Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 25 Enn ein djúp lægð gekk yfir land- ið um síðustu helgi með tilheyrandi látum í veðrinu og var ekkert ferða- veður þegar veðrið var sem verst. Verulega bætti í snjó og höfðu mokstursaðilar nóg að gera enda stækkuðu snjófjöllin innanbæjar í Ólafsvík. Mikill snjór var einnig í búlandshöfða. Það auðveldaði ekki moksturinn hjá verktökum Vega- gerðarinnar að bílar voru fastir á hinum ýmsu stöðum og voru það mest erlendir ferðamenn. björgunarsveitin Lífsbjörg hafði einnig nóg að gera því hún fékk út- kall um að aðstoða bíl með erlend- um ferðamönnum sem sátu fast- ir í bíl sínum nálægt bænum Öxl í breiðuvík. Þegar á staðinn var komið voru bílarnir orðnir tveir. Héldu björgunarsveitarmenn að þetta yrði tiltölulega stutt útkall en raunin varð önnur. Var fólkinu safnað í björgunarsveitarbílinn og farið með það á Lýsuhól. Þaðan var haldið áleiðis að Vatnaleið þar sem ekið var fram á bíl sem var fastur við brúna yfir Köldukvísl. Var bíll- inn skilinn eftir og fólkinu komið í skjól í Langaholti. Aftur var haldið af stað í átt að Vatnaleiðinni. Stuttu eftir að þeir voru búnir að beygja upp á Vatnaleið keyrðu þeir fram á eldri hjón, erlenda ferðamenn. Tóku þeir fólkið í bílinn hjá sér og komu bíl hjónanna fyrir á öruggum stað. Fólkinu komu þeir svo fyr- ir í Grundarfirði. Á leið sinni yfir Vatnaleiðina var enn einn bíllinn sem þurfti aðstoð. Það var snjó- mokstursbíll sem var þversum á veginum. Þar voru félagar úr björg- unarsveitunum berserkjum í Stykk- ishólmi og Klakki í Grundarfirði. Aðstoðuðu þeir við að moka bílinn lausann en hann var svo dreginn réttur á veginn. útkallið sem átti að vera stutt endaði því í níu tíma útkalli og þurfti á köflum að ganga meðfram björgunarsveitarbílnum því afar blint var í veðri. þa Stutt útkall varð að níu tíma óveðursaðstoð Björgunarsveitar- menn þurftu oft að ganga samsíða bílnum. Ljósm. þa. Mikill snjór er nú í Ólafsvík. Hér er verið að hreinsa götur. Ljósm. af. Alls eru 17 vestlensk sauðfjárbú meðal 100 afurðahæstu á lands- vísu, þar sem eitt hundrað ær eða fleiri eru á skýrslum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt sem Rannsóknar- miðstöð landbúnaðarins heldur utan um. Eyjólfur Ingvi bjarnason sauðfjárræktarráðunautur útlistar niðurstöðurnar í bændablaðinu á fimmtudaginn. Samkvæmt samantekt RL er afurðahæsta búið á Vesturlandi bú þeirra Sigvalda Jónssonar og bjargar Maríu Þórsdóttur í Hæg- indi í Reykholtsdal. Er Hægin- dabúið í sjöunda sæti yfir þau af- urðahæstu á landinu með 38,2 kg afurða að meðaltali eftir hverja á. Vestlensk sauðfjárbú meðal þeirra 100 afurðahæstu á land- inu eru eftirfarandi: 7. sæti Sigvaldi Jónsson og björg María Þórsdóttir í Hægindi í Reyk- holtsdal - 38,2 kg. 18. sæti Þórður Jónsson í Árbæ í Reykhólasveit - 35,7 kg. 28. sæti Ólafur Ingi Jónsson á Mýr- um í Eyrarsveit - 35,0 kg. 29. sæti Karl Kristjánsson á Kambi í Reykhólasveit - 34,9 kg. 35. sæti Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum í Reykhólsveit - 34,6 kg. 37. sæti Gaularbúið ehf. á Gaul í Staðarsveit - 34,5 kg. 43. sæti Arnar Ásbjörnsson á blá- feldi í Staðarsveit - 34,4 kg. 61. sæti bryndís Karlsdóttir á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd - 33,6 kg. 69. sæti Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Garðarsson á Leirulæk á Mýrum - 33,4 kg. 70. sæti Magnús Kristjánsson í Gautsdal í Reykhólasveit - 33,3 kg. 74. sæti Valberg Sigfússon á Stóra- Vatnshorni í Haukadal í Dölum - 33,2 kg. 75. sæti Guðbjörn Guðmundsson í Magnússkógum í Dölum - 33,2 kg. 77. sæti Jóel H. Jónasson og Hall- dís Hallsdóttir á Læk í Dölum - 33,1 kg. 79. sæti Helgi bergþórsson á Eystra-Súlunesi í Melasveit - 33,1 kg. 88. sæti Vallarfé sf. á Kjarlaksvöll- um í Saurbæ - 32,8 kg. 89. sæti Fremri-Gufudalur sf. að Fremri-Gufudal í Gufudalssveit - 32,8 kg. 96. sæti Finnur Haraldsson og Guðrún Þóra Ingþórsdóttir á Háa- felli í Dölum - 32,7 kg. Íslandsmet slegið Afurðahæsta sauðfjárbú lands- ins er bú Eiríks Jónssonar í Gýgj- arhólskoti í Árnessýslu. Er það langefst á lista með 48,1 kg eftir hverja á, tæpum átta kílóum meira en næsta bú. Með því sló bónd- inn eigið Íslandsmet frá 2015 sem var 44,9 kg. Eyjólfur Ingvi bend- ir á það í bændablaðinu að mun- urinn á langafurðahæsta búinu og þeim næstu liggi fyrst og fremst í framleiðslukerfinu. Eiríkur í Gýgj- arhólskoti noti kálbeit og slátri lömbum seint. Lömbunum þar er slátrað að jafnaði 169 daga göml- um, en meðaltalið fyrir landið er 138 dagar. Í öðru sæti er bú Jóns Grétars- sonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Skagafirði með 40,4 kg og bú Elínar Önnu Skúladóttur og Ara Guðmundssonar á bergsstöð- um í Vestur-Húnavatnssýslu er í því þriðja með 39,2 kg. 34 úrvalsbú í landshlutanum Á heimasíðu RML hefur verið tek- inn saman listi yfir úrvalsbú, en þau eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri fyrir nokkra skýrslu- haldsþætti. Skilyrði þess lista eru; að bú hafi fleiri en 100 skýrslufærð- ar ær þar sem fædd lömb eftir full- orðnar ær eru fleiri en 1,9 og fædd lömb eftir veturgamlar fleiri en 0,9, reiknað dilkakjöt fyrir fullorðna ær sé landsmeðaltal eða meira, gerð- armat sláturlamba yfir 9,2, fitu- mat sláturlamba 5,4-7,6 og hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. Tæplega 200 sauðfjárbú uppfylla þessi skilyrði fyrir árið 2017 og hafa þau aldrei verið fleiri í þau fimm skipti sem listi þessi er tekinn saman. Af tæp- lega 200 úrvalsbúum eru 34 þeirra á Vesturlandi. Ögn meiri meðalafurðir en síðustu ár Alls voru fædd lömb 1,83 á hverja kind árið 2017. Er það smávægileg aukning sem liggur í hærra hlutfalli fleirlemdra áa, en 7,7% báru fleiri en þremur lömbum síðasta vor. Fjöldi lamba til nytja er 1,66 á hverja á, sem er sami fjöldi og árið 2016. Hefur sú tala haldist svipuð undanfarin ár, að undanskildu árinu 2015 þegar hún var heldur lægri vegna slæms árferðis þá um vorið. Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,7 kg eftir hverja kind á síð- asta ári, sem er 0,6 kílóum minna en metárið 2016, en ögn meira en meðalafurðir síðustu fimm ára sem reiknast 27,9 kg. Meðalfallþungi sláturlamba haustið 2017 var 16,8 kíló. Er það örlítið lægra en árið á undan, þeg- ar meðalfallþunginn var 17,0 kg en ögn hærra en 16,5 kg meðaltal síð- ustu fimm ára. Meðaleinkunn fyrir holdfyllingu var 9,07 á síðasta ári. Ögn hærri en árið 2016 þegar hún var 9,05 og heldur hærra en fimm ára meðaltal 8,86. Meðaltal ein- kunnar fyrir fitumat var 6,44 árið 2017 en var 6,71 í fyrra og 6,52 á fimm ára tímabili. Hlutfall hold- fyllingar og fitu var 1,41 síðasta haust. kgk/ Ljósm. úr safni. Sauðfjárbúið í Hægindi afurðahæst á Vesturlandi Sigvaldi Jónsson, bóndi í Hægindi, á sauðburðartíma. Ljósm. þá. Fé rekið inn í Ljárskógarrétt í Dölum síðastliðið haust. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.