréttur á fjórum lóðum á Dalbrautarreit verður boðinn út í mars. Um er að ræða fjölbýlishúsalóðir við Dalbraut 4 og 6 annars vegar og Þjóðbraut 3 og 5 hins vegar. Teikning: Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar. Horft í átt að skorsteini Sementsverksmiðjunnar síðastliðið haust frá gatna- mótum Suðurgötu og Mánabrautar. Næst í mynd er hluti þeirra lóða sem fyrst verður úthlutað á Sementsreitnum, en það verður þó ekki alveg á næstunni. Teikning af fyrirhuguðu 1600 fermetra fimleikahúsi við Vesturgötu á Akranesi. Stefnt er að því að bjóða byggingu þess út í marsmánuði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.